Breytt samsetning bílaflota landsmanna ?

Ég get ekki betur séð en þeim fjölgi sem aka smábílum hér á landi og er það vel, en vissulega löngu tímabært. 

Það þurfti stórkostlegar olíuverðshækkanir til að slík þróun færi af stað.

Það var vægast sagt sláandi að aka um í Svíþjóð nú í sumar og sjá ekki jeppa, á akvegum nema í undantekningartilfellum sem aftur birtir manni þann mismun hugafars sem er til staðar, því miður.

Bílaeign Íslendinga er einnig nálægt heimsmetstölum per mann, og lítið sem ekkert verið að gert til þess að auka vægi almenningssamgangna í formi ákvarðanatöku sem einhverju máli skiptir í þvi sambandi.

Flest allar ráðstafanir hafa byggst á því að bæta samgöngur um landið svo hægt væri að aka jafnvel hundruð kílómetra í atvinnu eða þjónustu.

Þau hin sömu markmið kunna nú að þarfnast endurskoðunar við, er ég hrædd um í ljósi hækkunar olíuverðs.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Benóný.

Hef ekki skoðað færslu hans enn, hvað er það sem þú vildir ræða ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.8.2008 kl. 01:51

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Tek undir þetta, enda ek á bíl sem upphaflega var smiðaður fyrir
litlu Gunnu og litla Jón í denn, Volkswagen, bíll fólksins!

Ja. Das Auto !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.8.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Tryggvi.

Mikið rétt.

Sæll Guðmundur.

Ég var svo heppin að ná í algjöran sparigrís gamlan Renault Clio sem reynst hefur mér vel.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.8.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband