Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015

Hver hefur umsjá með dýrakirkjugarðinum í Alviðru í Ölfusi ?

Orð eru til alls fyrst.

Fyrir stuttu síðan fór ég með vinkonu minni að jarðsetja hund , mikinn vin minn í grafreit í dýrakirkjugarðinum í Alviðru, þar sem önnur dýr fjölskyldunnar hafa áður verið jarðsett. 

Þarna er fjöldinn allur af fallegri umgjörð við leiði gæludýra í þessum garði en garðurinn sjálfur hefur ekki notið nokkurrar umhirðu hvað varðar garðslátt að sjá má sem er afar sorglegt.

Þrátt fyrir mikla leit á netinu að umsjónarmönnum með garðinum gat ég ekki fundið neitt, annað en að Landvernd hafi með Umhverfisfræðisetur að gera sem staðsett er á jörðinni Alviðru en eignarhald á Alviðru sýndist mér einnig vera á hendi Héraðsnefndar Árnesinga.

 

Veit einhver hver hefur umsjá með þessum gæludýrakirkjugarði í Alviðru í Ölfusi ?

 

 

kv.Guðrún María.


Um daginn og veginn.

Mér hefur oft verið hugsað til þess undanfarið, hve löt ég er að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni hér á mínu bloggi nú orðið, miðað við hér áður og fundist ég óttalega léleg að blogga ekki neitt.

Það er samt einu sinni svo að þegar heilsutetrið gefur sig eftir slysfarir eins og gerðist hjá mér, þá skiptir maður um gír og hugsar um það eitt að byggja sig upp svo mest sem verða má og gerir ekki annað á meðan.

 Það er fullt af góðu fólki í pólítikinni nú um stundir og þjóðfélagsumræðan þrífst og dafnar eins og ætíð.

Ég er ánægð með sumarið hér sunnanlands, sem hefur verið þurrt og sólríkt eftir að loks tók að vora sem var með seinna móti en venjulega. 

Gott útiveruveður dag eftir dag hér á Selfossi er eitthvað sem ég er þakklát fyrir.

kv.Guðrún María.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband