Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Allt of mikill lyfjaaustur.

Ég kíkti á tölulegar upplýsingar sem finna má í þessu sambandi og það er himinhrópandi hve mikið hlutfall tilheyrir elsta aldurshópnum sem og hversu há upphæð geðlyfja er í heildarútgjöldum þeim hinum sömu.

Það hefur löngum verið mín skoðun að hið mikla magn lyflækninga sem til staðar er í nútíma heilbrigðiskerfi sé um of og stór spurning um það hversu mikið það hið sama bætir lifsgæði viðkomandi.

Ég tel að við Íslendingar sem aðrar þjóðir hvoru tveggja þurfum og verðum að staldra við og skoða hvort við þykjumst vera að  " spara " með auknum lyflækningum og fækkun starfa við aðhlynningu mannsins burtséð frá aldri.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Tekist að lækka lyfjakostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert nýtt að álag sé til staðar á læknanema, heldur sama saga gegnum árin.

Kanski væri ráð að spara og leggja niður hjúkrunarráð og læknaráð og láta fjármunina renna í aukið starfshlutfall lækna, hver veit ?

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Reynsluleysi leiðir til auka álags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Það er góð tilfinning að hafa komið sér fyrir á nýjum stað og vera búin að koma öllu fyrir þar sem það á að vera. 

Mér líður vel hér á Selfossi, og nú hefi ég fengið einn nýjan sjúkraþjálfara í viðbót í mínu ferli til þess að reyna að fá ögn betri heilsu, list vel á hann og vona eins og áður að kanski geti ég orðið aðeins betri með tímanum,  ég vona það.

Skrapp í bíltúr niður á Eyrarbakka í dag og það var unun að sjá hin gömu hús sem prýða staðinn.

Sagan hvefldist gegnum huga manns þar sem frásagnir af ferðalögum forfeðranna undir Eyjafjöllum í hestaferðum til verslunar út á Eyrarbakka, að öllum líkindum á tíma sem þau hin sömu hús sem þar eru nú voru þá til staðar.

Ekki var síðra að sjá bændur í heyskap á leiðinni suður eftir í dag, þar var sumartilfinningin fullkomin fyrir gamla bóndadóttur úr sveit.

Á morgun er Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka með margvislegum uppákomum, en hátíð á þessum tíma er sannarlega gott framtak hjá þeim hinum sömu sem verið hefur við lýði um nokkur ár og það að fagna á þessum tíma miðju sumri þegar sól er í hámarki líkt og Svíar gera til dæmis með Midsommar er svo innilega eðlilegt og mætti þessi háttur festast í sessi víðar um land.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


Þessa umræðu skortir á Íslandi, en hún er þjóðhagslega þörf.

Fordómarnir gagnvart geðsjúkdómum gera það að verkum að menn veigra sér við því að gagnrýna þann hinn sama þátt hvað varðar lækningar, notkun lyfja og almennt málið í heild.

Eigi að síður er hér um að ræða kostnað samfélaga um víða veröld á heilbrigðissviðum við notkun lyfja í þessum málaflokki þar sem samkvæmt þessari frétt er það svo að greiningar á geðsjúkdómum virðast hafa verið útvíkkaðar svo mjög að um það bil 90 % allra eiga að teljast ganga með sjúkdóma sem slíka...............

Þá kemur það að þerri spurningu um tengsl lækna við lyfjafyrirtækin og hvort virkilega sé svo illa komið að við getum ekki treyst á það að vísindi og þekking á hverjum tíma sé ekki undir hagnaðarhvata eða þrýstingi þegar kemur að upplýsingum hvers konar.

Lyf eru vissulega nauðsynleg að ákveðnu marki, EN, EN, EN, það skyldi ætíð til hagsbóta en ekki að óþörfu og EKKI á kostnað þess að vinna hin mannlegu störf sem lúta að úrvinnslu sjúkdóma og meðferð hvers konar.

Geðlæknar eru ekki Guð almáttugur frekar en aðrir læknar og mega alveg þola gagnrýni og aðhald frá kollegum og öðrum við lyfjaávísanir en sannarlega væri það betur að kosta nauðsynleg meðferðarúrræði fyrir fólk í þessum vanda en að ausa lyfjum á lyfjum ofan sem kosta meira en mannleg aðkoma að málum sjúklinga, þegar upp er staðið þjóðhagslega á alla lund.

Ég skora á nýjan heilbrigðisráðherra að standa fyrir Málþingi um þessi mál, það er þarft.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


mbl.is Ákveðið hvað sé eðlilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varðstaða um frelsi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.

Ræða forsætisráðherra var góð þar sem seint verður of oft kveðið, hversu mikilvægt það er fyrir eina þjóð að hafa fullveldi og sjálfstæði til eigin athafna.

Barátta okkar Íslendinga úr torfkofum í steinsteypt hús hefur sannarlega kostað okkur atorku gegnum tíð og tíma, en það er eitt sem gildir nú sem endranær í hvers konar baráttu fyrir betri hagsmunum einnar þjóðar og það er samvinna um heildarhagsmuni, samvinna þar sem lýðræðislegar forsendur kjörinna fulltrúa á Alþingi Íslendinga hverju sinni skyldu ætíð ráða ferð.

Samvinna þar sem skynsamlegar forsendur mála allra eru meðferðis í úrlausnunum hinum mörgu hverju sinni.

Saman stöndum vér, sundraðir föllum vér, svo er og hefur verið öllum stundum.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Evrópusambandið þarf að sanna sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæ, hó, jibbí, jei ........ ?

Af hverju heyrir maður ekki neitt spilað af ættjarðarlögum á útvarpsstöðvum annað en ,,, hæ, hó , jibbý jei.... á þjóðhátíðardegi Íslendinga, sem í mínum huga muna seint teljast ættjarðarlag, en ágætur slagari ?

Hvar er " Hver á sér fegra föðurland., Öxar við ána, 'Ísland farsælda frón, Nú andar suðrið og fleira og fleira og fleira mætti nefna ?

Kemur hæ, hó jibbý jei og jibbý jei bara í staðinn, eða hvað ?

Kanski er ég bara orðin svona  gömul, skal ekki um segja en ég sakna þess að heyra eitthvað meira af sígildum perlum ættjarðarsöngva á þjóðhátíðardegi vorum nú sem nokkur árin á undan.

 

kv.Guðrún María. 


Sveitin mín.

Eins og áður kyrrðin, í öllu sínu veldi

með fuglaundirspili á fögru sumarkveldi.

Náttúrunnar samspil, nemur huga minn,

ný og fögur tilfinning, tekur völd um sinn.

 

Hve yndislegt það er

að eiga stað á landi hér,

sem töfraveröld tímans rúmi í,

og týndum perlum gefur líf á ný.

 

Grænar sléttur, gjöful jörð,

gnæfa yfir fjöll og dalir

og hvítur jökultindur.

Halda í hönd hans fjöllin blá,

sem leiðist sprund og halir.

 

Sem tákn um fegurð, traust og lífsins anda

með tign um aldur föstum fótum standa.

Sem hamraveggur, haft gegn norðanvindum

við höfum gagn af Eyjafjallatindum.

 

Ég lít mér nær og sé þar lífsins sporið,

lömbin ungu á spretti út í vorið.

Kötturinn á ferðinni með kettlingana báða,

á hundinn sigin höfug værð, svo haldinn er til náða.

 

GMÓ, fyrir síðustu aldamót.

 

kv.Guðrún María. 


Úr reynslubankanum.

Það kemur fyrir að mann setur hljóðan, þegar maður fær svo misvísandi skilabið frá tveimur stykkjum kerfum mannnsins, kerfum sem eigi að síður eiga að vera hvort um sig þau fullkomnustu og faglegustu sem lýtur að þjónustu við manninn.

Svo sem ekki alveg ný saga en.... 

Annað kerfið sagði ákveðna hluti ekki hægt, hitt kerfið sagði að fyrra kerfið myndi framkvæma þá hluti sem sagðir voru " ekki hægt " nokkrum klukkutímum síðar með öðrum orðum 100 % misvísandi skilaboð

Það reyndi þó ekki á það að fullyrðing seinna kerfisins myndi standast því viðkomandi viðfangsefni varð áframhaldandi verkefni þess hins sama eftir viðtal við mig, hlutaðeigandi aðilla í þessu tilviki.

Að öllum líkindum gæti ég ritað heila bók um misvísandi ófagleg skilaboð innan faglegra kerfa mannsins gegnum tíðina en mín aðferð er nú orðið sú að láta viðkomandi vita um hversu misvísandi viðkomandi skilaboð eru, með það að markmiði að slíkt hið sama lúti endurskoðun.

 

Samhæfing , samhæfing , samhæfing , hvar ert þú ?

 

Hef sagt það áður og segi enn.

 

kv.Guðrún María. 

 


Um daginn og veginn.

Ég hefi í nokkurn tíma eftir að ég flutti af höfuðborgarsvæðinu hlýtt nær einungis á RUV og vissulega margt ágætt þar að finna en fréttamatið  nú síðast  og endalausar frétti af því hvað forseti sagði í þingræðu við þingsetningu  og hver viðbrögð forsætisráðherra væru við þeim ummælum varðandi Evrópumál.....................

dag eftir dag er afar furðulegt og satt best að segja veit ég ekki hvernig viðhorf til stjórnmála á að geta batnað sem og málefnaleg umræða ef fréttamat er ekki um hvað gerist heldur hvað menn segja hér og þar, öllum stundum.

Endalaust er eðli máls samkvæmt hægt að búa til fréttir um ummæli manna út og suður, en varla skyldi það vera fyrsta frétt sama daginn tvo fréttatíma í röð sama daginn.

Að kalla menn í viðtöl til þess að túlka ummæli manna í þessu sambandi, hvort sem eru prófessorar eða aðrir er eitthvað sem RUV þarf nú aðeins að endurskoða hvað varðar ofnotkun á slíku sem efnivið í fréttir.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


Nokkur orð um umhverfismál.

Getur það verið að við sjáum ekki skóginn fyrir trjánum að hluta til varðandi umhverfismálin ?

Þá á ég við það atriði að horfa á notkun einkabílsins annars vegar sem mengandi skaðvalds í umhverfi voru og hins vegar baráttu gegn vatnafslvirkjun rafmagns.

Í mínum huga er það stórt mál hvernig við getum mögulega komið því inn í vort skipulag, hvernig má með öllu móti minnka notkun einkabila milli staða og þar með eyðslu á olíu sem umhverfisskaðvaldi.

Auðvitað getum við minnkað bílana og vort skipulag er nú þegar með hvata að slíku hvað gjöld varðar en er nóg að gert í því efni ?

Ég efa það, ég held við getum gert mun meira en við gerum nú þegar í þvi efni, m.a. varðandi það atriði að niðurgreiða almenningssamgöngur enn frekar og auka enn hvata að því að nota og nýta minni ökutæki, sem og að skoða rafmagnsbíla sem framtíðarfarkosti Íslendinga.

Ekkert væri eðlilegra en það að Íslendingar gætu verið fremstir þjóða heims varðandi það að afleggja ökutæki sem eyða olíu á vegum landsins.

Vonandi verður það raunin er fram líða stundir, en menn þurfa að halda vöku sinni í þessu efni og stuðla að því að minnka eldsneytiseyðslu hvarvetna í ferli mannsins í einu þjóðfélagi, í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði og öllu því er heitir notkun afls í tækjum.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband