Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Núverandi stjórnarskrá er ekki orsakavaldur að misviturlegum ákvörðunum um eitt samfélag.

Núverandi stjórnarskrá er býsna góð og ég er sammála Ólafi Ragnari varðandi það að hún hafi staðist þá tíma sem við höfum upplifað nú í dag.

Ég var á Austurvelli til þess að mótmæla Icesave og ég gekk á Bessastaði kaldan vetrardag í janúar ásamt miklum fjölda landsmanna til þess að skora á forsetann að undirrita ekki þá hina sömu lagasetningu.

Sú hin sama ganga gleymist ekki í mínum huga því þá var mér hugsað til þess hvert þessi þjóð væri komin þ.e. að ég væri virkilega að ganga út að Bessastöðum til þess að leita til forsetans vegna misviturlegra ráðstafanna í forsjá ríkisins af hálfu sitjandi valdhafa.

Það skyldi hins vegar ekki í huga geymt að sá forseti sem þar sat og situr var á árum áður samstarfsmaður margra núverandi valdhafa sem ekki hafði áhrif á ákvarðanatöku þess hins sama, varðandi það að vísa þessu máli til þjóðarinnar.

Fyrir það eitt var sá hinn sami þá og þegar, forseti þjóðarinnar í einu og öllu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stjórnarskráin stóð af sér eldraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita menn eitthvað hvert þeir eru að fara ?

Hverra hagur er það að drepa núverandi fyrirtæki
í útgerð á Íslandi með sköttum?

Vissulega má hækka gjöld á núverandi fyrirkomulag fiskveiða en forsenda fyrir slíku hlýtur að vera sú að meðalhófsregla stjórnarskrárinnar sé virt hvað varðar skattlagningu og breytingar á því hinu sama frá einum tíma til annars, hvort sem um er að ræða þessa atvinnugrein eða aðrar hér á landi, alltaf á öllum tímum.

Algjörlega burtséð frá því hvort mönnum finnst núverandi kerfi gott eða vont.

Finnist mönnum kerfið vont þá eiga þeir að hafa dug í sér til þess að framkvæma breytingar á því hinu sama með annars konar hugmyndafræði þar að lútandi en slíkar breytingar koma ekki til með einhliða offari einhverra valdhafa með gjaldtöku sem rústar núverandi fyrirkomulagi starfsseminnar.

Þeir hinir sömu valdhafar geta ekki gumað sig af breytingum á kerfisfyrirkomulaginu sem slíku.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Öll vinna í nefndinni til einskis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Offjárfestingar í tækjum og tólum til verksmiðjuframleiðslu ?

Mín skoðun er sú að hvers konar hugmyndir um hagræðingu í íslenskum landbúnaði hafi því miður að hluta til verið ofurseldar ákveðinni verksmiðjuvæðingu í atvinnugreininni á þann veg að fjárfestingarkostnaður í ofurtólum og tækjum til framleiðslunnar, sem áttu að skila svo og svo miklum hagnaði, hafi verið verulega ofmetinn.

Hér þarf að sníða stakk eftir vexti og stuðla að því að minni einingar í landbúnaði geti þrifist samhliða þeim stærri eins og ég tel einnig eiga við í sjávarútvegi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tekur þrjú ár að selja 45 jarðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er almannavarnaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið ?

Það er gott og gilt í sjálfu sér að nota og nýta sms skilaboð en þau hafa þann annmarka að viðkomandi sé með síma, sem er ekki sjálfgefið í þessu sambandi en vissulega mjög algengt.

Ég get hins vegar ekki varist þeirri tilfinningu að menn treysti um of á tæknina
í boðskiptum en fræðsla og áætlanir varðandi náttúrvá þarf og verður að vera til staðar fyrir íbúa og ferðamenn, á hverju einasta svæði landsins þar sem möguleiki á slíku er til staðar.

Hvenær eigum við von á því að heildstæð almannavarnaáætlun sé til fyrir höfuðborgarsvæðið ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Viðvörunarkerfi almannavarna prófað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staða núverandi stjórnvalda við eldavélina.

Ekki veit ég hve mörgum sinnum hefur soðið upp úr pottunum í þessu stjórnarsamstarfi enda ákvað annar samstarfsflokkurinn að setja hluta af sinni stefnu í samsuðuna um stjórnarsamstarf, þar með talið aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar var að finna nýja skattstofna svo mjög að með ólíkindum má telja og hækka öll gjöld sem hugsanlega var hægt að hækka á landsmenn allt undir formerkjum þess að þannig myndi þjóðarskútunni verða komið á flot að nýju.

Skattahækkanir á þjóðarskútuna á strandstað, hafa gert það að verkum að um það bil helmingur hennar er enn á þurru landi, en skrúfan á skipinu er föst þar sem ekki hefur tekist að leiðrétta forsendubrestinn sem til varð með nokkru móti.

Þjóðin tók fram fyrir hendur stjórnarinnar er hún hugðist gera Íslendinga að galeiðuþrælum við Icesavesamningagjörðina, með aðstoð forseta Íslands í því hinu sama máli.

Það er af svo mörgu að taka sem gerst hefur bak við eldavélina á stjórnarheimilinu en læt þetta nægja í bili.

kv.Guðrún María.


mbl.is Eldhúsdagsumræður á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta stund ársins í sveitinni.

Ekkert af sveitaverkum hér einu sinni gat yfirtoppað það þegar kúnum var hleypt úr fjósi, bara ekki neitt.

Þvílík og önnur eins upplifun að sjá þessar annars rólyndu skepnur alla aðra daga ársins en þennan eina, sletta úr klaufunum og hamast var og er einstakt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Voru frelsinu fegnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins jafnrétti í þessu sambandi, eða hvað ?

Jafnréttisbaráttan er ekki aðeins fyrir annað kynið heldur bæði og því ber að fagna að karlmaður sé nú fulltrúi okkar til þess að kynna afstöðu Íslendinga í söngvakeppninni.

Auðvitað ættu kynin að skiptast á sitt hvert árið, hvað þetta varðar, það ætti ekki að vera afskaplega flókið að koma því við.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fyrstur karla til að lesa stigin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Svíþjóð.

Óska Svíum til hamingju með sigurinn, en ég get ekki að því gert að mér finnst, ég endurtek mér finnst þetta lag vera endurtekning á einhverju sem ég hefi áður heyrt, alveg frá fyrstu hlustun á þetta lag.

Í dag var mér svo bent á Titanic lagið og jú þar má finna samhljóm með þessu lagi að hluta til í ákveðnum stefum og kanski var það nóg til þess að sú hin sama tilfinning vaknaði á mínum bæ.

Það voru hins vegar mörg góð lög í keppninni þetta árið og Rússnesku ömmurnar fannst mér yndislegar, og framlag Breta hefði að ósekju mátt fá fleiri stig en við íslensku keppendurnir stóðu sig vel með sitt framlag, hafi þeir þakkir fyrir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Svíar unnu Evróvisjón 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarfélög á svæðinu upplýsi íbúa um viðbrögð við náttúruvá.

Mikilvægasta atriðið að ég tel, varðandi hvers konar viðbrögð við náttúrvá, er það að íbúar á hverjum skika á höfuðborgarsvæðinu viti fyrirfram hvert á að fara ef yfirgefa þarf heimili sín.

Það er óhugsandi að treysta á rafmagn inni við slíkar aðstæður og samtímis boðskipti þar að lútandi.

Ef slíkar upplýsingar eru ekki fyrir hendi fyrirfram þá eru góð ráð dýr þar sem allir í einu kynnu að æða út í sín ökutæki og allar leiðir yrðu tepptar.

Ég hef aldrei fengið eitt stykki stafkrók frá einum eða neinum hér á höfuðborgarsvæðinu um þetta mál, búandi í þremur sveitarfélögum í um það bil þrjá áratugi.

Mér hefur oft verið hugsað til þess að á sínum tíma átti ég í bréfaskriftum við Almannavarnir og ráðherra varðandi almannavarnaáætlun undir Eyjafjöllum sem mér fannst ekki nógu gott að væri ekki til staðar þegar fyrst hófst ris í Eyjafjallajökli, en sú áætlun var eigi að síður komin áður en gos þar hófst og nokkru áður höfðu íbúar fengið upplýsingar um það hvert þær ættu að fara og safnast saman við slíka náttúruvá.

Því hinu sama er hins vegar ekki að heilsa hér á þessu fjölmennasta svæði landsins, og ég hvet sveitarstjórnarmenn á svæðinu að skoða þessi mál, því það er á verksviði sveitarstjórna að upplýsa íbúa í þessu efni í samráði við almannavarnir.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Fylgjast þarf með Krýsuvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð hugmynd að skora á ríkisstjórnina að segja af sér.

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að menn setji fram áskoranir og safni undirskriftum í þeim tilgangi að knýja á um breytingar og í þessu tilviki að þing verði rofið og boðað til kosninga.

Ljóst er að núverandi ríkisstjórn hefur tæpan þingmeirihluta, og á erfitt með að koma málum í gegnum þingið þar sem ósamstaða stjórnarflokkanna um ýmis mál er fyrir hendi.

Eitt mál litar þó mál öll að mínu viti sem Evrópusambandsumsóknin og staða hennar í ljósi andstöðu þjóðarinnar við það eina mál.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tæplega þrjú þúsund vilja kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband