Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Von um hið góða er veganesti til framtíðar.

Við áramót lítum við yfir gengin veg, liðins árs í samfélaginu og hvað varðar eigin göngu á lífsbrautinni.

Mikilvægi þess að geta eignast von um hið góða hvern einn einasta dag ársins, þrátt fyrir hindranir og svartnætti alls konar, hef ég fundið í bænum mínum til Guðs almáttugs að kveldi hvers dags.

Ég byrja á því að þakka fyrir það góða, hversu smátt svo sem það kann að vera í daglegum athöfnum, og bið um það að mér veitist styrkur af ráði og dáð til þess að takast á við næsta dag.

" Ég trúi þótt mig nísti tár og tregi og tárin blindi augna minna ljós ... " segir í kvæði Matthíasar Jochumssonar,
og fyrir mig er það sannleikur á þann veg að trúin flytur fjöll vandræða yfir í vonir sem aftur gera það að verkum að bjartsýni og vilji til verka, verður til, sem er svo nauðsynlegt afl er í mannlegu lífi, til þess að ganga áfram veginn.

Án trúarinnar væri ég afskaplega fátæk andlega nú í dag en aldrei mun þess kostur að verðmeta það hið sama á veraldlegan máta.

Óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar um áramót og vona að menn gangi hægt um gleðinnar dyr, eins og vera ber hverju sinni við hátíðahöld hvers konar.

kv.Guðrún María.


Höndla ráðamenn ekki lengur upplýsingasamfélagið ?

Samskiptatæknin er orðin út um víðan völl og hafi flokkar ekki sett sér sérstakar reglur varðandi meintar " óformlegar þreifingar " þá fer sem fer og ekkert annað að gera en blása bara eins og ráðherra gerir hér.

Ég man ekki betur en sms skilaboð hafi verið send um miðja nótt eftir kosningar frá einum núverandi ráðherra í ríkisstjórn landsins sem " óformlegar þreifingar " einhverju sinni.

Hamagangurinn til þess að halda völdum, hefur án efa orðið til þess að einhver stjórnarsinni hefur notað og nýtt sér samskiptatæknina hina óendanlegu til " óformlegra þreifinga " sem aftur hefur orðið til þess að málpípur ríkisstjórnarflokkanna hafa talið sér skylt að leggja orð í belg um málið og þar með doblað umræðuna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jóhanna blæs á framsóknarsögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar væru vinstri flokkarnir án Davíðs ?

Hinn langi tími stjórnar Davíðs Oddssonar við valdatauma, gerði að að verkum að virtist að vinstri menn sameinuðust um að vera á móti Davíð, sem birtist vel í því að með öllum ráðum þurfti að koma honum úr Seðlabankanum.

Þegar svo er komið að stjórnmál heilu flokkana eru farin að snúast ímyndarbaráttu þess að einhver einn maður sé vandamál stjórnmála, þá hafa stjórnmál fjarlægst tilgang sinn sem eru málefni ofar mönnum.

Það skyldi þó aldrei vera að uppskriftina að formúlu þessari hafi einmitt mátt finna þegar fyrsta fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnar Davíðs kom fram, þar sem hin annars stórkostlegu markaðsöfl hins íslenska markaðar, brugðust illa við fyrirhuguðum höftum sem þó voru bráðnauðsynleg á þeim tíma.

Viðkomandi aðilar báru ekki aðeins banana á Austurvöll, heldur náðu að persónugera stjórnmál hér á landi til handa einum manni.
Þessu er hollt að halda til haga nú.

kv.Guðrún María.


mbl.is Davíð: Ekki starfhæf ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðla málum ???

Það er nú nokkuð erfitt að miðla málum eftir að menn hafa ákveðið að sitja hjá varðandi fjárlög ríkisstjórnar og þar með tekið afstöðu.

Það er nú nokkuð skýrt að þrír þingmenn VG, styðja ekki stjórnina og hún þar með hálf á kafi í ólgusjó efnahagsmálanna hér á landi.

Það er óviðunandi ástand, en það að forystumenn flokkanna í ráðherraembættum eygi þá staðreynd að best væri að skila inn umboðinu og slíta þessari stjórn, er eitthvað sem ég dreg mjög i efa að muni eiga sér stað.

Kjósendur í landinu hljóta hins vegar að gera þá kröfu til kjörinna fulltrúa að mynduð verði starfhæf ríkisstjórn, fram að næstu þingkosningum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hefur verið rætt við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Nú er glatt í hverjum hól.... "

Sem betur fer hefst hamagangurinn ekki á þriðja dag jóla eins og var hér áður.

Ég sakna þess hins vegar nú sem undanfarin ár að heyra varla hin gömlu áramótakvæði nokkurs staðar líkt og þau hafi bara horfið sjónum.

Reyndar virðist ótrúlega lítið hafa verið gefið út af þessum sönglögum, s.s.

" Nú er glatt í hverjum hól... og Máninn hátt á himni skín.. "

Trúi ekki að ég sé ein um það að sakna þessa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sprengingar heyrast víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið 2010.

Árið 2010 hefur verið strembið ár fyrir mig persónulega svo ekki sé minnst á það að helstu atburðir ársins, svo sem gosið í Eyjafjallajökli, tengist manni nokkuð nálægt þar sem æskuslóðirnar eru og ættingjar manns.

Fyrir mig sem hafði allan minn uppvöxt og fram eftir öllum aldri dreymt gos í Jöklinum aftur og aftur, var það afskaplega skrítin tilfinning að upplifa það gerast þótt úr fjarlægð væri.

Eftir að hafa fylgst með landrisi og skjálftum og öllu dreymdi mig það að ég var stödd heima og sá svart þegar ég leit til Jökulsins, en það var rétt fyrir jólin síðustu, og það fannst mér vera fyrir því að eitthvað myndi gerast þarna.

Árið hefur annars verið barátta til þess að ná heilsu til handa sínu barni, sem hefur tekið mikla orku og erfiðar ákvarðanir þurft að taka sem þar sem vonin ein um að gera rétt á hverjum tíma stað og stund hefur verið mér leiðarljós.

Tekjusamdráttur þ.e engin aukavinna, litaði árið þar sem maður varð að gjöra svo vel að taka því hinu sama og vinna úr því svo best sem verða mátti.

Siðasti hluti ársins var síðan þannig, að ég slasaðist í vinnu minni í byrjun nóvember og fékk samfallsbrot í hrygg og handleggsbrotnaði, og er enn í sjúkraþjálfun við að ná heilsu að nýju upp úr því.

Það var skrítið að verða allt í einu ósjálfbjarga heima hjá sér um tíma eftir slys, en þrjóskan og sjálfsbjargarviðleitnin fleytir yfir ófærur og samstarfsfólk og ættingjar komu til bjargar um tíma sem ber að þakka.

Hver reynsla eykur víðsýni, hvers eðlis sem er, svo fremi viðhorf manns til þess hins sama sé fyrir hendi og það hefi ég reynt að temja mér að líta á reynslubrunninn sem lærdóm í lífsins skóla.

Það að nota gefna reynslu til þess að greina á milli þess sem maður getur breytt og þess sem er ómögulegt að breyta, eins og bænin um æðruleysi inniheldur, er gott veganesti.

Beinið í nefinu þarf því að nota þegar svo ber undir.

kv.Guðrún María.


Evrópusinnar allra handa í einn flokk ?

Það er meira en að segja það að koma nýjum flokkum í stjórnmál hér á landi en hugmyndir manna þess efnis að rjúka af stað í slíka vegferð kring um eitt mál í þessu tilviki Evrópusambandsaðildina, er eitthvað sem ég segi, verði mönnum að góðu með.

Vandamálin byrja ekki fyrr en menn fara að rífast um stjórn flokksins ráð og nefndir en ekki þarf langt að líta í því efni hér á landi, þar sem flokkar hafa eytt sjálfum sér með slíku móti og gufað upp, ellegar klofnað í einingar.

Við eigum nefnilega svo gífurlega marga sérfræðinga Íslendingar sem hver hafa sína skoðun á málunum og það sem sameinar oft í því efni er sundrungin.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir viðbrögð góð við nýjum flokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma af fjöllum um fátækt en skattur skal á 124,þúsund krónur. á mánuði.

Mér hefur löngum verið það óskiljanlegt hvernig menn finna út hagkvæmni þess að skattleggja tekjur sem eru undir fátæktarmörkum per mánuð.

Ef það væri svo að slíkt væri nær eina gjaldtaka hins opinbera í sameiginlega sjóði þá mætti hugsanlega íhuga hvort þetta væri réttmætt.

Svo er hins vegar ekki því alls konar gjaldtaka af ýmsum toga kemur til viðbótar tekjuskattsálagningunni sem einstaklingur þarf að gjöra svo vel að inna af hendi ef hann ætlar að taka þátt í samfélaginu.

Gjöld á eldsneyti,og bifreiðagjöld, og útvarpsgjald, og orkugjald, virðisaukaskattur á vöru óg þjónustu, og áfram mætti lengi telja...

Einhvern tímann lagði ég á mig að reikna út prósentu gjaldtöku hins opinbera í heild, sem einstæð móðir á lágum launum á vinnumarkaði og fann út að gjaldtakan næmi 70 prósent af þeim hinum sömu tekjum þess tíma, sem mér fannst óréttlátt vægast sagt.

kv.Guðrún María.


Til hvers í ósköpunum er verið að eyða fjármunum í Esb, aðildarviðræður ?

Hvað ætla núverandi stjórnarflokkar að segja við almenning í landinu þegar aðildarumsókn að Evrópusambandinu hefur verið felld ?

Við urðum að kosta til fjármunum til þess að sjá hvað væri í boði.....

Það voru mistök að kanna ekki fyrirfram vilja þjóðarinnar til þess að sækja um....

Utanaðkomandi aðstæður hafa verið óhagstæðar á þessum tímapunkti......

osfrv......

Það verður mjög fróðlegt að sjá.

kv.Guðrún María.


Framsókn er það sem þarf þegar illa árar.

Við þurfum að sækja fram á veg og finna ráð, af dáð og auka bjartsýni til betri vegar fyrir land og þjóð.

Hverju gengnu skrefi til umbóta skyldi fagna og samvinna um mál sem hafa skýran tilgang og markmið að leiðarljósi verður til þess að leiða okkur út úr ógöngum efnahagshrunsins.

Við getum afar margt ef við leggjum saman hönd á plóginn, og hættum að rífast yfir aukaatriðum sem engu máli skipta.

Stjórnmál eiga að snúast um það að greina þar á milli.

kv.Guðrún María.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband