Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Burt með illsku og hatur.

Það er rétt hjá biskupi að reiðin ber okkur ekki langt, né heldur fordæmingarárátta allra handa þar sem leitast er við að finna sökudólga í hverju horni, til þess að skella skuldinni á.

Það heyrist til dæmis oftar en ekki að " allir stjórnmálamenn séu ónýtir og óhæfir " sem er alhæfing sem á sér illa stað, raunin er sú að þeir eru misjafnlega duglegir í sínu starfi, eins og við hin sem ekki sitjum á Alþingi, við höfum hins vegar möguleika á því að velja fólk til starfa í kosningum.

Hrun eins samfélags af efnahagslegum toga, gaf okkur ekki leyfi til þess að henda á brott mannasiðum í voru samfélagi, allsendis ekki og hvarvetna ættu menn að geta gætt orða sinna í garð náungans eins nú og fyrir hrun.

Sannleikurinn mun sigra lygina og kærleikurinn víkja á brott hatri og heift.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mannorðsmorð daglegt brauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum sameinað afl til umbreytinga en ekki sundraðar einingar hér á landi.

Veit ekki hvort menn eru búnir að gleyma umræðu um tveggja flokka kerfi hér á landi hér um tíma, en sú umræða var nokkur þegar vinstri menn reyndu að sameina sína menn undir formerkjum Samfylkingar sem ekki tókst.

Raunin er sú að hluti frjálshyggjumanna í Samfylkingunni eru hægra megin við frjálshyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum einkum og sér í lagi varðandi alþjóðahyggju og óheftan markað sem forsendu allra hluta.

Ríkisforsjárhyggjan ásamt meintri varðstöðu um sjálfstæði hefur hins vegar skilið VG frá Samfylkingunni að mestum hluta til.

Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar nær VG að hluta til hvað varðar ríkisforsjárhyggju þar sem frelsi einstaklingsins er afstætt einkum hvað varðar stefnu i sjávarútvegsmálum.

Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur sem hefur stutt við stjórn vinstri manna og setið í stjórn með hægri mönnum, og gengið bil beggja sjónarmiða hverju sinni.

Evrópusambandsaðildarmálið og afsal Vg af sinni stefnu í því máli við stjórnarmyndun er flokknum dýrkeypt ásamt óvinsældum þess að taka við stjórn landsins á erfiðum tímum og hefur nú kostað flokkinn þrjá þingmenn á brott.

Mér er ekki mögulegt að sjá að afl til umbreytinga í formi þingmanna á þingi úr nýjum framboðum utan fjórflokkakerfisins skili nokkrum sköpuðum hlut til umbreytinga í okkar samfélagi, þvi afl fárra þingmanna á þngi er ekkert til þess að koma málum fram með tvo, þrjá eða fjóra þingmenn til þess arna.

Við þurfum sameinaða krafta en ekki sundraða í einingar til þess að þoka málum áfram hér á landi.

Ég óska Lilju hins vegar alls hins besta.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Vill lýðræði í atvinnulífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að skapa atvinnu í stað þess að framlengja bótarétt.

Margra ára atvinnuleysi er hættuleg þróun einkum og sér í lagi varðandi ungt fólk og hver og ein einasta aðferð sem finna má til þess að skapa atvinnu í stað þess að framlengja bótarétt er eitthvað sem ég álít þess virði til langtíma.

Mun nær væri fyrir ríkið að verja fjármunum til sveitarfélaga, þar sem atvinnuleyistölur eru háar til þess eins að efla lögboðna þjónustu við íbúa á öllum sviðum, í stað þess að verja fjármunum til þess að framlengja bótarétt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Margar ungar konur missa bótarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matvælaframleiðsla Íslendinga til lands og sjávar.

Því miður eru bæði kerfi landbúnaðar og sjávarútvegs hér á landi, enn niðurnjörvuð í stóriðjuframleiðslu að mestum hluta til, en því hinu sama þarf að breyta því nú þegar er olíukostnaður orðinn of mikill hluti af slíkri stóriðjuframleiðslu og löngu kominn tími til að endurskoða aðferðafræðina.

Við getum stórelft lífrænan landbúnað hér á landi og nýtt gróið land sem sjálfkrafa hefur verið friðað frá áburðarnotkun í áraraðir með fækkun og stækkun búa, en til þess þarf stefnu og ákvarðanir um þennan málaflokk af hálfu þeirra er sitja við stjórnvöl hverju sinni.

Sama er að segja um sjávarútveginn, auka þarf hlut náttúruvænna veiða við strendur landsins og efla fiskmarkaði, þar sem taka þarf tillit til þess m.a hver mikilli olíu er eytt í hverja veiðiferð.

Jafnframt þarf eðli máls samkvæmt að vera til staðar frelsi einstaklinga til aðkomu og nýliðunnar í atvinnugreinarnar.

Við Íslendingar eigum möguleika til þess að hasla okkur völl sem þjóð með hágæðamatvælaframleiðslu sem ekki aðeins sinnir innanlandsþörfum heldur getur einnig skapað þjóðinni verulegar tekjur með því að fullvinna sem mest í okkar landi.

kv.Guðrún María.


" Nýtt stjórnmálaafl " hef heyrt þennan áður ..............

Vissulega vija "allir Lilju kveðið hafa " varðandi það atriði að leiða stjórnmálaafl sem berst fyrir réttlæti og sú er þetta ritar er þar ekki undanskilin í því efni, hafandi tekið þátt í stjórnmálum, en hjálpi mér allir heilagir ef tuttugu ný stjórnmálaframboð lita dagsins ljós í næstu kosningum, þar sem hver keisarinn á fætur öðrum ætlar að leiða nýtt framboð.

Smákóngaillindi og erjur í íslenskum smáflokkum eru gömul og ný saga samanber Borgarahreyfinguna og Frjálslynda flokkinn, þar sem göfugum markmiðum var hent á haugana í illindum og erjum.

Hver veit, hvað verður ?

Kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lilja og Atli segja sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talsmenn sjúklinga á Íslandi og heilbrigðiskerfið.

Fyrrverandi Landlæknir Ólafur Ólafsson getur nú í dag sagt sína skoðun á því sem þarna gerðist hvað varðar brot á læknaeiðnum, varðandi það að neita að vista sjúklinga, hafi hann þökk fyrir það, en án ef hefði honum verið erfiðara um vik að láta þessi ummæli frá sér fara sem sitjandi Landlæknir, því embættið er í því erfiða hlutverki að standa skil á kerfinu og eiga einnig að gæta hagsmuna sjúklinga.

Ólafur reyndi hins vegar sitt besta, sem embættismaður, það má hann eiga í því erfiða hlutverki, á ýmsum sviðum heilbrigðismálanna.

Það er hins vegar gott hjá Kastljósi að draga þetta mál fram sem Sighvatur Björgvinsson upplýsti um fyrir skömmu, einkum og sér í lagi til þess að reyna að draga lærdóm af fortíðinni og móta aðferðir til framtíðar um skipulag mála, þar sem aðferðir sem slíkar geta ekki flokkast undir nokkuð annað en mannréttindabrot gagnvart veikum einstaklingi.

Talsmenn sjúklinga hér á landi, hvað varðar að standa vörð um mannréttindi eru ekki of margir og Ísland á ekki enn Umboðsmann sjúklinga sem þó væri fyrir löngu nauðsynlegt, í hinum flókna frumskógi nútíma aðferða.

kv.Guðrún María.


mbl.is Svartur blettur í sögu heilbrigðismála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna þarf tvær fyrirvinnur á heimili ?

Mitt svar er það að umsamin laun, þ.e, verkamannalaun á vinnumarkaði nægja ekki og hafa ekki nægt til framfærslu einstaklinga nokkuð lengi hér á landi, því miður.

Þetta ástand hefur verið fyrir hendi frá því að skattleysismörk voru fryst við 70.000.- króna markið, að mig minnir 1995, og frá þeim tíma hefur þróunin verið sú að umsamin laun hverju sinni hafa aldrei falið í sér raunverulegar kjarabætur þar sem oftaka skatta af svo lágum tekjum fjötraði fólk í fátæktarmörkum ár eftir ár.

Það væri því allt í lagi að leita skýringa hjá verkalýðsforkólfum hvers vegna í ósköpunum lægstu taxtalaun á vinnumarkaði nægi ekki til framfærslu einstaklinga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þarf tvær fyrirvinnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Það er ósköp nöturleg staðreynd að standa uppi með heilsutap og vinnugetu eftir vinnuslys í fyrra, en að öllum líkindum er það sú staða sem ég verð að gjöra svo vel að sætta mig við, hvort sem mér líkar betur eða ver.

Bæklunarsérfræðingur sem ég hitti fyrir skömmu segir mig ekki vera á leið á vinnumarkað að nýju.

Er búin að vera í sjúkraþjálfun nú í næstum heilt ár til þess að reyna að ná vinnugetu á ný, en því miður hefur það verið upp og niður dans þar sem sama verkjatilstand er ætíð til staðar.

Að vera hlutaatvinnulaus við það að slasa sig í 75% vinnunni hefur þýtt það fyrir mig að ENGINN finnur 25 % almannatryggingar mínar sem iðgjöld af atvinnuleysibótum ættu að innihalda, eins furðulegt og það nú er, en við slysið varð ég að hætta að stimpla mig atvinnulausa, annars var ég lögbrjótur.

Enn er þó verið að leita.... en Tryggingastofnun getur ekki skipt sundur slysadagpeningum í hlutföll...

Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi, eins og ég hef oft áður sagt.

Mér er hins vegar uppálagt að reyna að hreyfa mig og ganga eins mikið og ég get til að halda því heilsutetri sem ég hef, og það geri ég, ásamt sjúkraþjálfuninni.

kv.Guðrún Maria.


Öfgaskattlagning, samtímis niðurskurði í litlu hagkerfi er ávísun á stöðnun.

Ekki veit ég hvað er ekki búið að skattleggja í voru þjóðfélagi, síðast í gær var frétt um það að hækka gjöld á skipaferðir kring um landið til þess að kosta starfssemi við vitavörslu.

Með öðrum orðum seilst hefur verið inn á öll svið samfélagsins í skatta og gjaldaálögum samtímis niðurskurði á þjónustu hins opinbera sem aftur hækkar atvinnuleysistölur.

Í mínum huga var kolröng aðferð valin þar sem létta átti skattaálögum af almenningi og fyrirtækjum í niðursveiflu , til þess að auka peningamagn í umferð og örva eitt stykki hagkerfi í smækkaðri mynd.

Jafnframt þurfti að koma til sögu almenn niðurfærsla skulda í landinu sem ekki komst á koppinn.

Núverandi ríkisstjórn í landinu getur talið sér sjálfri trú um að sú hin sama hafi náð góðum árangri í skattahækkunum og niðurskurði en reikningurinn er enn ekki kominn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Niðurskurðurinn of mikill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun til Alþingis, komið í veg fyrir lokun líknardeilda, strax.

Ég fagna því að Hollvinasamtök séu komin til sögu, til varnar líknardeildum Landspítala og óska þeim allra heilla í sinni baráttu.

Oft var þörf en nú er nauðsyn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hollvinasamtök líknardeilda stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband