Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Vér mótmælum hinu óréttláta kvótakerfi á sjómannadaginn.

Set hér inn frétt Dv, um mótmæli sem Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum mun bera uppi á morgun frá Stjórnarráðinu kl.13.30, með göngu á hafnarbakka.

"

 

Innlent | 31.05.2008 16:00:01

Konur mótmæla kvótakerfinu í sjóstökkum.

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum efnir til mótmæla á sjómannadaginn fyrir utan stjórnarráðið klukkan hálf tvö á morgun. Að sögn forsvarsmanna viðburðarins eru mannréttindabrot stjórnvalda í fiskveiðistjórnunarkerfinu tilefni mótmælanna. Munu tíu konur klæðast sjóstökkum og sjóhatt í appelsínugulum litum.

Að því er kemur fram í tilkynningu um mótmælin er fólk hvatt til að fjölmenna. Þó svo að Landssamband kvenna boði til mótmælanna eru allir velkomnir, jafnt konur sem karlar. Gengið verður frá stjórnarráðinu að hafnarbakkanum þar sem hátíðahöld vegna sjómannadagsins fara fram.

 

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum hefur útbúið sérstakan borða fyrir mótmælin þar sem segir að árið 1991 hafi verið svart ár í lífi þjóðarinnar þegar stjórnmálamenn og útgerðamenn sviku þjóðina með því að gefa nokkrum útgerðarmönnum veiðiréttinn. "

með kveðju.gmaria.

 


Möguleikar Íslendinga til aðkomu að atvinnu við fiskveiðar.

Það atriði að setja á fót kerfi við fiskveiðistjórn sem upphaflega tekur mið af þriggja ára veiðireynslu þáverandi aðila í greininni, við takmörkun veiða, hefði eðli máls samkvæmt átt að lúta endurskoðun, þar sem slikri stjórnvaldsákvörðun við slika umbreytingu hefði verið hægt að vísa til áfrýjunarnefndar um málið.

Ekkert slikt var fyrir hendi hér á landi þótt á sama tima væri um að ræða áfrýjun stjórnvaldsákvarðana á öðrum sviðum samfélagsins.

Með öðrum orðum, þeir aðilar sem veiddu mest þrjú ár fyrir 1984, héldu þeim veiðirétti í áratug, þ.e. þangað til þeir gátu farið að framselja hann eða leigja frá sér.

Sérstökum aðstæðum útgerðarmanna sem á þessum viðmiðunarárum, höfðu hugsanlega verið frá sjósókn vegna veikinda eða viðgerða skipa í slipp, var vísað á bug því ekki var hægt að áfrýja nokkurs staðar varðandi stjórnvaldsákvarðanir þessar.

Braskumsýslan með hinn óveidda fisk á þurru landi gerði það að verkum að fljótlega var verð á kvóta uppsprengt og möguleikar manna til aðkomu í atvinnugreininna nær engir nema með gífurlegar upphæðir í farteskinu.

Kerfið og skipulagið miðaðist allt við stórútgerðir og einyrkjar í sjávarútvegi voru ekki hluti af hagkvæmnisformúlunni þar sem stærðarhagkvæmnin ein og sér réð ríkjum.

Nýliðiun varð lítil sem engin, sem aftur þýðir ákveðna stöðnun hér sem annars staðar.

kv.gmaria.

 

 


Rúmur helmingur þjóðarinnar hefur verið á móti kvótakerfi sjávarútvegs, í rúman áratug.

Það er ótrúlegt hve lengi sitjandi ráðamenn í landinu hafa getað daufheyrst við skilaboðum um skipan mála í sjávarúvegi hér á landi og enn virðist hin sama taktík á ferð.

Eftir að útgerðarmönnum hafði verið fengið i hendur frelsi, í formi lagasetningar frá Alþingi, til þess að versla með óveiddan fisk á þurru landi, í formi kvóta sín á milli, sem tæpum tíu árum áður hafði verið festur við einstök útgerðarfyrirtæki, fór landið á annan endann.

Fljótlega gátu útgerðarmenn veðsett óveiddan fisk í fjármálastofnunum, þótt lögin um fiskveiðistjórn innihaldi ákvæði um að úthlutun aflaheimilda (kvóta) frá fiskveiðiári til fiskveiðiárs, myndi ekki eignarétt einstakra aðila.

Stjórnmálamenn horfðu aðgerðalausir á þessa þróun mála því miður.

Hin meingölluðu lög orsökuðu verðmætasóun sem aldrei fyrr það sem undirmálsfiski var hent í sjóinn, svo mjög að íslenskum sjómönnum upp til hópa var misboðið að þurfa að taka þátt í sliku.

Stjórnmálamenn horfðu einnig aðgerðalausir á þetta, þar til náðist að mynda brottkast en þá loksins var hægt að leyfa 5% meðafla, sem átti að minnka slíkt sem þó hefði mátt fyrirséð verða með laganna hljóðan.

Skyldi það hafa vakið einhver viðbrögð þegar fyrsti stórútgerðarmaðurinn seldi sig út úr kerfinu ?

Svarið er Nei, það vakti engin viðbrögð á vettvangi stjórnmálanna í formi aðgerða til umbreytinga frekar en fyrri daginn.

Sitjandi stjórnvöld í landinu horfðu aðgerðalaus á þá þróun að útgerðarfyrirtæki fluttu aflaheimildir að vild milli landshluta með álíka magni af loforðum um atvinnu á stöðunum sem fljótlega urðu að engu þegar þau hin sömu fóru aftur af stað í flakkferð með heimildir þessar.

Undir formerkjum hinnar endalausu hagræðingar hefur meintu ágæti kerfisins, verið haldið á lofti þótt hvorki hafi það gerst að tekist hafi að byggja upp verðmesta fiskistofninn þorskinn , né heldur að útgerðafyrirtækin væru skuldlaus.

Er það vegna þess að þau hafi greitt svo mikið í skatta til þjóðarbúsins ?

Enn er svarið Nei, þau voru skattlaus í áratug, með því að kaupa upp tap og yfirfæra milli ára.

Það eru því ekki of sterk orð að tala um handónýtt kerfi í sjávarútvegi hér á landi.

kv.gmaria.

 

 

 


Sjómannadagurinn er á sunnudaginn, í skugga viðvarandi mannréttindabrota Íslendinga gagnvart sjómannastéttinni .

Það er hvoru tveggja hneisa og skömm sitjandi stjórnvalda í landinu að virða að vettugi niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfi sjávarútvegs sem brýtur á atvinnurétti íslenskra sjómanna í atvinnugreininni.

Það er með ólíkindum að þurfa að upplifa slíkt andvaraleysi endurskoðunar á einu skipulagi mála hér á landi svo sem kerfi fiskveiðistjórnunar er og margsinnis hefur verið bent á hér innanlands að brjóti á almenningi í landinu ásmat því að vera þjóðhagslega óhagkvæmt á ýmsan máta.

Þótt slík skilaboð hafi nú einnig borist frá Alþjóðastofnun , Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til þess að virða , þá kjósa ráðamenn að skella við skollaeyrum og drepa málinu á dreif einu sinni enn .......

Á sama tíma telja sömu ráðamenn að þeir séu gjaldgengir til framboðs og setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem þá skortir sýn á skóginn fyrir trjánum að flestu leyti í því efni, þar sem hér er um að ræða mannréttindabrot í eigin landi, í aðalatvinnugrein einnar þjóðar lengst af, þ.e. þangað til viðkomandi skipulag var sett í lög.

Annað hvort sjá menn út úr eigin bæjardyrum hvað mannréttindi varðar eða ekki og ef ekki þá skyldi hollast að halda sig heima þangað til slík sýn næst á viðhorf um mannréttindi jafnrar aðkomu þegnanna að atvinnnu í sjávarútvegi á Íslandi.

Pólítískir málamyndagjörningar duga ekki lengur til þess að færa þjóðinni nauðsynlegar framfarir og réttlæti í þessu efni.

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum mun bera uppi mótmæli gegn núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og mannréttindabrotum stjórnvalda  með friðsamlegri mótmælagöngu frá Stjórnarráðinu á hafnarbakka í Reykjavík á Sjómannadaginn.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Ótti og kvíði eru eðlilegir fylgifiskar um tíma, við upplifun hamfara.

Blessuð börnin þurfa sérstaka athygli þegar öryggistilfinningin raskast.

Það getur verið lóð á vogarskálarnar að faðma, og knúsa í aðstæðum sem slíkum, því það gefur einföldustu mynd öryggisramma í nánasta umhverfi.

Ef blessuðum börnunum líður vel þá líður okkur einnig ögn betur.

kv.gmaria.


Hlýjar kveðjur til Sunnlendinga.

Það er meira en að segja það að upplifa þau ósköp sem íbúar í Árnesþingi hafa upplifað í dag, en það er mikil mildi að ekki varð manntjón miðað við þau ógnaröfl sem þarna voru að verki.

Það tekur tíma að ná jafnvægi eftir slika atburði þar sem dagur fyrir dag endurvinnur aftur traust og öryggistilfinningu hvers konar.

Ég sendi Sunnlendingum hlýjar kveðjur og kærleik.

kv.gmaria.

 


Á Alþýðusambandið að skipta sér af stjórnmálum ?

Tilgangur og markmið verkalýðshreyfingarinnar er að verja kjör verkafólks í landinu en ekki að starfa sem stjórnmálaflokkur eða hvað ?

Meðan enn hefur ekki farið fram atkvæðagreiðsla meðal þjóðarinnar varðandi það atriði hvort vilji manna standi til þess að ganga til viðræðna um aðild að ESB, þá er þessi ályktun úr þessarri frétt að mínu viti stórfurðuleg.

" Ákvörðun um ESB aðild ber að taka með langtímasjónarmið að leiðarljósi

„Þær raddir gerast því æ háværari að mikilvægt sé nú að skoða af fullri  alvöru inngöngu í Evrópusambandið og í framhaldinu að taka upp evru.   Á það hefur verið bent að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru sé engin töfralausn á aðsteðjandi vanda en við hljótum að spyrja okkur að því hvort hag okkar sé betur borgið til lengri tíma utan sambandsins með tilheyrandi kostnaði við að halda úti minnstu fljótandi mynt í veröldinni.

Ákvörðun um Evrópusambandsaðild og upptöku evru er stór og felur í sér bæði kosti og galla. Hana ber því að taka með langtímasjónarmið að leiðarljósi. En ef við teljum að langtímahagsmunum okkar sé best borgið innan Evrópusambandsins og með upptöku evru þá er ekki eftir neinu að bíða því að til skamms tíma yrðu áhrifin jákvæð. Með því að stefna að evruupptöku fælist viss skuldbinding um að við ætluðum að ná tökum á efnahagsstjórninni og ákveðið ankeri fælist í því aðlögunarferli sem við yrðum að hefja strax. Óháð aðsteðjandi efnahagsvanda er gagnlegt að líta um öxl í lok hagsveiflunnar og skoða hvernig þjóðfélagið hefur þróast á undanförnum árum," að því er segir í hagspá hagdeildar ASÍ sem kynnt var á blaðamannafundi í dag. "

Þetta er úr hagspá Alþýðusambandsins.

kv.gmaria.


mbl.is Sjöfaldar ævitekjur á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðjón Arnar Kristjánsson lýsir upplifun almennings í landinu af stjórnarháttum.

Mínir menn drógu fram aðalatriði þess sem einkennt hefur þetta fyrsta ár sitjandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingingar, sem er tal út og suður um hin ýmsu mál þar sem annar flokkurinn hefur talað þetta og hinn hitt.

Það var allt að því nöturlegt að heyra forsætisráðherra hreykja sér af því að hækka skattleysismörk innan við tíu þúsund krónur þegar flokkur hans hefur átt þátt í því að viðhalda þeim hinum sömu mörkum frystum síðan 1995, sem gert hefur það að verkum að minnsta kosti tvær þjóðir búa í landinu, vegna ofurskatttöku af tekjum hins almenna launamanns á vinnumarkaði.

Á sama tíma virðist allt í lagi að fella niður fjármagnstekjuskatt milli ára sem nemur tugum milljarða króna á fyrirtæki, vegna lækkunnar prósentu þar að lútandi.

Hinn almenni launamaður á vinnumarkaði hefur nefnilega ekki aðeins mátt þola þessa ofurskattöku launa heldur einnig ofálag starfa einmitt i störfum hins opinbera þar sem hvers konar tímabundnar launauppbætur vega lítið þegar hamagangurinn hefur jafnvel tekið toll af heilsunni og kostnaðurinn lendir í heilbrigðiskerfinu fyrir vikið.

Máltækið " spara aurinn en kasta krónunni " kemur fyrst upp hugann í því sambandi og svo virðist sem börn og gamalmenni rúmist ekki inn í reikningsformúlum hagstærða hvers konar, er varðar eitt þjóðfélag lengur og samvera fjölskyldu ekki heldur.

Það atriði ráðamenn einnar ríkisstjórnar geti ekki sammælst um vinnubrögð í formi yfirlýsinga hvers konar veikir sitjandi ríkisstjórn og á ekki að bjóða almenningi í landinu.

Semji menn um að vinna saman þá gefur annar flokkurinn ekki út yfirlýsingu á skjön við hinn, flóknara er það ekki.

kv.gmaria.


mbl.is „Ósamstíga stjórn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru umkvartanir hjá embætti Landlæknis varðandi sama lækni 1993 ?

Mál þetta er þyngra en tárum taki einkum og sér í lagi fyrir þá aðila sem kvartað hafa yfir viðkomandi aðila við Landlæknisembættið fyrir heilum fimmtán árum síðan.

Varðandi ákveðna hluti er varða sams konar atriði, þ.e. lyfjaávísanir sem ekki skyldu hafa verið framkvæmdar símleiðis millum landshluta þá og fleira sem sett var fram í skriflegri umkvörtun til embætti Landlæknis í júni 1993.

Boðað var til fundar 1994 vegna umkvartananna þar sem viðkomandi læknir , fyrrverandi Landlæknir og aðilar sátu saman á fundi og læknirinn var "áminntur " í orði kveðnu.

Það sárvantar Umboðsmann sjúklinga á Íslandi.

kv.gmaria.

 


mbl.is Skrifaði lyfseðla á nöfn án leyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun Landsambands kvenna í Frjálslynda flokknum.

Við konur í Frjálslynda flokknum skorum hér með á  herra Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands að neita að undirrita lagafrumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt þar sem meirihluti Alþingis gaf eftir skatta vegna söluhagnaðar lögaðila með afturvirkum hætti. Með því að neita að staðfesta lögin gefst þjóðinni tækifæri til að kjósa um frambúðargildi laganna. Lagabreytingin brýtur í bága við almennu jafnræðisregluna í stjórnarskrá lýðveldisins þar sem felldir eru niður skattar fyrir ákveðinn hóp auðmanna en slík niðurfelling er fordæmislaus í sögu islensku þjóðarinnar. Forsetinn hefur áður neitað að staðfesta meirihlutavilja þingsins og svarið eið að virða stjórnarskrá lýðveldisins. Forsetanum ber að virða stjórnarskrána og vilja þjóðarinnar og ganga í berhögg við gerræðisleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.
kv.gmaria.

mbl.is Konur í Frjálslynda flokknum senda forseta Íslands áskorun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband