Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Mín dýpsta samúð til þeirra er sorgir hrjá.

Mannslíf eru fallin í valinn og eftir stendur fólk í sárum hvers eðlis svo sem er. Við þurfum að umvefja þá sem í slíkum aðstæðum lenda með kærleik sem innifelur virðingu. Virðingu sem meðal annars felst því að auka ekki á þann mannlega harmleik sem slíkar aðstæður skapa þar sem óhjákvæmilegar frásagnir af atburðum fyrir alþjóð í fjölmiðlum eru fyrir hendi. " Aðgát skal höfð í nærveru sálar " og hvert einasta orð sem við tölum skyldum við gaumgæfa hér sem annars staðar.Sú er þetta ritar lenti í því á sínum tíma að fá upplýsingar um lát manns , mannsins síns úr fjölmiðlum og það var mikill reynsla vægast sagt og frá þeim tíma hefi ég beitt mér fyrir því að slíkt endurtaki sig ekki fyrir nokkurn mann með ýmsu móti. Allt tal okkar hér á bloggsíðum kann að særa fólk sem sorgir hrjá og í þungum aðstæðum lendir. Við skulum endilega aðgæta allt tal okkar um hlutina í tíma með umhugsun um virðingu fyrir fólki sem raunir hrjá. Ég votta öllum samúð sem eiga um sárt að binda þessar stundir.

kv.gmaria.


Tunglið er fullt í dag.

Það verður ekki ofsögum sagt yfir atburðum á fullu tungli stundum og fyrir mína parta grúskaði ég ung í lestri stjörnuspekibóka sem til voru á heimilinu og las mér til um að tunglið hefði mikil áhrif á mitt stjörnumerki og get ekki neitað því að ég tel mig hafa merkt einhvern tíma aukin pirring á stundum skapfarslega þegar tungl er að fyllast en um leið og það er fullt og minnkar fer pirringurinn á brott. Mér hefur því alltaf þótt ágætt að skoða dagatalið og vita hvernig tunglstaðan er, en hins vegar er stundum svo mikið að gera að það fer framhjá manni.

kv.gmaria.


Forvarnir gegn fíkniefnum.

Ég vil fara að heyra og sjá sýnilegan áróður af hálfu hins opinbera gegn fíkniefnum, áróður sem fræðir hina fullorðnu og beinist ekki eingöngu að börnum og tilgangi þess að hafa áhrif á þau, heldur einnig markvissa upplýsingu til foreldra um vísbendingar þess að börn séu í neyslu hvers konar. Miðað við umfang þessa vandamáls þarf stöðugur áróður að vera til staðar rétt eins og gagnvart hraðakstri, og ölvunarakstri og öðrum samfélagsvandamálum þar sem gengið er á út fyrir svið laga.

kv.gmaria.


Ísland miðstöð heræfinga ?

Heræfingar fjórum sinnum á ári hér á landi, finnst mér nú nokkuð mikið og meira en við höfum átt að venjast hingað til. Ráðherrar í sitjandi ríkisstjórn eru ósammála að virðist um hvort æfingar þessar innihaldi há eða lágflug yfir landssvæði. Ég ætla rétt að vona að menn hafi ekki gert Íslandi að einhverri mistöð heræfinga þar sem enginn veit hvað á að fara fram.

kv.gmaria.


Jeremías minn einasti , við skulum vona að þetta nái ekki til Íslands !

Öfgaumhverfissinnar snúa sér að jeppum og stórum lúxusbílum í Þýskalandi, en hér eru þeir að mótmæla vatnsaflsvirkjunum og álverum. Sinn er siður í landi hverju.

kv.gmaria.


mbl.is Umhverfissinnar í stríð við eigendur jeppa og lúxusbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðaþjónusta geðdeilda takmörkuð, hvers vegna ?

Það hefur löngum farið fyrir brjóstið á mér þegar fólki er bent á það umvörpum að leita sér hjálpar í tíma við kvillum andlegs eðlis en þjónustan er síðan ekki fyrir hendi þegar á þarf að halda. Fylgdi einstaklingi í nú snemma morguns sem ætlaði að leita sér hjálpar en viðkomandi var sendur á brott og sagt að koma klukkan eitt í dag. ER þetta nógu gott ?

kv.gmaria.


Hvar værum við án vonar ?

Við verðum allltaf að vona það besta og óska þess að allt gangi vel hversu mjög svo sem dimmir yfir í dagsins amstri. Suma daga dynur hagléliði á manni þótt sólin skíni í raun skært, og aðra er glampandi sól í sinni þótt rigni eða snjói. Allt spurning um manns eigið viðhorf gagnvart hlutunum.

kv.gmaria.


Skattleysismörkin, laun og viðmið stofnanna um framfærslu.

Það stoðar lítt að lækka skattprósentu ef skatttaka hefst af launum sem ekki nægja til framfærslu ef til vill sökum þess að verkalýðsfélög hafa ekki reiknað rétt í kjarabaráttu ellegar þróun verðlags í einu landi miðast við eitthvað annað en afkomu þorra manna s.s afkomu verðtryggðra fjárskuldbindinga til dæmis. Verðtrygging raskar allt umhverfi hér á landi og slika miðaldaráðstjórn þarf að afnema ef menn vilja sjá þróun sem er í sambandi við raunveruleikann.

kv.gmaria.


Núverandi ríkisstjórn er samþykk því að menn selji sig út úr kvótakerfinu, því miður.

Meðan stjórnvöld hafa ekki burði til þess að koma auga á ágalla einhvers skipulags sem fyrir hendi er þá er ekki við þáttakendur að sakast, gömul og ný saga hér á landi, því er nú ver og sem aldrei fyrr hefur vitleysan náð nýjum hæðum eins og gerst hefur í kvótakerfi sjávarútvegs, þar sem mistök í formi laga litu dagsins ljós árið 1992 er mönnum var heimilt að framselja heimildir til veiða sín á milli. Mesti klaufaháttur aldarinnar síðustu af völdum sitjandi þings þá og reyndar allra sem síðan hafa með aðgerðaleysi sínu samþykkt þessa þjóðhagslega óhagkvæmu dellu sem kölluð hefur verið " hagræðing " eins fáránlegt og það nú er og toppar alllar öfugmælavísur. Það var nefnilega alveg sýnilegt að slíkar ráðstafanir myndu setja landið á annan endan sem það hefur gert og samsafna heimildum til veiða á fáar hendur og útrýma markaðslögmálum hvers konar. Henda byggðum á hausinn fram og til baka landið þvert og endilangt án þess að menn þættust skilja nokkurn skapaðan hlut í vanda byggðanna. Vandinn er Alþingis sjálfs.

kv.gmaria.


Var það meining Alþingis að aðgangur að fiskimiðunum væri söluvara á markaði ?

Sofnandaháttur sitjandi ráðamanna við stjórnvölinn allan tíma frá þvi að framsal og leiga aflaheimilda varð til ,, til þess að fyrsti handhafi kvóta/aflaheimilda seldi sig út úr greininni er og hefur verið óásættanlegur. Sökum þess að gera verður þá kröfu til kjörinna leiðtoga á þingi í meirihluta, að þeir hinir sömu gæti almannahagsmuna þar að lútandi. Það ER Alþingi sem taka þarf í taumana og breyta lögum hér að lútandi , og afnema heimildir til framsals kvóta , það hefur verið ljóst í of mörg ár til handa sitjandi ráðamönnum og eins og áður sagði óásættanlegt að menn taki ekki á því hinu sama og lagi lögin um stjórn fiskveiða sem í raun stangast á innbyrðis eins fáránlegt og það nú er hvað varðar það atriði að úthlutun aflaheimilda myndi ekki eignarétt  í fyrstu grein, en heimila síðan framsal og leigu.........  með síðari breytingum. Framsalsákvæðið er Akkilesarhæll allra sitjandi ráðamanna frá því það kom til sögu og þarf að laga.

kv.gmaria.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband