Fréttir Ríkisútvarpsins af bréfum ríkisstjórnar til forseta, afar sérstök vinnubrögð.

Í kvöldfréttum sjónvarps mátti líta frétt þar sem gerð voru opinber bréf ríkisstjórnar til forseta þar sem alls konar atriði komu fram varðandi meintar afleiðingar þess að forseti synjaði lögum staðfestingar.

Fréttafrásögnin var á þann veg að að setja spurningamerki við það að forseti skyldi ekki hafa tekið mark á viðvörunum ríkisstjórnarinnar, líkt og þeim hinum sama bæri að gera það í þessu sambandi.

Frásögninni lauk á þann veg að ekki næðist tal af forseta þótt hann myndi ræða við BBC í kvöld.

Afskaplega sérstakt og endurspeglar því miður enn einu sinni það atriði sem hefur sennilega aldrei fyrr verið sýnilegra hve mjög Ríkisútvarpið á það til að telja sig sérstakan fulltrúa ríkissstjórna í landinu sem yfirboðara í stað þess að hefja sig yfir það og vanda vinnubrögð með hlutleysisforsendur allar að leiðarljósi.

kv.Guðrún María.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband