Sannfæring stjórnmálamanna á ferðalagi, sem aldrei fyrr.

Það gerist æ algengara að sannfæring stjórnmálamanna bregður undir sig faraldsfæti, og enginn flokkur veit hver hugsanlega kann að standa við dyrnar næsta dag með sannfæringuna undir hendinni.

Sennilega þurfa stjórnmálaflokkarnir fyrr en síðar að fara að skoða þessi miklu ferðalög, í ljósi eyðslu á orku, sem er ekki óþrjótandi eins og menn vita.

Orkuna þarf að virkja, nota og nýta í jákvæðum tilgangi einkum og sér í lagi þegar þjóðin á við efnahagsdýfu að stríða þar sem gefið hefur á þjóðarskútuna og almenningur í landinu þarf á styrkum aðilum við stjórnvöl að halda hvarvetna.

Hífa þarf segl sanngirni og réttlætis í sjávarútveg hér á landi og þar þurfa allir flokkar að leggjast á eitt, þjóðinni til hagsbóta lengri og skemmri tíma.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Þetta með sanngirni og réttlæti í sjávarútvegi hér á landi. Þegar
ég hvet til þess að flokkar á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála
fari nú að vinna saman, verður það undir þeim formerkjum að sjávar-
útvegsstefnan verði endurskoðuð frá grunni líkt og þið í Frjálslyndum
talið fyrir. Sjávarútvegsstefnan er gjörsamlega gjaldþrota! Það
sjá allir vitibornir menn, líka til sveita og afdala......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.8.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband