Skringilegt tilstand að hefja illdeilur.

Ég lít svo á að þegar svo er komið ,að einhvers konar umfjöllun um meintar ásakanir af þvi tagi sem viðkomandi hefur orðið fyrir og komist hefur í hámæli, er slíkt því miður til þess fallið að kasta rýrð á kirkjunnar þjóna í heild.

Svo virðist sem viðkomandi geri sér ekki grein fyrir því og kjósi nú að kasta stríðshanska varðandi þá ákvörðun biskups að færa hann til í starfi.

Að safna liði með borgarafundi minnir óneitanlega á eiginhagsmunabaráttu af stjórnmálalegum toga, sem EKKI ætti að vera á ferð innan Þjóðkirkjunnar.

Geti prestar þjóðkirkjunnar ekki unað ákvörðun biskups, ættu þeir hinir sömu að víkja úr starfi og geta þar með stofnað sér trúfélag þess vegna.

Kirkjunnar þjónar hvoru tveggja þurfa og verða að ganga á undan með góðu fordæmi og ég geri þá kröfu að um þá hina sömu ríki sátt, og það atriði að safna liði til sérhagsmuna, í þessu sambandi er eitthvað sem ég get ekki tekið undir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hörð gagnrýni á biskupinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband