Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Hjátrúin, tár á hvarmi og stolt.

Ég er ein af þeim sem nú á síðari tímum hefi ekki haft tíma til að setjast niður við áhorf á boltaleiki, eins mjög og ég dáði allt slíkt og iðkaði á yngri árum.

Af því ég hefi ekki horft á leiki handboltaliðsins beint frá Ólympíuleikunum hingað til þá hugsaði ég sem svo að best væri að ég færi ekki að byrja á því að horfa allt í einu núna, en kveikti þó á útvarpinu á leið heim úr vinnu smá stund þegar lítið var eftir af leiknum og fékk að vita þau stórtíðindi að við værum yfir.

Ók gengum auðar götur og hringtorg við Reykjanesbraut án tafa, var ein þriggja bíla á ferð sem var afar skringilegt, vægast sagt á þessum tíma dags.

Steig út úr bílnum á planinu og heyrði öskur úr húsum í kring um mig og spennan magnaðist.

Kveikti loks á tæki til að hlusta á lýsingu og viti menn Íslendingar unnu sér silfur í handbolta á Ólympíuleikum og keppa um gullið í úrslítum.

Þetta kallaði fram tár og stolt samtímis og mér fannst ég stækka um nokkra sentimetra við alla þá gæsahúð sem fór um líkamann á þessari stund.

Frábært.

kv.gmaria.

 

 


Frjálslyndi flokkurinn vill sjá Ísland upp úr hjólförum stjórnvaldsmistaka undanfarna áratugi.

Frjálslyndi flokkurinn á fjóra menn á Alþingi Íslendinga sem hafa sameinast um það að vinna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem enn er undirrót þess hve landsbyggðin á í vök að verjast gagnvart allt of hraðri uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.

Þar stendur ekki steinn yfir steini í upphaflegum markmiðum og tilgangi kerfisfyrirkomulagsins, eftir tvo áratugi og það er óásættanlegt.

Þeir hafa einnig sameinast um það atriði að berjast fyrir afnámi verðtryggingar fjárskuldbindinga sem er gamall púki af fjósbitanum sem aldrei átti að fylgja meðferðis inn í það efnahagsumhverfi er stjórnvöld skópu.

Hækkun skattleysismarka var sett á oddinn fyrir síðustu kosningar, sem nauðsyn til þess að leggja jafnar byrðar á herðar þegnanna í því efni, þarfnast enn verulegrar endurskoðunar við.

Fjölmörg mál liggja fyrir þingi sem hefst nú í september og þar munu þingmenn flokksins koma af fullum þunga inn í þau mál sem þar eru fyrir dyrum.

kv.gmaria.

 


Undirliggjandi ástæður eru hverjar ?

Var rækjan ofveidd í kvótakerfinu ?

Var of mikið magn botnveiðarfæra til annarra veiða ef til vill þáttur í því að ekki hefur tekist að viðhalda rækjustofninum ?

Nú eins og oft áður finnsrt mér vanta frekari skýringar þegar niðurstöður sem þessar eru birtar.

kv.gmaria.


mbl.is Stofnvísitala rækju svipuð og í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálin snúast um fólkið í landinu.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar virðast samsama sig í rabb rabb pólítikinni innan ríkisstjórnarinnar en þjóðin fær ekki mikið að heyra eða sjá af stefnuföstum formönnum sem tala kjark og trú í landsmenn á tímum þrenginga.

Andvaraleysi á slikum tímum er alvarlegt, jafn alvarlegt og deilur og erjur alls konar um algjör aukaatriði svo sem keisarans skegg, sem landsmenn hafa fengið nóg af úr höfuðborg landsins, það sem af er kjörtímabili sveitarstjórnarstigsins.

Stjórnmálamenn eru kjörnir fulltrúar fólksins í landinu og þeim ber að tala sig saman um úrlausnir og sætta sjónarmið til framgangs starfa sinna.

Lýðræðið er fínt tæki ef það er notað og nýtt til þess arna, en jafn slæmt ef úrlausnir í stjórnmálum enda sem umfjöllunarefni fjölmiðla, án fenginnar niðurstöðu um viðfangsefni hvers konar.

Menn geta mælt skegglengd sína þegar lýðræðisleg niðurstaða er fengin um hvort sjónarmið þeirra hafi verið ofan á eða undir, hvar sem er og hver sem á í hlut, flokkar eða menn innan þeirra.

Ríkisstjórn í einu landi á að geta talað einu máli ekki mörgum sitt á hvað, og þar er stjórnarsáttmáli án efa ágætur til að fylgja.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Hvað kostar verðlagseftirlit A.S.Í. og hver borgar ?

Ég hefi ekki orðið vör við það að hinn almenni launþegi á vinnumarkaði hafi verið spurður um það hvort hann vildi að verkalýðsfélögin stæðu í því að framkvæma verðlagseftirlit í landinu, enda flestir talið það á verksviði hins opinbera, þ.e stjórnvalda sjálfra að framfylgja reglum þar um.

Hvað kostar þetta hið sama eftirlit og hver borgar ?

Er það ekki launþeginn sem greiðir sín gjöld í félagsstarfssemina í heild ?

Það væri mjög fróðlegt að vita, hvort verkalýðsfélögin njóti styrkja til þess arna verkefnis sem og hverjir tóku ákvörðun um að hefja þessa starfssemi ?

 

kv.gmaria.

 


Sannfæring stjórnmálamanna á ferðalagi, sem aldrei fyrr.

Það gerist æ algengara að sannfæring stjórnmálamanna bregður undir sig faraldsfæti, og enginn flokkur veit hver hugsanlega kann að standa við dyrnar næsta dag með sannfæringuna undir hendinni.

Sennilega þurfa stjórnmálaflokkarnir fyrr en síðar að fara að skoða þessi miklu ferðalög, í ljósi eyðslu á orku, sem er ekki óþrjótandi eins og menn vita.

Orkuna þarf að virkja, nota og nýta í jákvæðum tilgangi einkum og sér í lagi þegar þjóðin á við efnahagsdýfu að stríða þar sem gefið hefur á þjóðarskútuna og almenningur í landinu þarf á styrkum aðilum við stjórnvöl að halda hvarvetna.

Hífa þarf segl sanngirni og réttlætis í sjávarútveg hér á landi og þar þurfa allir flokkar að leggjast á eitt, þjóðinni til hagsbóta lengri og skemmri tíma.

kv.gmaria.

 

 


Breytt samsetning bílaflota landsmanna ?

Ég get ekki betur séð en þeim fjölgi sem aka smábílum hér á landi og er það vel, en vissulega löngu tímabært. 

Það þurfti stórkostlegar olíuverðshækkanir til að slík þróun færi af stað.

Það var vægast sagt sláandi að aka um í Svíþjóð nú í sumar og sjá ekki jeppa, á akvegum nema í undantekningartilfellum sem aftur birtir manni þann mismun hugafars sem er til staðar, því miður.

Bílaeign Íslendinga er einnig nálægt heimsmetstölum per mann, og lítið sem ekkert verið að gert til þess að auka vægi almenningssamgangna í formi ákvarðanatöku sem einhverju máli skiptir í þvi sambandi.

Flest allar ráðstafanir hafa byggst á því að bæta samgöngur um landið svo hægt væri að aka jafnvel hundruð kílómetra í atvinnu eða þjónustu.

Þau hin sömu markmið kunna nú að þarfnast endurskoðunar við, er ég hrædd um í ljósi hækkunar olíuverðs.

kv.gmaria.

 

 

 


Má ég biðja um fleiri svona hagfræðinga.

Viðtal Kastljóss við ungan hagfræðing sem er lektor í Columbia háskóla, var einstaklega áhugavert á að hlýða. 

Loksins loksins kom maður fram á sjónarsviðið sem virkilega ræddi málin á greinargóðan hátt, án sleggjudóma fram og til baka.

Ólikt því sem heyrst hefur frá greiningardeildum bankanna, kom hann með þau sjónarmið að ríkið ætti ekki að rjúka í lántöku til handa fjármálastofnunum sem þrautavara, með þáttöku skattgreiðenda.

Þetta viðtal var fróðlegt og upplýsandi og ég hvet alla sem ekki sáu að skoða.

kv.gmaria.

 


Til hamingju Sunnlendingar, menningin blómstar sem aldrei fyrr á Suðurlandi.

Það er afar ánægjulegt að sjá viðburði sem þessa í bæjarfélagi sem fyrir stuttu síðan mátti takast á við hamfarir af völdum jarðskjálfta, og segir það eitt að lífið heldur áfram, þrátt fyrir áföll hvers konar.

Menningarlegir viðburðir á Suðurlandi hafa verið margir á þessu sumri og því ber að fagna, hvaða sveitarfélag sem á í hlut.

kv.gmaria.


mbl.is Þúsundir á Blómstrandi dögum í Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarmennskustjórnmálin og skoðanakannanir.

Flokkar sem hyggjast reyna að lifa á skoðanakönnunum um vinsældir sí og æ eru ekki á vetur setjandi.

Betra væri að heyra eitthvað frá viðkomandi stjórnmálaöflum um hvað þau hin sömu vilja gera annað en að mæla fylgi í skoðanakönnunum um eigið ágæti án þess þó að vita hvert vegferð er heitið í raun.

Þetta hefur verið nokkuð rík tíska hjá Samfylkingunni það verður að segjast eins og er og nýjasta dæmi er viðbrögð Dags í Reykjavík, við könnun sem hver heilvita maður sér að ekki er marktæk fyrir fimm eða tíu aura og viðkomandi ætti að hafa vit á að láta ekki hafa neitt eftir sér um.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband