Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Aðeins úrræði fyrir þá sem eiga íbúðir og bíla, eða hvað ?

Rétt eins og fyrri daginn virðast úrræði á greiðsluvandamálum miðast við þá sem eiga/ hafa fest kaup á eignum, aðra ekki, þ.e sem tekið hafa bílalán og lán til kaupa á húsnæði.

Ekki er reiknað með þvi að þeir aðilar sem eru á leigumarkaði hafi einnig tekið lán sem hækkað hafa upp úr öllu valdi í verðbólgusprengingunni.

Mér sýnist sá hópur falla utan garðs sem ekki hefur getað eignast húsnæði, sökum þess að tekjur nægja ekki til þess að festa kaup á eignarhúsnæði, og heyrði til gamla verkamannaíbúðakerfisins sem eitt sinn var við lýði.

Hvað veldur því að allir skuldarar eru ekki í jafnstöðu hvað greiðslujöfnun varðar ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Samningar um úrræði vegna skulda einstaklinga undirritaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fé án hirðis á Vestfjörðum !

Það hefur verið nokkuð forvitnilegt að fylgjast með fréttum af meintum villistofni sauðkinda á Vestfjörðum undanfarið, en þar virðist hafa verið á ferð , fé án hirðis, þ.e. ekki hefur tekist að smala saman sauðunum ár hvert í samræmi við fjölgun.

Fyrstu fréttir gáfu til kynna allt að því stríðsástand við " hin villta stofn " sem samkvæmt minni reynslu af sauðkindinni á láglendi getur nú verið nokkuð útsjónarsamur að fara sínu fram yfir girðingar og skurði´að hentugleikum og manni fannst nú einkennast af frekju einstaklinganna fyrst og fremst.

Mörgum sinnum hefur þurft að ná rollum niður úr klettum hér á landi með öðru en því að hlaupa eftir þeim, það er ekki nýtt og halelújakór varðandi verndun hins meinta villta stofns, hefur nú hafið upp söng þar sem einn þingmaður kjördæmisins kom fram í kvöldfréttum ruv til þess að tala slíku máli, sennilega án vitnesku að búið væri að slakta hluta fjársins.

Auðvitað er aldrei of seint að reyna að slá sig til riddara og sjálfsagt að reyna ......

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Villifénu slátrað á Sauðárkróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAR eru tillögur Landssambands Íslenzkra Útgerðarmanna um framþróun í sjávarútvegi ?

Í fyrsta lagi eru strandveiðar fyrsta skrefið að breytingum í sjávarútvegi varðandi veiðar við strendur lands með notkun og nýtingu mannafla í formi þekkingar ásamt tólum og tækjum, allt frá bátum til hafnarmannvirkja, sem nota ber og nýta.

Í öðru lagi er þar stigið ófullkomið skref í átt til umhverfisvænni aðferða sem útfæra má betur en gert var í þessu sambandi.

Í þríðja lagi eru umhverfisvænar veiðar það sem gilda mun á mörkuðum framtíðar hvarvetna í veröldinni þar sem hvoru tveggja er að finna sparsemi í olíukostnaði, nýtingu landgæða fjarða og flóa við legu að fiskmiðum og mannafla að störfum sem aftur áskapar þjóðhagslega hagkvæma nýtingu fiskimiðanna.

Mér leikur forvitni á því hvað Landssamband Íslenzkra Útvegsmanna vill gera varðandi breytingar á fiskveiðistjórn þar sem fiskistofnar hafa sannarlega ekki verið byggðir upp hér á landi heldur þvert á móti hefur þeim hinum sömu hnignað alltént verðmesta fiskinum þorski ?

Það er ekki nóg að hrópa nei nei nei, sí og æ heldur endilega að heyra hvað vilja þessi samtök gera.

kv.Guðrún Maria.

 


mbl.is Misheppnaðar strandveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Öfugmæla saltan sjá, sigla menn á röftum.....

ekki nokkurn fiskinn fá, með öngulinn í kjöftum. "

Mín skoðun er sú að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu séu sannarlega ekki ógn við íslenskan sjávarútveg heldur framþróun, hins vegar eru þær fyrirhuguðu breytingar ef breytingar skal kalla af hálfu stjórnvalda, afar léleg aðferðafræði sem slík.

kv.Guðrún María.


mbl.is Alvarleg ógn við sjávarútveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að skoða lögin um starfssemi verkalýðsfélaga ?

Það er svolítið hjákátlegt að sjá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma af fjöllum varðandi samkrull ASÍ og Vinnuveitenda sem verið hefur undanfarin ár, þar sem all margir hagsmunir hafa vissulega skarast í raun og þetta sjálfsskipaða sambandalag lítur á sig sem eitt stykki stjórnmálaflokk að vissu leyti eins og mál hafa þróast.

Skyldi ekki þurfa að fara að skoða umgjörðina um starfssemi verkalýðshreyfingarinnar í landinu og lýðræði það sem viðhaft hefur verið við skipan í stjórnir lífeyrissjóða sem aftur hafa fjárfest í atvinnulífinu ?

Það er EKKERT eðlilegt við það að atvinnurekendur sitji í stjórnum lífeyrissjóða sem launþegar greiða til gjöld, samkvæmt lögum, ekkert.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill ekki eyrnamerkta skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á Hafrannsóknarstofnun og Veiðimálastofnun að heyra til umhverfisráðuneytis.

Það er sérstakt að ráðherra skuli ekki horfa fram á veg varðandi það atriði að hafrannsóknir tilheyri umhverfismálum, en svo sannarlega gera þær það og það atriði að flytja Hafrannsóknarstofnun undir umhverfisráðuneyti er hvoru tveggja sjálfsögð og eðlileg framþróun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jón vildi ekki sleppa Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað næst ?

Endalausar fréttir af fjármálaævintýrum eru daglegt brauð en maður spyr hvað næst í viðbót við þetta ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Börnum var lánað til að kaupa stofnbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust almennings skiptir meginmáli.

Það er afar ánægjulegt að sjá niðurstöður þessar könnunar sem hljóma saman við tilfinningu mína um hlutina í þessu sambandi.

Sú hin sama tilfinning er byggð á því sem ég sé og heyri.

Til lukku mbl.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mbl.is fékk hæstu einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sápuóperan um stöðugleikann.

Alveg var það stórkostlegt að sjá þá Gylfa Arnbjörnsson og Vilhjálm Egilsson í Kastljósi í gær, sitt hvorum megin við borðið.  Þetta nýtilkomna tvíeykistríó á stjórnmálasviðinu, var mjög svo samstiga eins og gera mátti ráð fyrir í upphafi.

Sápuóperan um yfirlýsingar á yfirlýsingar ofan sem síðan ekkert er að marka frekar en fyrri daginn,er alla jafna það sem almenningur má meðtaka og spurning hvort menn hefðu ekki getað sparað blekið þess vegna.

Hafi Kastljóssmenn viljað fá fram skoðanaskipti þá hefði átt að bjóða Vilhjálmi Egils samtímis nafna hans Vilhjálmi Birgis frá Akranesi sem var að mig minnir kvöldið áður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Yfirlýsingin kom ASÍ á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hneyksli, sitjandi ríkisstjórnarflokka við stjórnvölinn.

Getur það verið á sama tíma og rannsókn á bankahruni er enn í gangi, að stjórnvöld reyni að aðlaga skattaumhverfi hinnar ævintýralegu fjármálaumsýslu með lagasetningu gegnum þingið ?

Hafi eitthvað verið til sem hneykslast má á, þá tel ég að hér sé slíkt dæmi á ferð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hætt við breytingu á skattalöggjöf í skyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband