Frjálslyndi flokkurinn ályktar um matvælafrumvarpið.

Set hér inn ályktun þingflokks Frjálslynda flokksins um matvælafrumvarpið sem er nú í þinginu.

af xf.is.

"

20. maí 2008 15:17

Ályktun þingflokks Frjálslynda flokksins um matvælafrumvarpið

Þingflokkur Frjálslynda flokksins leggst gegn því að matvælafrumvarpið verði afgreitt á vorþingi. Málið er óvenjulega viðamikið og Alþingi þarf mun lengri tíma en gefist hefur til þess að fara vandlega yfir frumvarpið og leggja mat á áhrif þess á framkvæmd heilbrigðiseftirlits, framleiðslu og úrvinnslu á landbúnaðarvöru og verðlagi á þeim.

Þingflokkurinn leggur þunga áherslu á að í engu verði hvikað frá reglum sem eiga að koma í veg fyrir að sjúkdómar berist  til landsins. 

Fyrir liggur það mat hagsmunaaðila að samþykkt frumvarpsins muni leiða af sér vaxandi innflutning á  kjötvörum sem leiði síðan  til verulegrar fækkunar á störfum í framleiðslu og úrvinnslu. Nákvæmar tölur þar um liggja ekki fyrir en talið er að fækkun starfa geti munið nokkrum þúsundum.  Sambærilegur  samdráttur  er fyrirsjáanlegur  í framleiðslu og vinnslu innlendra mjólkurafurða komi til innflutnings á þeim vörum,sem telja verður  óhjákvæmilegt  í kjölfarið af breytingunni á kjötvörunum.
Atvinnuháttabreytingar eru af þessari  stærðargráðu eru með öllu  óviðunandi   og þingflokkurinn mun ekki standa að lagasetningu sem leiðir slíkt af sér.

Farið er þess á leit við stjórnvöld að Byggðastofnun verði falið að meta áhrifin á atvinnumál  af innflutningi landbúnaðarvöru og að það mat liggi fyrir áður en  að frumvarpið verði tekið til lokaafgreiðslu á Alþingi.

Loks bendir þingflokkurinn á að skortur er á samkeppni á íslenskum matvörumarkaði og það mun óhjákvæmilega leiða til þess að innflutningur og sala á erlendri ódýrri kjöt- og mjólkurafurða ryðji innlendri framleiðslu út af markaði án þess að varanleg verðlækkun verði í kjölfarið.  Nýleg lækkun virðisaukaskatts  á matvæli kom neytendum til góða aðeins um skamman tíma en er nú horfin í vasa smásalanna og staðfestir  varnarleysi almennings  gagnvart fákeppninni á íslenskum matvörumarkaði.   Innflutningur án virkrar samkeppni er bein ávísun á aukinn gróða fárra smásöluaðila á kostnað neytenda. Við þessar aðstæður er fráleitt að opna fyrir innflutning á kjöt- og mjólkurvörum.
"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband