Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Sjálfsagt mál að fresta þessu frumvarpi.

Það er ánægjulegt að að máli þessu skuli hafa verið frestað í bili svo mönnum gefist tími til að skoða mál þetta og gaumgæfa betur.

kv.gmaria.


mbl.is Matvælafrumvarpi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótvægisaðgerðir vegna matvælalöggjafar ESB ?

Getur það verið að ríkisstjórn landsins innleiði matvælalöggjöf hér á landi einungis til þess fallna að koma bændum á hausinn ?

Með það að markmiði að taka þátt í samkeppni í Evrópu við innflutning landbúnaðarvara yfir Atlantshaf.

Það skyldi þó aldrei vera að við hefðum hugsanlega með þvi móti skotið okkur í fótinn.

Ef til vill á svo að koma með mótvægisaðgerðir vegna fækkunar bænda vegna innleiðingu löggjafar þessarrar með fjárútgjöldum á kostnað skattgreiðenda ?

Sem setur okkur þá hvar ?

kv.gmaria.

 


Betur má ef duga skal, því lengi býr að fyrstu gerð.

Því miður lifum við ekki í fjölskylduvænu samfélagi, þar sem þarfir barna, til að njóta samveru við foreldra sína, eru settar umfram þörfum vinnumarkaðar og þrátt fyrir alls konar stagbættar málamyndaúrlausnir eru það mannsæmandi laun einnar fyrirvinnu heimilis, ellegar heimgreiðslur til annars foreldris sem brúa kunna bil sem þarf að brúa.

Við lifurm enn í þjóðfélagi ofurskattöku á einstaklinga á vinnumarkaði, því skal ekki gleyma þar sem skattleysismörk hafa ekki haldist í hendur við þróun verðlags og stjórnvöld hafa því heilmikið um það að segja nákvæmlega með því móti hvaða möguleika foreldrar kunna að hafa til þess að sinna ungum börnum á æviskeiði frumbernsku.

Það á allsendis ekki að vera eitthvað lögmál að börn fari í svo og svo langa vistun á stofnununum hversu góðar sem þær eru tveggja ára gömul, foreldrar eiga að hafa val.

Val sem ekki er fyrir hendi í dag.

kv.gmaria.


mbl.is Merki og hljómur dags barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir flokkar sammála um mistök, timamót á stjórnmálasviðinu !

Formaður míns flokks Frjálslynda flokksins reið á vaðið í þessari umræðu og ræddi mistök í þessu sambandi og útskýrði þætti málsins, enda með yfirgripsmikla þekkingu á þessu málasviði.

Fprmenn hinna fjögurra flokkanna tóku allir undir þá hina sömu skoðun, sem telja verður tímamót varðandi það atriði að allir formennn flokka viðurkenni mistök í lagasetningu samtímis.

Mjög sérstakt.

kv.gmaria.


mbl.is Mistök gerð við setningu eftirlaunalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við getum sagst vera að gera eitthvað.....

Aumt var svar utanríkisráðherra  í þætti Ríkissjónvarps í dag, varðandi svar til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, um breytingar á kvótakerfinu. Ráðherrann sagði að við gætum svarað nefndinni þannig að við værum að vinna í málinu......

ER þetta sú virðing sem íslenskir stjórnmálamenn ætla að auðsýna íslenskri sjómannastétt ?

kv.gmaria.


Frjálslyndi flokkurinn hefur nú gagnrýnt skipan mála í sjávarútvegi í áratug.

Frjálslyndi flokkurinn einn flokka á Alþingi Íslendinga hefur gagnrýnt núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi frá stofnun flokksins, en hvorki Samfylking eða Vinstri Grænir hafa gert málefnum sjávarútvegs sérstaklega hátt undir höfði, fremur en Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem setið hafa meginhluta tímans í ríkisstjórn við skipulag kerfisins.

Ef til vill er ástæðu málefnafátæktar hinna flokkanna að finna í því atriði að hluti þingmanna þessarra flokka lögðu blessun sína yfir hið þjóðhagslega óhagkvæma skipulag sem lögleiðing hins frjálsa framsals aflaheimilda fól í sér með byggðaröskun og fjárumsýslu sem olli stórgróða örfárra með því að geta selt frá sér leyfi til að veiða fisk hér á landi.

Hin mikla fjárumsýsla sem þarna varð til hefur gert það að verkum að ýmis öfl láta einskis ófreistað að ráðast að Frjálslynda flokknum svo mest sem verða má og blása upp bál úr ágreiningi milli manna um einhver mál að virðist með það að markmiði að drepa á dreif þeim atriðum sem flokkurinn hefur gagnrýnt í íslenskum sjávarútvegi og verður að skrifast sem ein helstu stórnvaldsmistök hér á landi á síðustu öld, þ.e. lögleiðing framsals aflaheimilda millum útgerða.

Allt spurning um hvort almenningur í landinu fái séð " skóginn fyrir trjánum " í þessu ævintýrafjármálabraski sem hófst með þeim gjörningi að lögleiða framsal heimilda til veiða á Íslandsmiðum.

Þar hafa íslenskir fjölmiðlar ekki staðið sig í upplýstri umræðu um málið í heild.

kv.gmaria.


Íslendingar hefjist handa eins og skot að nýta ræktað land og lífræna orkugjafa.

Hækkandi orkuverð setur þær skyldur á herðar stjórnvöldum að nú þegar hefjist vinna við þróun nýrra orkugjafa hér á landi, og svo vill til að um landið allt eru stór uppræktuð svæði lands ónýtt, sökum umbreytinga í landbúnaði.

Ég hefi löngum gagnrýnt þá ákvörðun sem tekin var um það atriði að borga bændum fyrir að hætta búskap og tel það hafa verið afar misviturt. Nær hefði verið að veita búsetustyrki og hlúa að nytjun jarða til þess að takast á við ný verkefni svo sem þau að rækta landið með það að markmiði að búa til orkugjafa í stað olíu hér innanlands.

Setja þarf á fót vinnu við rannsóknir og þróun í þessu efni strax, því tíminn bíður ekki eftir okkur og við höfum þeim skyldum að gegna við uppvaxandi kynslóð sem tekur við landinu, að við hugum að málum í tíma.

kv.gmaria.

 


Þykkvabæjarfjara er úrvals motokrosssvæði.

Óska Markúsi í Hákoti og þeim Þykkvabæjarbændum til hamingu með þetta framtak þeirra sem hugsanlega verður til þess að hlluti motokrossmanna verður ekki að þvælast á svæðum þar sem þeir eiga engan veginn að vera.

Sárlega hefur skort svæði til þess að menn gætu hjólað um að ég tel.

Fjaran er úvals svæði fyrir slíka iðkun það þekki ég sjálf, síðan í gamla daga.

stórgott framtak.

kv.gmaria.


mbl.is Fá að hjóla í Þykkvabæjarfjöru gegn þúsund kr. gjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti að lúta refsingu í lögum.

Það atriði að miðla persónuupplýsingum um sjúklinga í þjónustu hins opinbera til markaðsfyrirtækis er vítavert og ætti að lúta refsiverðum ákvæðum laga hér á landi.

Einungis það eitt hvaða sjúklingur hefiði þurft að nota þjónustu sjúkrastofnunnar, kemur engum við nema honum sjálfum og þeirri sjúkrastofnun sem um ræðir.

kv.gmaria.


mbl.is Bannað að miðla upplýsingum um sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allsendis ótímabært endurmat í þessu sambandi.

Það aðtriði að Slökkviliðið sé hér með skýrslu um læknisfræðileg atriði má eins biðja Læknafélagið um álit á breytingum við starfssemi slökkviliðsins.

Hér er nefnilega um að ræða breytingar sem ekki eru nema nokkurra mánaða undir formerkjum meints sparnaðar hins opinbera þess efnis að minnka það atrði að þurfa að kosta lækna í útköllum á sjúkrabílum.

Endurmat á slíkri ákvörðun og framkvæmd hennar ætti að lágmarki að innihalda eitt ár og þessi frétt um endurmat Slökkviliðins í skýrslu án fagaðilana að sjá má því nokkuð sérkennileg.

kv.gmaria.


mbl.is Góð reynsla af breytingum á sjúkraflutningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband