Hví skyldum við Íslendingar una mannréttindabrotum í stjórnkerfi fiskveiða ?

ER það allt í lagi að ein stétt manna eigi ekki aðkomu að sinni atvinnu vegna klaufaskaps við kerfisfyrirkomulags við stjórnkerfi fiskveiða hér á landi ?

Getur það verið að allir aðrir stjórnmálaflokkar en Frjálslyndi flokkurinn, sem eiga fulltrúa á Alþingi Íslendinga þegi þunnu hljóði í áraraðir varðandi það atriði að verið sé að brjóta mannréttindi hér á landi með þessu móti ?

Fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar voru höfundar að skipulaginu en Samfylking hefur frá upphafi stofnunar þess flokks verið nær skoðanalaus um kerfi þetta, og vill nú færa ESB íslensku fiskimiðin að virðist á silfurfati.

VG hafa ekki tekið þátt í umræðu um kerfi sjávarútvegs sem heitið geti heldur og aldrei sett málið á oddinn í kosningum.

Þrátt fyrir það að upphaf þeirrar velmegunar sem við búum við í dag sé starf sjómanna við landið gegnum ár og aldir.

Skortur á nauðsynlegri endurskoðun fiskveiðistjórnar skrifast því fyrst og fremst á gömlu stjórnmálaflokkana í landinu sem steinsofa í andvaraleysi sínu gagnvart helstu hagsmunum einnar þjóðar til lengri og skemmri tíma.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála . kv .

Georg Eiður Arnarson, 18.7.2008 kl. 17:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rosalega sammála þér hér Gmaría

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Sammála, enda alfarið orðinn andvígur núverandi fiskveiðastjórnunar-
kerfi, ekki síst eftir för mína um vesfirsku heimaslóðirnar fyrir skömmu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.7.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll, og takk fyrir innlitið.

Menn munu gjöra svo vel að þurfa að taka okkur alvarlega.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.7.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband