Frjálslyndi flokkurinn er kominn til að vera í íslenskum stjórnmálum.

Frjálslyndi flokkurinn er flokkur fólks hægra megin við miðju sem aðhyllist frjálst markaðssamfélag með vitund og vitneskju i farteskinu um þau mistök sem gerð hafa verið á sviði stjórnmála hér á landi síðustu áratugi einkum varðandi kerfi fiskveiðistjórnunar við landið.

Þau hin sömu mistök varða efnahagslíf þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma hvað varðar ráðgjöf um veiðar og skipulag sem og aðkomu manna í þessa aldagömlu atvinnugrein þjóðarinnar.

Meðan sitjandi stjórnvöld í landinu sjá ekki nauðsyn þess að endurskoða kerfisfyrirkomulag fiskveiða þótt ekkert af hinum upphaflegu markmiðum laganna um fiskveiðistjórnunina hafi gengið eftir hvorki hvað varðar uppbyggingu verðmesta stofnsins né heldur atvinnu i byggðum lands, þá er illa komið fyrir hlutaðeigandi við stjórnvölinn.

" Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt " sagði skáldið Einar Ben og það eru orð að sönnu.

Ef við getum ekki endurskoðað aðferðir vorar, þá þokast lítt fram á við og þróun er orð á blaði.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Ég  get verið sammála þér að Frjálslyndir eru komnir til að vera.

Annars er það með mig sem hef jafnaðarhugsjón en kýs eftir verðleikum ekki eftir forskrift sem verður svo andhverfa sín þegar  á reynir.

Annars vil ég PERSÓNUKOSNINGAR, ÞAR SEM ÞEIR HÆFUSTU ÚR HVERJUM FLOKKI VINNA SAMAN AÐ HEILINDUM ÞJÓÐARINNAR.

Takk fyrir .

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 04:21

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Feiknagóður pistill hjá þér. Frjálslyndir eru komnir til að vera og munu berjast fyrir réttlátara samfélagi. Það þarf að hyggja að sjálfstæði þjóðarinnar og tryggja að allir hafi sinn rétt til að lifa réttlátu lífi í íslensku þjóðfélagi. Að fortíð skal hyggja ef framtíð skal tryggja. Við höfum nú aldeilis reynslubolta í okkar liði ekki satt. Eigðu góðan dag mín kæra. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.7.2008 kl. 10:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er algjörlega sammála þér þarna Gmaría mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.7.2008 kl. 18:08

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framtíð Frjálslyndaflokksins ræðst á þessu kjörtímabili.Ef flokknum tekst ekki að mynda sér skýra stefnu þar, sem þjóðnýtingu sjávarútvegsins er hafnað, aukningu ríkisvalds og höfuðborgar hafnað þar sem umhverfirsöfgamenn ráða ,til tjóns bæði fyrir höfuðborgarbúa sem aðra, þá bíður flokksins ekkert annað en dauði.Þar fyrir utan verður flokkurinn að hætta að elta Samfylkingu og VG í þeirri hugsjón að allir geti fengið vinnu hjá ríkinu.Flokkurinn á framtíð ef hann gjörbreytir stefnu sinni í sjávarútvegsmálum.Ég hef þá trú að það munu gerast.Það er nóg pláss fyrir frjálslyndan miðjuflokk sem hefur skýra stefnu.Því miður hefur Frjálslyndiflokkurinn það ekki í dag,en er ekki hægt að laga alla hluti.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 20.7.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurgeir. Ég er alveg sammála þér að það er ekki vænlegt að elta Samfylkinguna eða VG . Það sem ég þekki til í Frjálslynda flokknum er það aðallega fólk sem hefur unnið fyrir laununum í sveita síns andlits eins og sagt er stundum og þekkir á eigin skinni hvað þarf til að halda þjóðfélaginu gangandi. Við erum frjálslyndur hægri flokkur með jöfnuð og réttlæti sem viðmið en á móti forræðishyggju sem Sf og VG hafa svo mikið dálæti á. Þjóðnýting af öllu tagi er ekki hátt skrifuð hjá mér en þjóðareign er þjóðareign. Enginn að tala um að fara illa með útgerðarmenn eða sjómenn. Ég tel sjálfstæði þjóðarinnar mun meira virði en að snobba fyrir Evrópusjónarmiðunum í EB. FF mun lifa "don´t worry"   Sorry GMaría að ég er að svara á þinni síðu.kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.7.2008 kl. 23:37

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll takk fyrir innlitið , fínt að fá smá skoðanaskipti.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.7.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband