Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Samfylkingin, Vinstri Grænir og Evrópusambandið.

Hverjum hefði dottið það í hug að vinstri stjórn í landinu myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu ?

Er Samfylkingin vinstri flokkur ?

Svar mitt er NEI, sá flokkur er sambland af kommúnískum forsjárhyggjuflokki sem blandast saman við öfgahægri frjálshyggju þar sem trúin á Evrópu sem markað á að skila Íslandi einhverju, sem það ekki gerir að mínu viti, enda landið ekki með landamæri til ferðalaga að mörkuðum.

Hvað þá með Vinstri Græna ?

Voru þeir virkilega tilbúnir til þess að henda frá sér afstöðu sinni gegn Evrópuaðild, fyrir setu við völdin í landinu ?

Svar mitt er JÁ, því miður er það svo og enn einu sinni er Íslandi stjórnað af valdagræðgi einstakra flokka sem virðast tilbúnir að henda sjónarmiðum sannfæringar sinnar fyrir róða fyrir að halda á valdataumum.

Ríkisstjórn þessara tveggja flokka hefur síðan einkennst af því að þeir hinir sömu eru ekki vanir því að standa við stjórnvölinn , hvað þá í kreppu, og ráðin eru eftir þvi þar sem menn telja að hægt sé að skattleggja endalaust út í hið óendanlega án afleiðinga hvers konar til framtíðar.

Flokkarnir hafa ekki virst ráða við utanríkismál eins og icesave ásamt innaríkismálum samtímis og heilt sumar fór í málaþref til einskis með málamyndaþrefi meints lýðræðismiðjumoðs um það hið sama mál, sem leitt hefur menn að upphafspunkti að nýju að vissu leyti að sjá má.

Sjónarspil málamyndamótmæla svo sem afsagnar Ögmundar virðast með það eitt að markmiði að halda flokkspólitískum hagsmunum VG eins fáránlegt og það er og líkt og það skipti þjóðina einhverju máli að einn flokkur viðhafi slíkan kattarþvott.

Enginn veit enn hvert för er heitið í framkvæmdum ellegar efnahagsmálum einnar þjóðar, varðandi skuldaleiðréttingu eður ei, hvað þá uppbyggingu atvinnu og einhvern snefil af framtíðarsýn.

Íslendingar munu hafna Evrópusambandsaðild, svo mikið er víst og eins gott fyrir þessa stjórn að gera sér grein fyrir því.

 

kv.Guðrún María.

 

 


" Halelúja ... "

Ekki veit ég hvað hefur verið skrifað undir hvað mikið af plöggum, um víðan völl, varðandi alls konar jafnrétti kynjanna, án þess þó að slíkt finni stað í launum á vinnumarkaði í reynd.

Hvað er verkalýðshreyfingin í þessu sambandi, spyr sá sem ekki veit ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Borgin virði jafnrétti kynjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenzka þjóðin segi síðasta orðið um icesavesamninga.

Hringlandaháttur núverandi ríkisstjórnar varðandi málefni fjármálastofnanna og gerninga þeirra erlendis, sem og þær fjárskuldbindingar sem hugmyndir eru um að leggja á land og þjóð eru ekki lengur einkamál einnar ríkisstjórnar eftir atburðarásina.

Sá tími er kominn að þjóðin fái að segja sitt um þessa samningagerð og það eins og skot, þ.e hvort almenningur hér á landi er tilbúin til þess að samþykkja síðasta útspil stjórnvalda í þessu máli.

kv.Guðrún María.


Embættismenn hins opinbera í ráðuneytum eiga að gera grein fyrir sinni fjármálaaðkomu, til vinstri og hægri.

Það skiptir engu einasta máli hvar í flokki menn standa, við vinnu í ráðuneytum á vegum hins opinbera, hvarvetna skyldi aðkoma manna að fjármálalífinu með tengslum við störf þeirra hinna sömu vera uppi á borðinu á hverjum tíma og breytir þar engu hvar menn standa í hinu pólítiska litrófi, né heldur hvaða stjórn sem slík er við valdatauma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hlutabréfasala ráðuneytisstjóra rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi vanvirt af ríkisstjórn Samfylkingar og VG, umboðslaus stjórnvöld....

Það er varla að maður trúi því sem maður les hér þess efnis að stjórnvöld hafi fallist á að fyrirvörum þeim sem fulltrúar á Alþingi hafa samþykkt í icesavemálinu, eftir vinnu heilt sumar, hafi ríkisstjórnin hent á brott og samþykkt eitthvað annað til handa öðrum þjóðum án aðkomu fulltrúa þjóðarinnar að málinu.

Svo er komið að mál þetta skyldi á þessum tímapunkti leggja í dóm þjóðar allrar, þar sem stjórnvöld virðast hafa talið sig geta samið um hvaðeina er varðar álögur á komandi kynslóðir hér á landi, varðandi mál einkabanka með starfssemi erlendis, þar sem eftirlitsstofnanir brugðust allar.

Fyrir það fyrsta geta íslensk stjórnvöld ekki fallist á breytingar á lögum frá Alþingi áður en þær hinar sömu eiga sér stað, og í annan stað er mál þetta allt í slíku öngþveiti að tími er kominn til að leggja það í dóm þjóðar, og forseti lýðveldisins getur séð til þess að beita slíku valdi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf batnar það, hver samdi þessi " lög " ?

Oft hefi ég gagnrýnt lélega lagasetningu af hálfu hins háa Alþingis en svo virðist sem menn séu endalaust að toppa sig í því efni, og nú á að setja lög sem jafna skuldastöðu, halelúja......

Önnur grein frumvarps til laga er hér....

 

"

2. gr.
Einstaklingar og heimili.

    Í samningi milli kröfuhafa og skuldara um eftirgjöf skulda eða breytingu á skilmálum skuldabréfa og lánssamninga skal fyrst og fremst horft til þess að laga skuldir að greiðslugetu og eignastöðu viðkomandi einstaklings eða heimilis. Skal miðað að því að hámarka gagnkvæman ávinning samningsaðila af því að gefa eftir tapaðar kröfur og komast hjá óþarfa kostnaði og óhagræði. Heimilt er eftirlitsskyldum aðilum á fjármálamarkaði að móta með samkomulagi sín á milli samræmdar verklagsreglur um skuldaaðlögun sem gildi tímabundið "

Þessi lagagrein inniheldur vægast sagt afar loðin skilaboð og ekki öfunda ég dómstóla af því að reyna að túlka þessa lagagrein, svo sem " fyrst og fremst... " og " heimilt er... " og " móta... " einnig  því að  " gildi tímabundið .... " 

Sjálfsagt góður vilji en..................................

kv.Guðrún María. 


mbl.is Frumvarp um skuldir lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skringilegt tilstand að hefja illdeilur.

Ég lít svo á að þegar svo er komið ,að einhvers konar umfjöllun um meintar ásakanir af þvi tagi sem viðkomandi hefur orðið fyrir og komist hefur í hámæli, er slíkt því miður til þess fallið að kasta rýrð á kirkjunnar þjóna í heild.

Svo virðist sem viðkomandi geri sér ekki grein fyrir því og kjósi nú að kasta stríðshanska varðandi þá ákvörðun biskups að færa hann til í starfi.

Að safna liði með borgarafundi minnir óneitanlega á eiginhagsmunabaráttu af stjórnmálalegum toga, sem EKKI ætti að vera á ferð innan Þjóðkirkjunnar.

Geti prestar þjóðkirkjunnar ekki unað ákvörðun biskups, ættu þeir hinir sömu að víkja úr starfi og geta þar með stofnað sér trúfélag þess vegna.

Kirkjunnar þjónar hvoru tveggja þurfa og verða að ganga á undan með góðu fordæmi og ég geri þá kröfu að um þá hina sömu ríki sátt, og það atriði að safna liði til sérhagsmuna, í þessu sambandi er eitthvað sem ég get ekki tekið undir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hörð gagnrýni á biskupinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steinsofandi ríkisstjórn við stjórnvölinn ?

Hvers vegna í ósköpunum hafa sitjandi ráðamenn þessa lands ekki andmælt opinberlega þeim aðgerðum sem landið má þurfa að meðtaka ?

Er það umsóknin að Evrópusambandinu sem veldur því að menn eru múlbundnir að virðist ?

Í upphafi skyldi endir skoða og það atriði  að setja inn umsókn að Evrópusambandinu á þessum tímapunkti eru og verða pólítísk mistök þessarar stjórnar.

Forsætisráðherra segir þingheimi í dag að aðgerðir Breta og Hollendinga séu óviðunandi en lítið sem ekki neitt virðist fara opinberlega frá stjórnvöldum í því efni sem er stórfurðulegt.

Betur má ef duga skal að standa vörð um hagsmuni einnar þjóðar.

kv. Guðrún María.

 

 


mbl.is Verið að endurmeta lánaþörf Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunatogstreitan og ráðleysið um breytingar í sjávarútvegi.

Á sínum tíma hefði verið hægt að fyrna aflaheimildir þ.e. fyrir aldamótin síðustu, en eftir þróun mála varð hvert ár fjötur um fót við slikar breytingar, og aðrar lausnir hafa þurft að koma til sögu.

Það breytir því ekki að þær hinar sömu lausnir eru auðvitað til og andvaraleysi við slíkt er og hefur verið algjört þar sem menn standa eins og steingervingar í hagsmunavörslu hér og þar í sínum básum líkt og engin þróun megi eiga sér stað.

Oftar en ekki hafa þeir sem gala og gapa hæst um breytingar enga heildaryfirsýn varðandi alla lausa enda sem þarf að hnýta í þessu efni, en umbreytingaleysið er hins vegar ófyrirgefanlegt í ljósi annmarkanna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir fyrningarleið ruddaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Appelsínur og lýsi gegn svínaflensu.

Sínýjar pestir herja á og nú er það fuglaflensa, nei fyrirgefið, svínaflensa ásamt hinni venjulegi árlegu inflúensu sem er árlegt fyrirbæri.

Læknar hafa látið frá sér fara að einkennin séu almennt væg, enn sem komið er, en auðvitað er allur varinn góður og sjálfsagt að taka lýsi og c vitamín til þess að vera betur undirbúin undir þetta pestatímabil sem nú gengur yfir.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Byrjað að bólusetja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband