Hin nauðsynlega gagnrýni almennings á stjórnmálasviðið.

Komandi þjóðaratkvæðagreiðsla, kann að marka ákveðin spor varðandi það atriði að stjórnmálaflokkar kunni að koma til með að vinna betur að stefnumálum sínum sem sett verða fram á þjóðþinginu, hvað varðar opna fundi um mál öll, þar sem almenningi gefst kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Hver og einn einasti kjörinn þingmaður ætti til dæmis að vera þess umkominn að funda með sínum kjosendum í sínu kjördæmi, um mál sem þarf að taka á og eru til umræðu á þinginu.

Til þess hélt ég að kjördæmavikur væru í þinginu, en ekki hefi ég séð slíka fundi sem fordæmi sem heitið geti hvað varðar þetta atriði.

Það er ekki nóg að funda í þröngum hópi þar sem nokkrir koma sér saman um hið sama sí og æ.

Aðkoma almennings að ákvarðanatöku um sem flest mál er eitthvað sem stjórnmálaflokkarnir hljóta að þurfa að aðlaga sig að enn betur í lýðræðislegu opnu þjóðfélagi.

Jafnfamt er þar um að ræða samband hins almenna kjósanda við sinn kjörna fulltrúa á þingi sem eðli máls samkvæmt þarf að rækta.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband