Alþingi vanvirt af ríkisstjórn Samfylkingar og VG, umboðslaus stjórnvöld....

Það er varla að maður trúi því sem maður les hér þess efnis að stjórnvöld hafi fallist á að fyrirvörum þeim sem fulltrúar á Alþingi hafa samþykkt í icesavemálinu, eftir vinnu heilt sumar, hafi ríkisstjórnin hent á brott og samþykkt eitthvað annað til handa öðrum þjóðum án aðkomu fulltrúa þjóðarinnar að málinu.

Svo er komið að mál þetta skyldi á þessum tímapunkti leggja í dóm þjóðar allrar, þar sem stjórnvöld virðast hafa talið sig geta samið um hvaðeina er varðar álögur á komandi kynslóðir hér á landi, varðandi mál einkabanka með starfssemi erlendis, þar sem eftirlitsstofnanir brugðust allar.

Fyrir það fyrsta geta íslensk stjórnvöld ekki fallist á breytingar á lögum frá Alþingi áður en þær hinar sömu eiga sér stað, og í annan stað er mál þetta allt í slíku öngþveiti að tími er kominn til að leggja það í dóm þjóðar, og forseti lýðveldisins getur séð til þess að beita slíku valdi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

það voru gerðar athugasemdir við þrjú atriði við lögin fra Alþingi.Það var mjög eðlilegt því þau voru gölluð.Steingrímur hefur höfuð og herðar yfir alla stjórnmálamenn landsins.þessi Bjarni Benediktsson ætti að hætta bullinu sýnu, hann veit það að sjálfstæðismenn stofnuðu til þessa skuldar með samþykki sýnu.

Árni Björn Guðjónsson, 18.10.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband