Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Allt hefur sín takmörk.

Ég skil Vigdísi afar vel, sjálf var ég á kafi í hinum pólítiska vettvangi um tíma þar sem maður tók þátt í hinum ýmsu umræðum um stjórnmál á netinu fram og til baka og allra handa ómalefnalegt niðurrif var daglegt brauð, mismikið þó eftir því hvaða vettvangur var á ferð.

Við lestur minn á bloggum hér á þessum þræði mbl, síðasta kjörtímabil, hefur maður allsendis ekki farið varhluta af því að lesa  oft og iðulega afskaplega ómálefnalegar athugasemdir um viðkomandi þingmann úr röðum stuðningsmanna þáverandi ríkisstjórnarflokka, því miður, þar sem greinilegt var að stjórnarandstaða sú er viðkomandi þingmaður viðhafði í ræðu og riti,  virtist sérstök ógn við þá hina sömu stuðningsmenn að sjá mátti en viðbrögðin voru þau að " reyna að sparka manninn niður " meðan boltinn var kyrr á vellinum eins fáránlegt og það nú er.

Þar mætti hver og einn líta í eigin barm og blogg.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is „Komið yfir vitleysingastigið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi er falið samfélagsmein, andlegt sem líkamlegt.

Ofbeldi á sér alldrei réttlætingu af nokkrum toga, alveg sama hvar og hvenær.

Ein kona sem ég þekki var lamin og barinn af eiginmanni sínum þar sem hún varð uppvís að því að hafa haldið framhjá honum, og í stað þess að slíta sambandi við konuna lamdi hann og barði hana undir áhrifum áfengis, en sú kona sleit sambandinu við þann hinn sama að lokum.

Önnur kona sem ég þekki hitti mann sem var nokkru eldri en hún, algjör bindindismaður sem bað hana að giftast sér eftir stutt kynni, þannig að hún flutti til hans í hans eigin húsnæði en raunin varð sú að þótt þar væri algjör bindindismaður á ferð þá var fljótlega hafið andlegt ofbeldi af þeim toga að maður þessi reyndi að stjórna konunni í krafti eignahalds á verustað hennar og fjárhagsllegum yfirburðum í þvi sambandi sem hafði hinar ótrúlegustu birtingarmyndir eftir að kona þessi sætti sig ekki við slíkt, m.a ferðir út um allt af hans hálfu,  til þess að segja öllum sem mögulega væri hægt að upplýsa, hve slæm kona þessi væri til þess að breiða yfir eigin aðferðafræði.

Ofbeldi er samfélagsmein sem þarf að uppræta.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is „Þú ert viðbjóður og ógeð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Ég er glöð yfir því að fá nýja ríkisstjórn til valda í landinu og óska henni allra heilla.

Ég er einnig afskaplega ánægð með það að sjá ungt fólk sem kjörna alþingismenn á Alþingi Íslendinga, ég trúi því að ný kynslóð komi til með að framkvæma betrumbætur í málum okkar Íslendinga hvarvetna.

Ég er annars að byrja að upplifa nýjar heimaslóðir á Selfossi þar sem ég er komin með nýjan sjúkraþjálfara og byrjuð að reyna að byggja heilsutetrið upp svo mest sem verða má með faglegri aðstoð sem ég hef reitt mig á frá því ég slasaðist.

Áfram vona ég það besta eins og fyrri daginn.

Það rót sem fylgir flutiningum af einum stað er alltaf streð en jafnframt er það þó þannig að þar sem maður kemur sér fyrir á nýjum stað, verður það verkefni að gera það sem best úr garði svo manni líði vel.

Það hefur verið verkefni daganna undanfarið hjá mér , og er örugglega ekki lokið, en langt á veg komið sem aftur gerir það að verkum að manni líður betur.

Er búin að finna prjónaverkefni til að grípa í og þá þýðir það að ekki er mikið annað að gera sem ér ágætt.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


Vitundarvakningar er þörf varðandi geðheilbrigðismál á Íslandi.

Lengi býr að fyrstu gerð,  segir máltækið og ef ekki er hægt að verja til þess fjármunum að sinna geðheilbrigði barna, hvernig verður ástand mála þegar sömu einstaklingar vaxa úr grasi ?

Því miður ég endurtek því miður hefur tilhneigingin að hluta til verið sú að flokka sjúkdóma af andlegum toga til hliðar þar sem nægilega fjármuni virðist sjaldan að finna í þann málaflokk og nægir í þvi sambandi að nefna BUGL þar sem átak þurfti til þess að bæta annars gjörsamlega óviðunandi starfsaðstöðu þar.

Það veit hver og einn sem vill vita að það skiptir máli að taka sem fyrst á sjúkdómum hvers konar hvort sem um er að ræða andlega eða líkamlega sjúkdóma og það er spurning um langtímafjárfestingu í einu stykki kerfi að verja til þess fjármunum sem þarf til að standist lágmarksgæðastaðla um heilbrigði.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Áhyggjur af stöðu geðheilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var aðildarumsókn að ESB hin sjálfstæða utanríkisstefna Samfylkingarinnar ?

Háttvirtum fráfarandi utanríkisráðherra er orðskrúðið til lista lagt alla jafna en stundum er það þannig að orðavalið í hinu auðuga íslenska máli svo sem orðið " dordingull " og dordingulshátt kann einnig að vera mögulegt að heimfæra á " vindhana " sem sveiflast eftir vindi og kanski tiðaranda, en dordingullinn dinglar.

Í mínum huga var sjálfstæð utanríkisstefna hjómið eitt eftir að sótt hafði verið um aðild að Esb, og framsal fullveldis þar því meðferðis í því hinu sama og hvers konar tal um annað því hálfgert dordingulstal í raun.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is „Ekki lengur eins og dordinglar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Fyrsti dagurinn í nýrri sjúkraþjálfun hér á Selfossi í dag, eftir um þriggja vikna hlé í flutningum úr Fljótshlíðinni hingað.

Öll von mín um mögulega betri heilsu er í höndum minna sjúkraþjálfara og eftir þeirra leiðbeiningum hefi ég hagað mínu lífi síðustu þrjú ár.

Það er streð að standa í búferlaflutningum þegar maður getur illa og ekki borið neitt sem heitir einhver þyngd, og mega þurfa að treysta á utanaðkomandi hjálp til þess hins sama en sem betur fer á ég góða að í kring um mig sem hafa hjálpað mér og fyrir það er ég þakklát.

Hérna get ég gengið innanbæjar í mína sjúkraþjálfun ef svo ber undir og allt aðgengi að þjónustu hvers konar er auðveldara sem og styttra að fara  erinda sinna í höfuðborgina, akandi eða með almenningssamgöngum.

Það er af hinu góða.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


Skógafoss vill heita Skógafoss áfram.

Get ekki ímyndað mér annað en fossinn sé stórmóðgaður yfir þessum klaufaskap við skiltagerðina, því Skógafoss heitir hann og fallegur er hann.

RIMG0004


mbl.is Skógafoss orðinn Skógarfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska þeim góðs gengis, við að mynda ríkisstjórn.

Það skiptir miklu máli að mynda sterka ríkisstjórn í landinu, næstu fjögur árin til þess að takast á við þau verkefni sem framundan eru.

Óska þeim góðs gengis við það verkefni.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Viðræður áfram í Biskupstungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fögur markmið, vonandi ganga þau eftir.

Höfuðborg landsins hefur eðli máls samkvæmt úr mestum skattekjum að spila, hvað varðar hvers konar uppbyggingu þjónustu. 

Það er hins vegar ætíð spurning hvernig þeim hinum sömu fjármunum er forgangsraðað í þágu hinna ýmsu málaflokka, en hækkað aldurshlutfall þjóðarinnar kallar á aukna þjónustu sem slíka af hálfu þeirra sem hana veita.

Þrátt fyrir tilfærsu verkefna frá ríki til sveitarfélaga í þessu efni, þá tel ég að huga þurfi að samvinnuþætti þeim er snýr að sjúkum eldri borgurum og samvinnu við heilbrigðiskerfi í þvi efni þar sem gott samstarf og samvinna um úrræði skiptir meginmáli.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Reykjavík verði aldursvæn borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem vinstri velferðarstjórnin viðhélt skerðingum, heilt kjörtimabil, þá......

skulu formenn þeirra flokka, sem nú vinna að myndun ríkisstjórnar, minntir á loforð sín af hálfu Öryrkjabandalagsins, þótt ekki sé búið að mynda stjórn.    ------------------

Hefði ekki verið í lagi að búið væri að mynda ríkisstjórn ?

Það sem vantar í þessa yfirlýsingu, eða áskorun er það að fyrri ríkisstjórn gerði ekkert í þessu máli, en er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að fylgi með.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


mbl.is Öryrkjar minna formenn á loforðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband