Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Mismunun bænda hvað varðar styrki til landbúnaðar.

Það má um það spyrja hvers vegna í ósköpunum stjórnvöld komu í gegn Lögum um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða 1994, án þess þó að gera lífrænum landbúnaði jafn hátt undir höfði í formi styrkveitinga og hinum hefðbundna.

Það tekur þó tvö ár að umbreyta úr hefðbundnum búskap yfir í lífræna framleiðslu og eins fáránlegt og það er hafa stjórnvöld ætlað bændum að lifa á loftinu meðan sú umbreyting fer fram.

Þetta er eitt dæmið þar sem skortur á framsýni hefur hamlað framþróun hér á landi.

kv.gmaria.


mbl.is Bændur vilja í lífræna ræktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreyfing kostar minna.

Tvívegis á ævinni hefi ég farið í megrun og tók þá það ráð í hvort skiptið fyrir sig að hlaupa ásamt því að taka mataræðið fyrir. Vatn og brauð og ein hlaupaferð á dag, kom vigtinni í lag, og kostaði ekki krónu nema síður sé.

kv.gmaria. 


mbl.is Megrun fyrir 44 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofnfundur borgarmálafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavík á þriðjudaginn.

Stofnað verður borgarmálafélag Frjálslynda flokksins fyrir Reykjavík, 29 júli, á þriðjudag kl.20.30 í Skúlatúni 4.

Allir sem vettlingi geta valdið, endilega að drífa sig og byggja upp öflugt borgarmálafélag í Reykjavík.

Bæjarmálafélög flokksins eru nú þegar til staðar í Kópavogi, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Grindavík, Reykjanesbæ, Ísafirði , Húsavík, Mosfellsbæ, Sauðárkróki, Akranesi, og í Eyjafirði.

Það er mjög ánægjulegt að sjá flokkinn vaxa og dafna að verðleikum þar sem æ fleiri leggja hönd á plóginn til góðra verka.

kv.gmaria. 

 


Hvar er verkalýðshreyfing þessa lands ?

Samfylking er í ríkisstjórn og þvi miður virðist það í réttu samhengi við þögn yfirforystu verkalýðshreyfingar í landinu eins fáránlegt og það nú er ?´

Á tímum þar sem hvers konar kjarasamningar eru í uppnámi eðli máls samkvæmt í þvi efnahagsöngþveiti sem til staðar er.

Verkalýðshreyfing á ekki að vera málpipa einstakra stjórnmálaflokka heldur hafa félög verkalýðsins í landinu það lögbundna hlutverk að standa vörð um kjör launafólks á hverjum tíma.

Launafólk í landinu greiðir gjöld til félaga þessara án tillits til þess hvaða stjórnmálaflokki tilheyra.

Það er lágmarkskrafa að verkalýðsfélög standi vörð um hagsmuni launafólks í landinu, og láti í sér heyra þegar svo er komið að launin brenna upp í óðaverðbólgu sitjandi ráðamanna.

kv.gmaria. 

 

 


Nóg komið af spádómastarfssemi eða hvað ?

Það væri betur að það kæmi fram í þessari tilkynningu að þessi banki hefði ákveðið að bregðast við ástandi þessu til handa sínum viðskiptavinum á þann veg að gera þeim hinum sömu lífið léttara við þessar aðstæður með lækkun vaxta........

 kv.gmaria.

 


mbl.is Kaupþing: spáir 13,2% verðbólgu í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varð verðtryggingin söluvara við einkavæðingu bankanna ?

Af hverju í ósköpunum fengu bankar sem seldir höfðu verið á " meintan markað " að hafa verðtryggingu útlánastarfssemi sinnar sem hluta af pakkanum ?

Á sama tíma og skattleysismörk voru fryst og hækkuðu ekki í áratugi til handa launamanni á vinnumarkaði ?

Gengu sitjandi ráðamenn á vegg rétt áður en þeir hinir sömu ákváðu slíkt fyrirkomulag í þrjú hundruð þúsund manna samfélagi á Norðurhjara verlaldar ?

Hver var fjármálaráðherra á þessum tíma ?

kv.gmaria.


Sjávarútvegsráðherra þarf að bregðast við eins og skot.

Það er gjörsamlega óviðunandi að menn hendi fiski vegna þess núverandi fiskveiðilöggjöf inniheldur sektarákvæði þess efnis að koma með þorsk sem meðafla að landi.

Markaðurinn fylgiblað Fréttablaðsins greinir frá því að frásagnir séu um stórfellt brottkast á Íslandsmiðum.

Við því hinu sama þarf að bregðast og það eins og skot og heimila mönnum að koma með meðafla að landi í stað þess að henda honum aftur í sjó.

Það hefur verið á það bent að annmarkar þess veiða aðra stofna við svo mikla þorskaflaskerðingu sem til staðar er hér nú, valdi vandræðum og er það afar skiljanlegt.

Sjávarútvegsráðherra þarf að vera á vaktinni og bregðast við slíku, að öðrum kosti er verðmætum sóað.

kv.gmaria.


Kertaljós, hvert kvöld, fyrir sálina.

Hef haft það fyrir sið í fimmtán ár, að kveikja þrjú kerti, hvert kvöld áður en ég geng til náða, en þessi kerti á borðinu hjá mér eru eins konar næring sálinni.

Lifandi ljós vonar um hið góða og friður eftir hvers konar amstur daganna, þar sem annað hvort er gangan upp í mót ,urð og grjót ellegar rólyndisgöngutúr í blíðuveðri.

Ég álít það nauðsyn að finna sér frið í amstri nútímans þar sem hið fjölbreytilega flóð áreitni ýmis konar er óhjákvæmilegur hluti af lífinu og eins gott að finna sér eitthvað til þess að aðlagast því hinu sama mynstri sem lífið snýst um.

Þennan sama frið fanga ég líka í sveitinni þar sem fuglasöngurinn á sumrin og kyrrð og fegurð náttúrunnar hefur samhljóm við flöktandi loga kertaljósanna.

kv.gmaria.

 

 

 


Var almenningur gerður að galeiðuþrælum einkavæðingar á Íslandi ?

Fjarlægð manna frá raunveruleikanum hefur verið stórfurðuleg lengi hér á landi og fólk mátt lesa um ofurlaunasamninga forstjóra í fjármálafyrirtækjum sem og fyrirtækjum í einkageira þar sem upphæðir launa voru á annarri pláhnetu en þeirri sem íslenskt verkafólk lifir á.

Aukinn kaupmáttur launa hefur ekki verið sýnilegur nema til handa hluta af þjóðinni undanfarna áratugi, enda skattar ekki lækkað svo neinu nemi til handa hinum vinnandi manni.

Andvaralaus verkalýðshreyfing í landinu hefur látið allt yfir sig ganga í þessu efni.

Hluti sjómanna var gerður að leiguliðum hjá stórútgerðarmönnum við hið ævintýralega fjármálabrask sem innleitt var í fiskveiðistjórnunarkerfið undir formerkjum hagræðingar og óhagkvæm byggðaþróun skipulagsins leiddi  samt ekki til þess að sitjandi stjórnmálamenn við stjórnvölinn hefðust handa við endurskoðun áratugum saman.

Innkoma fjármálastofnanna á húsnæðismarkað með lánasstarfssemi, var það með vitund og vilja stjórnvalda í landinu eða höfðu menn misst tökin á því meinta frelsi sem ætlað var að yrði almenningi til hagsbóta ?

Núverandi ríkisstjórn situr með fætur ofan í vatni efnahagsöngþveitis og gefur lítil sem engin skilaboð um hvert ferðinni sé heitið.

kv.gmaria.

 

 


Fé án hirðis ?

Um allt land er ræktað land sem enginn hugsar um eða nýtir til hagsbóta fyrir land og þjóð enn sem komið er , land sem þó gefur þá möguleika að nota það og nýta til landbúnaðarframleiðslu í sátt við móður náttúru hvers konar.

Mér best vitanlega hefur engin úttekt farið fram af hálfu stjórnvalda í landinu á því hve mikið ræktað land er nú án nytja á Íslandi.

Lífrænn landbúnaður hefur ekki fengið þann sess hér á landi sem til staðar er erlendis enn sem komið er til jafns við hinn hefðbundna landbúnað þrátt fyrir hin ótalmörgu tækifæri sem liggja í farvegi lifrænnar ræktunar hvers konar, nú einnig til framleiðslu orkugjafa sem eldsneytis til viðbótar matvælaframleiðslu.

Stjórnvöld hafa ekki hugsað um að taka upp búsetustyrki til þess að sporna gegn fólksflótta á fjölbýlli svæði og hafa þannig möguleika að hafa fólk að störfum víða um land við ný sóknarfæri.

Það er slæmt og þessi mál þarf að skoða mun betur en verið hefur til þessa.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband