Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Fákeppni og einokun ferðast ekki með frelsi einstaklinga í einu landi.

Mér er það með öllu óskiljanlegt að stjórnvöld hér á landi skuli ekki þess umkomin að taka á því atriði að viðhafa dreifða eignaraðild í starfandi fyrirtækjum á markaði innanlands á öllum sviðum markaðar hvers konar.

Við innleiðingu framsals með aflaheimildir í kvótakerfi sjávarútvegs og tilkomu fyrirtækja í sjávarútvegi  upphaflega á hinn íslenska hlutabréfamarkað , var landsmönnum talin trú um að allir væru þáttakendur í sjávarútvegi því lífeyrissjóðir fjárfestu í sjávarútvegsfyrirtækjunum, án umhugsunar þá um framtíðarfjárfestingu sem slíka.

Síðar hurfu sjávarútvegsfyrirtæki af hlutabréfamarkaði eftir að lífeyrissjóðirnir höfðu ákveðið að færa fjárfestingar annað en þá hafði meginhluti heimilda til veiða á Íslandsmiðum safnast á hendur örfárra útgerðaraðila með tilheyrandi þjóðhagslegum kostanaði þar að lútandi að ég tel.

Meint frelsi kaupmanna á matvörumarkaði snerist í öndverðu sína á stuttum tíma þar sem eignarhald einnar fyrirtækjasamsteypu annars vegar á matvörumarkaði og hins vegar á fjölmiðlum, ruddi öðrum út af markaði nokkurs konar og til varð einokun og markaðsráðandi skilyrði sem stjórnvöld hafa ekki eins og áður sagði verið þess umkomin að taka á enn sem komið er.

Samráð Olíufélaganna sem uppvíst varð um var einnig sami angi af sama meiði samþjöppun í formi einokunarstöðu aðila á markaði með ákveðna söluvöru, og samráð um verð til þess að tryggja fyrirtækin sem slík.

Slíkt umhverfi fyritækja hefur knúið á um lækkun launa á vinnumarkaði sem aftur hefur gert það að verkum að gróðinn hefur verið til staðar í í fáum fyrirtækjaeiningum sem keypt hafa hluti í hver annarri sitt á hvað og myndað hinn íslenska hlutabréfamarkað með dyggri aðstoð nýeinkavæddra fjármálastofnanna með axlabönd og belti verðtryggingar í farteskinu.

Nauðsynlega heildaryfirsýn skortir af hálfu sitjandi stjórnvalda í landinu varðandi það atriði að skapa eðlileg skilyrði markaðar í fámennissamfélagi sem Ísland óhjákvæmilega er að höfðatölu og hver þjóð þarf að taka mið af.

kv.gmaria.

 


Hagsmunir minni hluthafa í fyrirtækjum, skipta auðvitað máli.

Aðhald hluthafa í fyrirtækjum skiptir almenning í hverju landi máli eðli máls samkvæmt en eins og þessi frétt ber með sér er það ekki allra að ganga slíkra erinda og hér á landi hefur einn maður verið áberandi í umræðu um slík mál Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt sem víða hefur komið við með sína fyrirlestra um fyrirtækjaumhverfið og hagsmuni minni hluthafa.

kv.gmaria.

 


mbl.is Broddflugan Evelyn Y. Davis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðsmisnotkun á Íslandi ?

Ef þessi grunur reynist á rökum reistur þá hlýtur að telja að um sé að ræða alvarlegan hlut sem vegur að trú manna á fjármálafyrirtæki.

kv.gmaria.


mbl.is Grunaðir um markaðsmisnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndi flokkurinn á ferð undir Eyjafjöllum.

Þrír þingmenn okkar Frjálslyndra fóru austur undir Eyjafjöll í gær, til fundarhalds og þáðu boð oddvita Rangárþings eystra um heimsókn í Samgönguminjasafnið á Skógum, og fræðsluferð um kornrækt undir Eyjafjöllum meðal annars á Skógasandi, einu stærsta flæmi uppræktaðs lands úr svörtum sandi hér á landi. Síðan var haldið heim að Þorvaldseyri þar sem okkur var sýnd sjálfbærni í búskap með nýtingu rafmagns úr bæjarlæknum og eigin hitaveitu sem landeigendur hafa fengið heitt vatn til eigin nota. Frumkvöðlastarf bænda á Þorvaldseyri í kornrækt er löngu landsþekkt, en þar er nú framleitt íslenskt hveiti meðal annars ásamt samstarfsverkefnum bænda við Saga Medica við nýtingu jurta til framleiðslu náttúrulyfja. Ferðin var því í alla staði afar fróðleg en einnig fræddu þeir Ólafur Eggertsson oddviti og Þórður Tómasson safnvörður í Skógum okkur um starfssemi safnanna í Skógum og sveitarfélagið. Hafi þeir góðar þakkir fyrir.

Var nú ekki nógu dugleg að taka myndir en set hér nokkrar inn úr ferðinni.

RIMG0007.JPG

Kristinn H, Grétar Mar, Þórður Tómasson og Guðjón Arnar á Samgönguminjasafninu í Skógum.

RIMG0008.JPG

Þarna erum við suður á Skógasandi að skoða kornræktun á sandinum.

RIMG0005.JPG

Kolbrún, Ásgerður Jóna, og ég við einn heillandi fornbíl á Samgönguminjasafninu.

RIMG0010.JPG

Hér erum við að skoða rafmagnsvirkjun frá 1928, sem sér býlinu á Þorvaldseyri fyrir rafmagni og selur ufmframrafmagn inn á orkuveitukerfi landsmanna, en þarna er einnig borholan sem nýtir jarðvarmann fyrir búið.

nóg í bili.

kv.gmaria.


Er ekki tímabært að aftengja vísitölu neyslukostnaðar húsnæðisverði ?

Vor innanlands efnahagslegu vandamál eru mál þar sem þarf að koma til hugarfarsbreyting að mínu viti varðandi að atriði að endurmeta ákveðnar forsendur sem að hluta til gilda ekki lengur í dag að nokkru leyti svo sem vísitölutenging neyslukostnaðar við húsnæðisverð.

Í raun erum við á kafi í alls konar arfleifð fortíðar svo sem þessari visitölutengingu þar sem inn og útkoma fjármálafyrirtækja með lánveitingum á húsnæðismarkaði, hefur sett all mörg strik í reikninginn, svo mjög að menn finna ekki lengur forsendur mála í raun.

Skortur á kjarki stjórnmálamanna til ákvarðanatöku í efnahagsmálum er að vissu leyti vandamál nútimans við að fást.

kv.gmaria.


Málefni innflytjenda til Íslands.

Málefni innflytjenda til Íslands, eru mál sem að sjálfsögðu á að vera hægt að ræða á vitrænum forsendum eins og öll önnur samfélagsmál.

Fámenn þjóð eins og við Íslendingar erum einungis 300 þúsund að höfðatölu, upplifum eðlilega breytingar þegar stórir hópar fólks af erlendu bergi brotnu flytjast hingað til atvinnuþáttöku á skömmum tíma sérstaklega ef ekki er nógu vel að verki staðið að gera fólki kleift að aðlagast einu samfélagi þar sem þjóðtungan og kunnátta í íslensku máli skiptir sköpum.

Tungumálið og notkun þess eru hvoru tveggja forsenda möguleika á vinnumarkaði sem og möguleikar fólks til þess að taka virkan þátt í einu samfélagi með sýn á réttindi og skyldur.

Því miður hafa stjórnvöld hér á landi ekki lagt þann grunn í formi fjármagns til þess að kosta íslenskukennslu nýbúa og meira og minna er þeim er hingað flytjast til vinnuþáttöku gert að kosta þann þátt sjálfir af sínum aukatíma frá vinnu og ef til vill með viðbótarkostnaði sem aftur kemur niður á samveru með fjölskyldu.

Hvorki stjórnvöld né fyrirtæki í landinu hafa gætt hagsmuna hingað kominna nýbúa til landsins í þessu efni sem skyldi.

Það er stjórnvalda að skylda fyrirtæki til þess að kosta islenskukennslu og eðli máls samkvæmt hagur fyrirtækjanna að nýbúar skilji tungumál einnar þjóðar fyrir það fyrsta ásamt þeirri sjáfsögðu virðingu sem á að felast i því að bjóða fólk velkomið til atvinnuþáttöku i einu landi að þeir hinir sömu geti verið virkir þáttendur í einu samfélagi.

Telji sitjandi stjórnvöld í landinu á hverjum tíma að ekki sé til fjármagn til þess að inna af hendi nauðsynlega kennslu í tungumálinu þá þarf að óska eftir undanþágum um þann fjölda fólks sem eitt þjóðfélag getur tekið á móti , meðan sú staða er fyrir hendi.

kv.gmaria.

 


Frjálslyndi flokkurinn ályktar um matvælafrumvarpið.

Set hér inn ályktun þingflokks Frjálslynda flokksins um matvælafrumvarpið sem er nú í þinginu.

af xf.is.

"

20. maí 2008 15:17

Ályktun þingflokks Frjálslynda flokksins um matvælafrumvarpið

Þingflokkur Frjálslynda flokksins leggst gegn því að matvælafrumvarpið verði afgreitt á vorþingi. Málið er óvenjulega viðamikið og Alþingi þarf mun lengri tíma en gefist hefur til þess að fara vandlega yfir frumvarpið og leggja mat á áhrif þess á framkvæmd heilbrigðiseftirlits, framleiðslu og úrvinnslu á landbúnaðarvöru og verðlagi á þeim.

Þingflokkurinn leggur þunga áherslu á að í engu verði hvikað frá reglum sem eiga að koma í veg fyrir að sjúkdómar berist  til landsins. 

Fyrir liggur það mat hagsmunaaðila að samþykkt frumvarpsins muni leiða af sér vaxandi innflutning á  kjötvörum sem leiði síðan  til verulegrar fækkunar á störfum í framleiðslu og úrvinnslu. Nákvæmar tölur þar um liggja ekki fyrir en talið er að fækkun starfa geti munið nokkrum þúsundum.  Sambærilegur  samdráttur  er fyrirsjáanlegur  í framleiðslu og vinnslu innlendra mjólkurafurða komi til innflutnings á þeim vörum,sem telja verður  óhjákvæmilegt  í kjölfarið af breytingunni á kjötvörunum.
Atvinnuháttabreytingar eru af þessari  stærðargráðu eru með öllu  óviðunandi   og þingflokkurinn mun ekki standa að lagasetningu sem leiðir slíkt af sér.

Farið er þess á leit við stjórnvöld að Byggðastofnun verði falið að meta áhrifin á atvinnumál  af innflutningi landbúnaðarvöru og að það mat liggi fyrir áður en  að frumvarpið verði tekið til lokaafgreiðslu á Alþingi.

Loks bendir þingflokkurinn á að skortur er á samkeppni á íslenskum matvörumarkaði og það mun óhjákvæmilega leiða til þess að innflutningur og sala á erlendri ódýrri kjöt- og mjólkurafurða ryðji innlendri framleiðslu út af markaði án þess að varanleg verðlækkun verði í kjölfarið.  Nýleg lækkun virðisaukaskatts  á matvæli kom neytendum til góða aðeins um skamman tíma en er nú horfin í vasa smásalanna og staðfestir  varnarleysi almennings  gagnvart fákeppninni á íslenskum matvörumarkaði.   Innflutningur án virkrar samkeppni er bein ávísun á aukinn gróða fárra smásöluaðila á kostnað neytenda. Við þessar aðstæður er fráleitt að opna fyrir innflutning á kjöt- og mjólkurvörum.
"

 


Sjálfsagt ,en sama innihaldsvirkni þarf að vera tryggð í ódýrari lyfjaávísun.

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að læknar ávísi á ódýrari samheitalyf, svo fremi þau lyf séu að fullu og öllu með sömu virkni.

Það atriði þarf að vera á hreinu.

Sú er þetta ritar lenti illa í því að fá ávísað samheitalyf við bólgum í baki sem allsendis virkaði ekki eins og annað lyf með uppgefnum sömu innihaldsefnum, þvert á móti olli lyfið ofnæmi af þeim toga að hætta þurfti töku þess samstundis.

Nægilegar rannsóknir skyldu því ætíð liggja til grundvallar varðandi notkun lyfja þannig að tryggt sé að ódýrari lyf hafi sams konar virkni og frumgerð lyfsins.

kv.gmaria.


mbl.is Læknar ávísi ódýrari tegundum lyfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósammála, slíkt fer saman líkt og að hafa gaman að lömbum að vori sem sprikla um tún og engi...

Stundum finnst manni eins og menn vanti meðvitund um lifkeðjuna að hluta til og nýtingu mannsins af náttúruauðlindum og lífríki jarðar.

Hverjum dettur í hug að friða þurfi hrefnur um aldur og ævi til að skoða þær ?

Hófleg veiði úr stofninum stuðlar að endurnýjun, álíka því að bóndinn setur á lömb að hausti til endurnýjunar fjárstofns, þegar hluti verður fæða mannkyns.

kv.gmaria.


mbl.is Alvarleg aðför að hvalaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með aðra fiskistofna við landið í kvótakerfinu, Ingibjörg.....?

Samfylking situr í ríkisstjórn og gefur út yfirlýsingu gegn ákvörðun sjávarútvegsráðherra í sömu ríkisstjórn um hrefnuveiðar.... halelúja.

Sjálfsagt er verið að reyna að rasskella samstarfsflokkinn og forsætisráðherrann fyrir afdráttarlausar yfirlýsingar þess efnis að ESB aðild sé ekki á dagskrá ef ég þekki rétt kaupin á Eyrinni í henni pólítik.

Einhver hefði á einhverjum tíma talið þetta bera vott um brest í stjórnarsamstarfi flokka við stjórnvölinn.

kv.gmaria.

 


mbl.is Hagsmunum fórnað með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband