Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Öfgaumhverfispostular skila engu í umræðu um náttúruvernd hér á landi.

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því hér á landi hvernig umræða hefur þróast sem tengd er náttúruvernd þar sem leiksýningar þess efnis að hlekkja sig við hitt og þetta sem mótmæli eru nú eins og Tívolí ár hvert.

Á sama tíma fer lítið fyrir umræðu um nýtingu ræktaðs lands til nytja landi og þjóð, ásamt umhugsun um lífríki sjávar hjá þjóð sem hefur frá örófi alda lifað á fiskveiðum.

Mótmæli hér á landi gagnvart nýtingu vatnsafls til virkjana til álframleiðslu án þess að mótmælt hafi verið áður núverandi fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunnar og nýtingu sjávarauðlindarinnar um landið allt eru eins og að sjá ekki skóginn fyrir trjánum.

kv.gmaria.


Nægur mannafli að störfum við nauðsynleg samfélagsverkefni, er atriði sem stjórnvöldum BER skylda til að sinna.

Lögreglan á að búa við eðlilegt starfsumhverfi þar sem nægilegur mannafli að störfum er til staðar, rétt eins og allir aðrir hlekkir hinnar nauðsynlegu samfélagsþjónustu sem við höfum valið að sé til staðar í landi voru.

Fækkun starfa hvort sem er í lögreglu eða annars staðar í samfélagsverkefnun, leiðir af sér verri þjónustu, það er ekkert flókið og algerlega óviðunandi að kröfur um sparnað birtist með því móti, að aðilar að störfum séu álagi hlaðnir við að vinna við að uppfylla hið lögbundna hlutverk skyldu sinnar.

Stjórnmálamenn hvar í flokkum sem standa þurfa að sameinast um að standa vörð um samfélagsþjónustu sem þessa.

kv.gmaria.


Frjálst markaðssamfélag þarf að lúta skilyrðum sem stjórnvöld skapa.

Það er ekki nóg að stofna hlutabréfamarkaði og gera óveiddan fisk úr sjó að braskvöru landshluta í milli, ásamt einkavæðingu banka með verðtryggingu sem axlabönd og belti.

Aldeilis ekki, því slíkt var aðeins ávísun á frumskógarlögmál og einokun í stað þess að hér yrði til frjálst markaðssamfélag.

Það gleymdist nefnilega að hafa fyrir því að ramma inn skipulagið í skattaumhverfi til hagsbóta landi og þjóð til lengri og skemmri tíma.

Markaðsnautin sem sleppt var lausum hafa í hinu skilyrðalausa markaðssamfélagi stjórnvalda stangað allt á undan sér og erfitt er að koma á þau böndum eftir á, eðli máls samkvæmt.

Þegar harðnar á dalnum kemur í ljós að margur hefur orðið af aurum api eins og máltækið segir.

Eðlilegt markaðssamfélag hefði fyrir löngu síðan leitt af sér lækkun tekjuskatts á einstaklinga sem það hefur ekki gert hér á landi.

kv.gmaria.

 

 


Saman vinnum við verkin sem þarf.

Skortur á samvinnu einkennir um of íslenskt þjóðfélag að mínu viti, alveg sama hvort litið er til stofnanna hins opinbera almennt innan stjórnkerfisins eða utanaðkomandi aðila.

Sama máli gegnir einnig um margt annað á sviði samfélagsmála, hvers konar félög og hagsmunasamtök eru oftar en ekki hver á sínu afmarkaða sviði án samvinnu að heildarmarkmiðum af sama toga.

Hvers vegna geta faglærðir og ófaglærðir ekki sameinað krafta sína við vinnu að sömu tegund samfélagsþjónustu  með faglegan metnað að leiðarljósi, svo dæmi sé tekið ?

Einhvern tímann var sagt að sundrungin sameinaði Íslendinga í grínþætti en ef til vill kann að vera sannleikskorn í því , við erum jú komin af víkingafylkingum sem skiptu landinu í sundur og börðust og hjuggu mann og annan í herðar niður í bardögum þessum.

Ef til vill hefur þetta bara aðeins öðru vísi myndir í dag þar sem orðið er spjót og sverðið penni.

Menn geta ekki verið sammála um að vera ósammála heldur kann svo að fara að illindi skapist af því að einhverjum tekst ekki að koma öðrum á sína skoðun.

Fjölmiðlar segja frá því endalaust hver eldar grátt silfur við hvern ár eftir ár sitt á hvað í hring, og stór hluti frétta snýst um ágreining allra handa.

svo er nú það.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Frjálslyndi flokkurinn er kominn til að vera í íslenskum stjórnmálum.

Frjálslyndi flokkurinn er flokkur fólks hægra megin við miðju sem aðhyllist frjálst markaðssamfélag með vitund og vitneskju i farteskinu um þau mistök sem gerð hafa verið á sviði stjórnmála hér á landi síðustu áratugi einkum varðandi kerfi fiskveiðistjórnunar við landið.

Þau hin sömu mistök varða efnahagslíf þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma hvað varðar ráðgjöf um veiðar og skipulag sem og aðkomu manna í þessa aldagömlu atvinnugrein þjóðarinnar.

Meðan sitjandi stjórnvöld í landinu sjá ekki nauðsyn þess að endurskoða kerfisfyrirkomulag fiskveiða þótt ekkert af hinum upphaflegu markmiðum laganna um fiskveiðistjórnunina hafi gengið eftir hvorki hvað varðar uppbyggingu verðmesta stofnsins né heldur atvinnu i byggðum lands, þá er illa komið fyrir hlutaðeigandi við stjórnvölinn.

" Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt " sagði skáldið Einar Ben og það eru orð að sönnu.

Ef við getum ekki endurskoðað aðferðir vorar, þá þokast lítt fram á við og þróun er orð á blaði.

kv.gmaria.

 

 

 


Eins gott að ráða efnahagsráðgjafa áður en endurskoðun fiskveiðistjórnar hefst.

Ríkisstjórnin hefur nú ráðið sér efnahagsráðgjafa sem er að mínu viti óttalega aumt pólítískt séð og styrkir ekki flokka þessa við stjórnvölinn.

Fréttablaðið var annars með smávegis úttekt á áhrifum kvótakerfisins á byggðaþróun á landinu þar sem svo mátti sjá að menn viðurkenndu þau hin sömu áhrif sem kerfi þetta hefur orsakað til handa landi og þjóð í raun, en menn hafa lengst af farið eins og köttur kring um heitann graut varðandi það atriði að viðurkenna áhrif kerfisskipulagsins á þróun byggðar í landinu.

Það atriði að lögleiða allt í einu óheft frelsi með óveiddan fisk á þurru landi , þar sem fyritækin þurftu engin gjöld að greiða til sveitarfélaga við tilfærsluna var og er stórfurðulegt.

Mestu mistök Íslandssögunnar á stjórnmálasviðinu.

Sökum þess að ef til vill hvarf alveg atvinna á staðnum og eignir allar  hins opinbera sem og í einkaeigu urðu verðlausar á einni nóttu.

Reykjanesskaginn tók við flóttamönnum af landsbyggðinni þar sem aftur þurfti að byggja mannvirki til þjónustu og í einkaeigu.

Handhafar aflaheimilda gátu yfirfært tap milli ára af kvótaumsýslu í sínum fyrirtækjum og ekki var hægt að lækka skatta á almenning í landinu sem borgaði brúsann.

kv.gmaria.

 

 

 


Siðvitundin og tímaleysið.

Ákveðið agaleysi einkennir vort samfélag um of, þar sem sú venja hefur skapast að skipa fólki í biðraðir, alls konar biðraðir eftir öllu mögulegu jafnt sem ómögulegu í þjónustu hins opinbera sem og verslun og viðskiptum.

Þú ert númer sjö í röðinni, la la la la,,, einhver melódía eða útvarp er leikið í eyrað á meðan.

Stundum er bent á að hægt sé að senda tölvupóst sem fyrirspurn í stað símtalsins sem er hálf fáránlegt því viðkomandi hefði þá væntanlega valið þá leið áður en hann lyfti símtólinu.

Með öðrum orðum við lærum að bíða og bíða og bíða þar sem ástandið hefur síður en svo batnað við tilkomu markaðsþjóðfélagsins heldur er fremur um að ræða sparnað á mannafla við símsvörun fyritækja.

Eigi að síður er símanúmer og símsvörun í raun andlit þjónustu hvers konar hvort sem um er að ræða opinbera aðila eða markaðsþjónustufyrirtæki.

Mætti agnar ögn breytast.

kv.gmaria.

 

 

 


Hví skyldum við Íslendingar una mannréttindabrotum í stjórnkerfi fiskveiða ?

ER það allt í lagi að ein stétt manna eigi ekki aðkomu að sinni atvinnu vegna klaufaskaps við kerfisfyrirkomulags við stjórnkerfi fiskveiða hér á landi ?

Getur það verið að allir aðrir stjórnmálaflokkar en Frjálslyndi flokkurinn, sem eiga fulltrúa á Alþingi Íslendinga þegi þunnu hljóði í áraraðir varðandi það atriði að verið sé að brjóta mannréttindi hér á landi með þessu móti ?

Fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar voru höfundar að skipulaginu en Samfylking hefur frá upphafi stofnunar þess flokks verið nær skoðanalaus um kerfi þetta, og vill nú færa ESB íslensku fiskimiðin að virðist á silfurfati.

VG hafa ekki tekið þátt í umræðu um kerfi sjávarútvegs sem heitið geti heldur og aldrei sett málið á oddinn í kosningum.

Þrátt fyrir það að upphaf þeirrar velmegunar sem við búum við í dag sé starf sjómanna við landið gegnum ár og aldir.

Skortur á nauðsynlegri endurskoðun fiskveiðistjórnar skrifast því fyrst og fremst á gömlu stjórnmálaflokkana í landinu sem steinsofa í andvaraleysi sínu gagnvart helstu hagsmunum einnar þjóðar til lengri og skemmri tíma.

kv.gmaria.

 


Skyldi " á að ósi stemma " ?

Fyrst innleiða menn algjört frelsi í fjármagnsflæði milli landa á stjórnmálasviðinu svo er tekið til við að leita leiða til þess að ná yfirsýn yfir það sem stemma hefði mátt stigu við upphaflega.

Með allra handa fundum og yfirlýsingum um hitt og þetta í ferðalögum um heiminn.

 

Alveg með ólíkindum.

kv.gmaria.


mbl.is Skattaflótti hindraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börnin og samfélagið.

Búum við Íslendingar vel að börnum okkar í samfélaginu ?

Fá foreldrar nægilegan tíma með ungum börnum sínum í frumbernsku ?

Hefur tekist að stytta vinnuvikuna ?

Svar mitt við þessum þremur spurningum er Nei, því miður.

Í stað þess að foreldrum sé gert kleift að vera með ungum börnum sínum heima eru kröfur vinnumarkaðar ofar að virðist þar sem fólk má bíða á biðlistum ofhlaðinna stofnanna eftir plássum fyrir börnin.

Stofnunum sem oftar en ekki tekst illa að manna að þörfum sem eðli máls samkvæmt hlýtur að bitna á gæðastaðli þjónustunnar.

Grunnskólarnir eru allt of stórar stofnanir í voru samfélagi og með ólíkindum að mínu mati hvernig stærðarhagkvæmnisformúlur hafa verið notaðar og nýttar i því sambandi.

Að bjóða sex ára barni að verða þáttakandi í sex hundruð manna samfélagi grunnskólastofnanna hér á landi eins og börn á höfuðborgarsvæði hafa mátt búa við er eitthvað sem ég vildi sjálf sjá öðru vísi úr garði gert.

Færri smærri einingar sem skólastofnanir hvoru tveggja á leiksskóla og grunnskólastigi er eitthvað sem þarf að róa að íslensku samfélagi börnum okkar fyrst og fremst  til hagsbóta.

Smærri einingar þar sem nauðsynleg yfirsýn og framkvæmd hins mannlega þáttar í starfi þessu fær notið sín.

kv.gmaria.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband