Íslendingar hefjist handa eins og skot að nýta ræktað land og lífræna orkugjafa.

Hækkandi orkuverð setur þær skyldur á herðar stjórnvöldum að nú þegar hefjist vinna við þróun nýrra orkugjafa hér á landi, og svo vill til að um landið allt eru stór uppræktuð svæði lands ónýtt, sökum umbreytinga í landbúnaði.

Ég hefi löngum gagnrýnt þá ákvörðun sem tekin var um það atriði að borga bændum fyrir að hætta búskap og tel það hafa verið afar misviturt. Nær hefði verið að veita búsetustyrki og hlúa að nytjun jarða til þess að takast á við ný verkefni svo sem þau að rækta landið með það að markmiði að búa til orkugjafa í stað olíu hér innanlands.

Setja þarf á fót vinnu við rannsóknir og þróun í þessu efni strax, því tíminn bíður ekki eftir okkur og við höfum þeim skyldum að gegna við uppvaxandi kynslóð sem tekur við landinu, að við hugum að málum í tíma.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband