Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Framsóknarflokkurinn var búinn að leggja til niðurfærslu.

Getur það verið að jafnvel skuldamálin eftir hrun hafi eitthvað með pólitik að gera millum flokka ?

Mitt svar við því er já og það atriði að skoða ekki tillögur Framsóknarmanna í því efni kann að hafa kostað samfélagið töluvert.

Með öðrum orðum sitjandi stjórnvöld sem þykjast hafa lært mikið af hruninu hafa þó ekki getað samþykkt eitthvað sem skynsemisforsendur lágu til, sökum þess að hugmyndirnar, þær hinar sömu ,komu ekki frá ríkisstjórnarflokkunum sjálfum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjá skóginn fyrir trjánum.

Raunin er sú að gjáin milli þjóðfélagshópa er ekki að myndast nú í dag, heldur hefur sú hin sama gjá verið til staðar lengi, án þess að nokkuð hafi þokast nema til hins verra.

Í raun má lita allt aftur til 1983 að mig minnir er bráðabirgðalög voru sett á laun, en síðar kom til sögu frysting skattleysismarka sem hafði afgerandi áhrif að mínu mati til þess að viðhalda láglaunapólítikinni sem ríkt hefur á vinnumarkaði hér á landi.

Handónýtt miðstýrt miðaldafyrirkomulag í verkalýðsmálum þar sem sjálfskipaðir postular skipa jafnframt í stjórnir verkalýðsfélaga, er enn við lýði og til þess að bæta gráu ofan á svart var hægt að drösla vinnuveitendum inn í stjórnir lífeyrissjóða vegna viðbótarframlags eins fáránlegt og það nú er.

Raunverulega verkalýðsleiðtoga má telja á fingrum annarrar handar nú í dag, þvi miður en þar liggur hundurinn grafinn að stórum hluta til varðandi misskiptingu hvers konar í einu þjóðfélagi, þ.e að samið sé um laun sem nægja til framfærslu á hverjum tíma, eftir hinni efnahagslegu umgjörð sem er til staðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vaxandi ójöfnuður á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgin.

Sorgin er langur gangur í skógi tilfinninganna, og aðferðir mannsins við að vinna úr þeim hinum sömu aðstæðum eru margvíslegar og einstaklingsbundnar eins og mennirnir eru margir.

Sjálf upplifði ég slíka úrvinnslu með fjögurra ára barn sem missti föður sinn
snögglega, en birtingarmyndin við úrvinnsluna var ekki hvað síst tjáning í formi teikninga, alls konar teikninga í miklu magni, en þetta ár var ár sem barnið mitt missti afa og pabba með nokkurra mánaða millibili.

Sama ár um haustið fór ég að fylgja aldraðri frænku sem dó, og þá kom teikning sem var sérstök að því leytinu til að
barnið teiknaði mynd af krossum í kirkjugarði, fullt af krossum en fyrir framan þá var vél þar sem hægt var að ýta á takka og sjá hvernig viðkomandi dó, þ.e hvort hann dó úr elli eða öðru.

Mér fannst þetta táknræn birtingarmynd tilraunar til rökhyggju á þessum aldri en eigi að síður úrvinnsla sorgar.

Sjálf ákvað ég á þeim tímapunkti að tími minn með barninu heima væri mikilvægari en tími til þess að sækja sorgarnámskeið utan heimilis með pössun fyrir barnið á meðan og fann mínar leiðir til tjáningar heima fyrir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Engin sorgarviðbrögð óeðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi er búið að fjarlægja sektarákvæðin um undirmálsfisk.

Vonandi er þess að vænta að allur afli komi að landi í framtíðinni, en því miður var að finna hvata í lögum til brottkasts, þar sem sektir lágu við því að koma með undirmálsfisk að landi, samkvæmt sentimetratölu.

Það hlýtur að vera búið að breyta þeim ákvæðum fiskveiðistjórnunarlaganna þannig að þessi reglugerð stangist ekki á við það hið sama.

Auðvitað eigum við að nýta allt sem nýta má sem upp úr hafi kemur, annað er sóun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Breytt reglugerð um nýtingu afla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er stefnumótun stjórnvalda í þessum efnum ?

Rétt eins og fyrri daginn koma Íslendingar eins og jólasveinar af fjöllum, þegar upp koma álitamál eins og þessar fjárfestingar þessa annars afar geðþekka Kínverja Huang Nubo, er hyggst byggja upp ferðaþjónustu fyrir norðan.

Miðað við yfirlýsingar stjórnvalda þessa efnis er engin stefnumótun fyrir hendi í þessu máli frekar en öðrum oft áður, og skoða á málið osfrv.

Auðvitað ætti að liggja fyrir skýr stefna, varðandi það atriði hvort erlendum fjárfestum sé heimilt að kaupa eignarland til nytja hvers konar og ef slíkt er takmarkað þá hversu mjög og hve mikið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gæti aukið áhrif Kínverja í N-Atlantshafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilvist Evrópusambandsins sem efnahagsbandalags, riðar til falls.

Þróun mála í Evrópu og tilraunir Evrópusambandsins til þess að dæla fé til þess að viðhalda stöðugleika hér og þar, er eitthvað sem virðist illa eða ekki ganga upp.

Viðvaranir forstjóra Alþjóðgjaldeyrissjóðsins þess efnis að ekki gangi að halda fljótandi gjaldþrota fjármálafyrirtækjum mun án efa leiða til uppstokkunar og endurmats, hvers eðlis svo sem kann að verða.

Hið gífurlega ofmat á þróun markaða er áfellisdómur yfir skipan mála og hvers konar tilraunum stjórnmálamanna til þess að halda væntingum á floti undir formerkjum Evrópu sem markaðssvæðis eingöngu.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is 684.000 milljarðar brenna upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert fjallað um Evrópumálin á fundi Vinstri Grænna ?

Það er lítill vandi að leggja á nýja skatta og nokkuð hjákátlegt að sjá slíkt talið fram sem " árangur " satt best að segja.

Það vekur hins vegar athygli að ekkert hefur komið fram af umfjöllun um stefnu flokksins varðandi aðild að Evrópusambandinu.

Getur það verið að ekkert hafi verið fjallað
um þau hin sömu mál á fundi þessum ?

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ótvíræður árangur“ í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekari skattahækkanir stöðva hagkerfið.

Það vill svo til að ekki er endalaust hægt að skera bita af skattakökunni án þess að hún klárist, og ef menn finna ekki upp á því að það þurfi kanski að baka nýja köku til þess að stækka skattakökuumhverfið í heild, þá eru góð ráð dýr.

30 % fjármagnstekjuskattur er algalin aðferð að mínu áliti og raunin er sú fjárfestingar eru fældar á brott í hvers konar atvinnustarfssemi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hækki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annar ríkisstjórnarflokkurinn vill rannsóknarnefnd um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar.

Vegir pólitíkurinnar eru órannsakanlegir og þessi ályktun kemur einkar sérkennilega fyrir sjónir sökum þess að í raun hefði átt að vera nægjanlegt að samþykkja ályktun þess efnis, að formaður flokksins tæki málið upp á ríkisstjórnarfundi, þar sem flokkur þessi situr í ríkisstjórninni.

Einhvern tímann hefði verið sagt að úr því að slík samþykkt liti dagsins ljós væri viðkomandi stjórn vart starfhæf vegna málsins.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja rannsóknarnefnd vegna Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurmat á hagfræðiformúlum nútímans á heimsvísu.

Hversu miklu stjórna stjórnmálamenn og hversu miklu stjórnar markaðurinn ?

Stjórnar markaðurinn kanski stjórnmálamönnum sem bera fyrir sig álit hinna og þessarra hagfræðinga eftir pólítískum hentugleikum hverju sinni ?

Frelsi er ekkert frelsi, nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins fáum við notið þess.

Aukið markaðsfrelsi getur hæglega snúist upp í einokun, á litlum sem engum tíma í minni samfélögum, þar sem einn risi stendur uppi sem ráðandi aðili á markaði, og frelsið verður að helsi.

Skortur á pólítiskum kjark til ákvarðanatöku og stefnumörkunar er sárlegur víða um veröld þar sem menn dandalast fram og til baka við að ausa skuldafenin, allt í þágu fjármálaaflanna meira og minna sem hafa fengið of mikil yfirráð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vaxandi hætta steðjar að hagkerfi heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband