Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Að skynja samtímann, er verkefni stjórnmála á Íslandi.

Skilaboð kjósenda í nýafstöðnum kosningum eru margvísleg eftir efnum og ástæðum á landinu öllu.

Reykvíkingar höfnuðu þvi að fá yfir sig fjóra borgarstjóra sama kjörtímabilið, meðan landsbyggðin annað hvort styrkti stöðu flokka sem fyrir voru ellegar skiptu þeim út fyrir ný öfl að störfum.

Verkefni stjórnmálamanna er að skynja betur samtímann og auka tengsl við fólkið í landinu, í stað þess að tala bara gegnum fjölmiðla með yfirlýsingum, allra handa.

Kynslóðaskipti í íslenskum stjórnmálum munu eiga sér stað þar sem reynsla fortíðar mun nýtast til framtíðar, en að hluta til er sú þróun í gangi en þar skyldu menn þora að afhenda yngri kynslóð valdataumana.

kv.Guðrún María.


Rigning annan hvern dag, myndi bæta ástandið.

Það er í raun lítið annað en rigning og aftur rigning sem getur forðað því að aska fjúki sitt á hvað um svæðið næst Eyjafjallajökli.

Sannarlega vildi maður að einhver mannanna ráð væru til varðandi það atriði að hefta öskufjúk, en hins vegar má segja að gróðurtíminn nú, kunni að gera það að verkum að þar sem gróður nær sér upp úr ösku verður það til þess að minnka umfangið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mistur vegna öskufoks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Framsóknarmenn.

Ég óska Framsóknarmönnum í Rangárþingi eystra til hamingju með daginn, en þar fer fyrir heimavanur maður Ísólfur Gylfi, sem þekkir vel þau mál sem við er fást í sveitum lands.

kv.Guðrún María.


mbl.is Framsóknarmenn með meirihluta í Rangárþingi eystra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og Samfylkingin telur sjálfgefið að halda völdum í Hafnarfirði....

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með framhaldi hér í Hafnarfirði varðandi það atriði hvort sami flokkur verður aftur við stjórnvölinn fyrir tilvist eins fulltrúa annars flokks, þar sem sömu flokkar koma að ríkisstjórnarsamstarfi einnig.

Það virtist muna litlu að Framsóknarflokkur fengi mann inn sem eðli máls samkvæmt kann að hafa breytt nokkru um þá oddaaðstöðu sem einn maður Vg, hefur hér í bæ.

Guðrún Ágústa hefur verið fulltrúi minnihluta ásamt Sjálfstæðisflokki og minnihlutinn er með meirihluta nú, ég endurtek fróðlegt verður að fyljast með framhaldinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vonbrigði í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er VG að útiloka sig frá samvinnu við aðra flokka ?

Það atriði að útiloka ákveðna einstakinga frá samvinnu um sveitarstjórnarmál fyrirfram er í mínum huga frekar furðulegt viðhorf.

Jafnframt jaðrar slíkt við það að viðkomandi telji sinn eigin flokk allt að því trúarbrögð, þar sem aldrei þurfi að endurskoða nokkurn skapaðan hlut, varðandi samvinnu í þessu tilviki um sveitarstjórnarmál.

kv.Guðrún María.


mbl.is VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Hagsmunir Samfylkingarinnar........ ? "

Þá vitum við það að Steinunn Valdís er að víkja til þess að bjarga flokkshagsmunum,Sf, að virðist samkvæmt þessu viðtali við þingflokksformanninn, sem einnig telur slíkt auka þrýsting á aðra.

Hvað með sannfæringuna sem þingmenn sverja eið að ... ?

Lýtur sú hin sama sannfæring lægra haldi fyrir flokkshagsmununum, eða hvað ?

Standa menn ekki og falla með eigin ákvarðanatöku ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Setur þrýsting á aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við getum gert enn betur í Hafnarfirði.

Ég hef búið í Hafnarfirði síðan 1998, og starfað í einum af grunnskólum bæjarins síðan þá með yndislegu fólki og góðum starfsanda.

Á stundum finnst mér hinn sanni íþróttaandi einkenna bæjarbraginn, sem ef til vill er ekki skrítið því sannarlega hefur Hafnarfjörður átt afburða íþróttmenn til langs tíma að öðrum sveitarfélögum ólöstuðum.

Þessi sami íþróttaandi ríkir einnig oft og iðulega þegar takast þarf á við hvers konar verkefni við að fást hér innanbæjar, nema í pólítikinni þar sem skortir enn frekari samvinnu að mínu viti.

Hér hefur einn flokkur fyrrum Alþýðuflokkur nú Samfylking verið með mikið fylgi í bæjarmálum, og síðasta kjörtímabil einráður við stjórnvölinn.

Einræði til langtíma þróar spillingu einhvers konar, alveg sama hver á í hlut og því hollt að skipta um flokka millum kjörtímabila við stjórnvölinn.

Ég gekk í Framsóknarflokkinn síðasta sumar og tek nú í fyrsta skipti þátt í sveitarstjórnarkosningum í mínum heimabæ, þar sem ég styð öflugt fólk til starfa fyrir flokkinn í sveitarstjórnarmálum.

Fólk með hugsjónir að leiðarljósi um betra mannlíf í Hafnarfirði þar sem varðstaða um velferð bæjarbúa og ábyrga faglega stjórnsýslu, er meginmarkmið.

Við getum nefnilega gert enn betur með því að leita leiða sem eru til varðandi atvinnusköpun, skipulag og almenn tækifæri til framtíðar, með því að fá nýtt fólk með nýja sýn á mál öll.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hafnfirðingar vilja breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu ís Björn ?

Hafi hringleikahús stjórnamála einhvers staðar verið á ferð undanfarin fjögur ár þá er það í höfuðborg landsins Reykjavík, þar sem Ráðhústjarnarkvartett Reykjavíkur hefur átt sínar uppákomur, þar sem allir kjörnir fulltrúar hafa spilað sína rullu allra handa, fram og til baka heilan hring.

Þvílíkt sjónarspil kjörinna fulltrúa er vandfundið í sögunni, og Reykvíkingum þvi vorkunn sem leggja traust sitt mest á grínframboð hins vinsæla Jóns Gnarr, og félaga.

Öllu gríni fylgir alvara og á laugardaginn kemur það í ljós hvort framboð Jóns fær meirihlutafylgi eins og skðanakannanir benda til.

Fái hann meirihlutafylgi verður grínið að alvöru og
borgarbúar fá ísbjörn í Húsdýragarðinn, sem er án efa ágætt, en ísbjörninn hlýtur að kosta eitthvað og kanski væri betra að lækka gjaldtöku í garðinn í staðinn.

Kemur allt í ljós á laugardag, hve mikið grín verður í höfuðborg landsins, næstu fjögur ár.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jón Gnarr vill stólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað eru það viðbrigði fyrir stjórnvöld ef ASÍ , fer að virka fyrir launamenn.

Stjórnvöld hafa vanist því að nægilegt sé að funda með aðilum vinnumarkaðar og taka í hendina á þeim á fundum, hvort sem áform ganga eftir eða ekki og þannig hefur verið hægt að þæfa málin.

Það eru því viðbrigði fyrir sitjandi ráðamenn að fá kröfu um efndir frá þeim fyrrnefndu, en sannarlega ánægjuleg umbreyting, annað verður ekki sagt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gefa veiðileyfi á stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núllþráhyggjan um ríkiskassann.

Dettur einhverjum lifandi manni það í hug að ríkið þurfi ekki að taka á sig skuldabyrðar fram í timann, rétt eins og heimilin ?

Hvar er félagshyggjan hjá Vinstri Grænum í þessu efni varðandi það að leita annarra lausna til þess að minnka álögur á almenning með einhverju móti, ekki taka alþingismenn sjálfir á sig verulegar skerðingar eða hvað ?

Björn Valur ræðir um " kjark " sem engan veginn á heima við stöðu hans sem formanns fjárlaganefndar í þessu sambandi.

Nær væri fyrir formanninn að viðurkenna að hann dansi eftir flokkslínunni til þess að viðhalda ríkisstjórnarsamstarfi sem gengur út á sömu núllþráhyggju í rikisfjármálum og verið hefur, nú á tímum kreppu, þar sem flest annað en það að loka alfarið fjárlagagötum með álögum á almenning i atvinnuleysi væri til viðfangs.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þarf kjark til að stoppa í gatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband