Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Bráðnauðsynlegt að kjörnir fulltrúar á Alþingi, rýni ofan í þessi mál.

Ég fagna því að þingmenn láti sig málið varða þar sem umfang þess sem og áhrif á fjárveitingar Alþingis til málaflokka skyldu einnig koma til skoðunar.

Einkum og sér í lagi er það stórfurðulegt að engu fjármagni sé varið sérstaklega til Barnaverndarmála varðandi baráttu við það að ná börnum í brott úr neyslu meðan eru börn sem er og ætti að vera hluti af forvarnarstarfi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja fund um lyfjamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt með í bjölluslætti af hálfu forseta Alþingis.

Ég hlýddi á fréttir í hádeginu þar sem þingmaður Framsóknaflokksins andmælti fundarstjórn forseta og fékk í staðinn bjölluslátt sem slær fyrri met, og mér datt helst i hug Dómkirkjuklukkurnar við það að hlýða á fréttina.

Kanski ætti að finna eitthvert annað form en bjölluslátt til handa forseta þingsins til fundarstjórnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Upp úr sauð á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðlagður dagskammtur af Ritalíni er 5 til 60 milligrömm per sjúkling.

Það er mjög fróðlegt að reikna út tímbil ávísana í þessu sambandi, hvað varðar dagskammta og fjölda dagskammta per lækni á einu ári miðað við fjölda sjúklinga.

Það er greinilegt að gífurleg notkun er fyrir hendi á lyfjum þessum af hálfu lækna, sem aftur vekur upp vangaveltur um magn lyflækninga í heilbrigðiskerfinu í heild.

Voandi er þess að vænta að umfjöllunin um þessi mál verði til þess þoka áfram annars afar óvirku eftirliti á þessu sviði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ávísuðu lyfjum fyrir 160 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlit með læknum og skipulag heilbrigðiskerfisins.

Árið 1997, kom það í ljós eftir úttekt Ríkisendurskoðunar að sjúklingar voru ótryggðir eftir meðferð á einkastofum lækna úti í bæ, sem þó voru hluti af heilbrigðiskerfinu.

Með ólíkindum má telja að þetta atriði skuli ekki hafa komið fram fyrr en þessi úttekt kom til sögu, og það skal viðurkennt að ég spyr mig hvort Landlæknir hafi ekki örugglega gagnagrunn frá læknum í einkapraxís úti í bæ nú í dag ?

Hinar miklu deilur á sínum tíma um tivísanakerfi eða ekki tilvísanakerfi er hlutur sem fróðlegt er að skoða í þessu sambandi því mikil andstaða sérfræðilækna við slíkt kerfi, hrakti hugmyndir um upptöku þess til baka, því miður, sökum þess að slíkt var hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að mínu viti.

Dæmi þau sem Kastljósið hefur sýnt okkur um lyfjaaustur til handa einum sjúklingi af morfínskyldum lyfjum að hluta til ofar mannlegri skynsemi, hvað þá siðareglum læknastéttarinnar.

Það segir mér enginn að nú árið 2011, geti kerfi heilbrigðismála ekki haft gagnagrunn til staðar sem tryggir það að slíkar lyfjaávísanir til handa einum einstaklingi geti ekki átt sér stað.

kv.Guðrún María.


Vill þjóðin halda áfram með samningaferlið ?

Hin stórkostlegu mistök ríkisstjórnar Samfylkingar að kanna ekki vilja þjóðarinnar til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu, munu setja svip sinn á stjórnmálasöguna þessi árin, þegar kemur að því að samningur þessi verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þar sem komið er nú fram að Samfylking hyggist setja kvótakerfið í þjóðaratkvæði þá er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að spyrja um það í leiðinni, hvort,
þjóðin vill halda áfram með samningaferli að inngöngu í Evrópusambandið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mögulega 18 mánuðir í samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Samfylkingin semsagt ekki á ballinu ?

Ég veit ekki betur en Samfylkingin hafi setið við völd með Sjálfstæðisflokknum þegar hrunið kom til, en einhverra hluta vegna virðast menn geta hoppað yfir þann kapítula, líkt og ekki hafi átt sér stað.

Afar fróðlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég um mig, frá mér til mín...... ???

Hefur vort samfélag breyst við hrun, varðandi einstaklingshyggju þá sem var allsráðandi á tíma ofgnóttar peningamagns í umferð ?

Eins og ég sé það hefur ef til vill eitthvað breyst en síður en svo að það gengumgangi vort samfélag í heild.

Skortur á samfélagslegri vitund og einstaklingshyggja er eitthvað sem flokka má sem siðhningnun í einu samfélagi og hlýtur að vera einhvers konar áfellisdómur yfir skipulagi mála og þróun í samfélagsgerðinni.

Skortur á virðingu manna í millum, þar sem Pétur og Pálina eru tilbúin til þess að vaða yfir Pétrínu og Pál, á skítugum skónum, til þess að hampa sjálfum sér sem siguvegara í einhvers konar smávægilegum samskiptum dags daglega segir það eitt að maðurinn hafi að hluta til misst sjónar á markinu.

Skilgreiningar og flokkunarárátta mannsins í hvers konar kerfisfyrirkomulagi hefur gengið út í öfgar á þann máta smáatriðin kunna að yfirvarpa tilganginn í heild og lítið sem ekki neitt kemur út úr þvi flókna ferli skigreininganna sem til staðar eru.

Ákveðinn " liberalismi " hefur flotið um þar sem það hefur verið talið allt að því slæmt að frelsi finnist mörk og mörkin þvi um víðan völl á köflum.

Með öðrum orðum ferðalag okkar í stefnur og strauma hvers konar hefur ef til vill lotið forsendum einstaklingshyggju án dýpri róta í samfélasgerðinni og skipulagi kerfa mannsins.

kv.Guðrún María.


" Vín breytir þér í svín ", en grasreykingar gera þig að, belju með doða.

Hvar eru auglýsingar í formi forvarna gegn fíkniefnaneyslu ?

Hvar er Lýðheilsustöð ?

Við vitum að vín breytir fólki í svín, en væri ekki í lagi að viðhafa álíka áróður í formi auglýsinga til forvarna varðandi canabisneysluna ?

Hvers konar forvarnir hvorki eiga né mega detta niður en okkur Íslendingum hefur hætt til að gera allt í tímabundnum átökum sem síðan detta niður svo og svo langan tíma.

Stöðugar forvarnir gegn fíkniefnum í formi auglýsinga í miðlum landsins ættu að vera til staðar á hverjum tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óttast aukna neyslu unglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umbótafundir í Samfylkingu.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða tillögur að umbótum koma fram af hálfu þess flokks sem fer nú með forsvar í ríkistjórn landsins.

Vonandi er að þar örli eitthvað á nýrri sýn á stjórnmálin.

kv.Guðrún María.


mbl.is Landsfundur í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaflokkur ?

Hvað er um að vera, þarf verkalýðshreyfingin að fara að skilja að aldur millum félagsmanna ?

Hvað kostar þetta og hver borgar ?

Hver er tilgangurinn ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ungt fólk stofnar ASÍ-UNG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband