Er ekki tímabært að aftengja vísitölu neyslukostnaðar húsnæðisverði ?

Vor innanlands efnahagslegu vandamál eru mál þar sem þarf að koma til hugarfarsbreyting að mínu viti varðandi að atriði að endurmeta ákveðnar forsendur sem að hluta til gilda ekki lengur í dag að nokkru leyti svo sem vísitölutenging neyslukostnaðar við húsnæðisverð.

Í raun erum við á kafi í alls konar arfleifð fortíðar svo sem þessari visitölutengingu þar sem inn og útkoma fjármálafyrirtækja með lánveitingum á húsnæðismarkaði, hefur sett all mörg strik í reikninginn, svo mjög að menn finna ekki lengur forsendur mála í raun.

Skortur á kjarki stjórnmálamanna til ákvarðanatöku í efnahagsmálum er að vissu leyti vandamál nútimans við að fást.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Guðrún, þetta getur verið góð hugmynd, við vissar aðstæður en hana mætti alls ekki framkvæma núna því því húsnæðisliðurinn heldur aftur af verðbólgunni.

Sigurður Þórðarson, 21.5.2008 kl. 06:54

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta hefði átt að gera fyrir löngu, t.d. þegar húsnæðislánaofgnóttin var að byrja.

Úr þessu verður að bíða þangað til að húsnæðisverðið byrjar að rísa á ný. Þá er lag.

Gestur Guðjónsson, 21.5.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband