Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Hið opinbera er það ósamkeppnishæft í markaðslaunaumhverfinu ?

Hvað þarf að halda marga morgunverðarfundi um launamun kynjanna  hér og þar, sem hinn íslenski opinberi starfsmaður almannaþjónustu er ekki þáttakandi, heldur kvenmenn í stjórnunarstöðum að fjalla um launamuninn ? Hverju skila slík morgunverðarkaffiboð ? Einhverju eða engu ? Það er áleitin spurning og verkakonur kerfisins eru staðreynd hér á landi þar sem láglaunapólítik ríkis og sveitarfélaga undir formerkjum sparnaðar, gerir konur að þrælum skattkerfis sem heldur þeim í fjötrum vinnuþáttöku fyrir litla sem enda eftirtekju

Við viljum frelsi Íslendinga til sjósóknar á ný.

Frjálslyndi flokkurinn vill að hver einn og einasti Íslendingur geti haft sinn rétt til sjósóknar sem hinn sami hefur átt frá örófi alda hér við land. Þessu kom fulltrúi okkar Grétar Mar Jónsson sem leiðir lista Frjálslyndra í Suðurkjördæmi vel til skila á málefnaumræðu á Ísafirði i kvöld. Grétar benti einnig á það atriði að fulltrúar þeirra flokka sem nú vilja afnema framsal og leigu aflaheimilda Samfylking og VG samþykktu lögin um fiskveiðistjórn á sínum tíma þar sem framsalið var lögleitt. Þetta er mjög mikilvægt að menn átti sig á og skýring á þeirri litlu umræðu sem bæði VG og Samfylking hafa viðhaft um fiskveiðistjórnun hér við land því báðir flokkarnir eru þáttakendur í stjórnvaldsákvörðunum á þingi. Þess vegna varð Frjálslyndi flokkurinn til.

kv.gmaria.


Og hefst nú hin alvanalega skóflustungupólítik fyrir kosningar.

Manni verður nú á að kíma í kampinn þegar menn hefjast handa við skóflustungur hér og þar svona til að sýna mátt sinn og megin og tileinka þá hina sömu athafnasemi við postula flokka sem sitja sem forsvarsmenn hér og þar. Frekar hefði ég viljað sá menn vera að taka skóflustungu að nýbyggingu hjúkrunarrýma fyrir aldaðra en verslunar og skrifstofubyggingu einmitt nú, hér í Suðvesturkjördæminu.

kv.gmaria.


mbl.is Fyrsta skóflustungan tekin að Norðurturni við Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfugmælavísur Sjálfstæðismanna um árangur kvótakerfisins.

Það er bókstaflega með ólíkindum að sjá  fyrirsögn ályktunar af landsþingi flokksins um að " ástand ýmissa fiskistofna sé gott " .  Hve lengi á að telja landsmönnum trú um að svart sé hvítt og vont sé gott ? Markmið fiskveiðistjórnunarlaganna var og er að byggja upp verðmesta stofninn, þorskinn, það hefur ekki tekist, með þeim aðferðum sem beitt hefur verið. Annað markmið laganna var og er að tryggja atvinnu í byggðum landsins, það hefur heldur ekki tekist. Til viðbótar má spyrja hvers vegna í ósköpunum svo er komið að þau útgerðarfyrirtæki sem til staðar eru í landinu og stundað hafa brask á brask ofan með aflaheimildir virðast ekki einu sinni vera rekin með hagnaði þar sem skuldir útgerðarfyrirtækjanna nema nú hátt í 400 milljarða króna ? Það atriði að stærsti stjórnmálaflokkurinn skuli virkilega ganga með bundið fyrir augun varðandi þetta hagsmunamál Íslendinga ber ekki vott um ábyrgð.

kv.gmaria.


Er þetta verkefni verkalýðshreyfingarinnar, hvað með skattleysismörkin?

Ég hef enn ekki skilið það atriði hvers vegna Íslensk verkalýðshreyfing hefur látið það yfir sig ganga nær þegjandi og hljóðalaust að skattleysismörk hafi verið fryst um árabil og hafi ekki enn náð að haldast í hendur við verðlagsþróun í landinu. Hvers virði er vinna launamannsins og hver skal standa vörð um hana ?  Við launþegar greiðum gjöld til félaganna sem og iðgjöld í lifeyrissjóði lögum samkvæmt þar sem stjórnir verkalýðsfélaganna skipa fulltrúa í að við best vitum okkur til handa við ævikvöld. Sjóðir þessir hafa eigi að síður tekið upp á því að tala um skerðingar bóta, til handa eigendum sem er afar umdeilanlegt atriði og án efa nauðsynlegt verkefni til skoðunar, ef til vill nauðsynlegra en eftirlit með þvi hvort veitingahúsaeigendur skili skattalækkun til hins opinbera sem hlýtur að vera verkssvið þess en ekki verkalýðshreyfingarinnar.

kv.gmaria.


mbl.is ASÍ segir veitingahús ekki hafa lækkað verð í samræmi við skattalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðjón Arnar, Magnús og Sigurjón eru hetjur.

Þriggja manna þingflokkur á Alþingi hefur nóg að gera eðli máls samkvæmt ef þáttaka í þjóðmálum öllum er það verkefni sem viðkomandi verður að sinna. Þeir hafa staðið sig vel mínir menn með reynslu og vitneskju í farteskinu hver og einn sem þarf til þess að standa vörð um hagsmunamál okkar Íslendinga, byggð í landinu öllu og umbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir fólkið en ekki útgerðarfyrirtæki í braskaraleik sem núverandi herramenn með beislið innleiddu í stjórnkerfið. Við misstum einn þingmann frá okkur á kjörtímabilinu Gunnar Örn en fengum tvo til okkar úr öðrum flokkum á Valdimar Leo og Kristinn H.. Við fengum einnig til liðs við okkur mann sem var í forystu fyrir stjórnmálaafl sem bauð fram í síðustu kosningum Jón Magnússon sem lagði niður sinn flokk og gekk í okkar raðir, en þá yfirgaf framkvæmdastjórinn Margrét okkur og faðir hennar Sverrir. Fólk kemur og fer svo er og verður en við Frjálslyndir förum ekki fet frá okkar hugsjónum og baráttumálum og bjóðum nýtt fólk velkomið sem gengur til liðs við okkur, öflugt fólk sem vill vinna sjónarmiðum flokksins brautargengi. Kolbrún Stefánsdóttir frá Raufarhöfn er ein af þeim sem gekk til liðs við okkur og hóf þáttöku í stjórnmálum og var kjörinn ritari Frjálslynda flokksins á síðasta landsþingi og leiðir nú lista flokksins í mínu kjördæmi Suðvestur. Hún er öflug kona með víðtæka reynslu úr atvinnulífi Íslendinga um langt skeið, kona sem af heilindum gengur erinda þeirra sem við hvað erfiðastar aðstæður eiga að etja með víðsýni á þau mál frá mörgum hliðum og vilja, kjark og þor til þess að takast á við viðfangsefnin.

kv.gmaria.


Frjálslyndi flokkurinn mun standa vörð um velferð fólksins.

Velferð byggist á raunveruleika fólksins í landinu gagnvart þeim aðstæðum sem fólkið upplifir hverju sinni. Ofurskattaka á láglaunafólk og skerðingar bóta aldraðra og fatlaðra við aur eða krónu umfram bætur er einfaldlega úr sér gengið fyrirkomulag sem þarf að breyta. Sú hin mikla hneisa núverandi ríkisstjórnarflokka að frysta skattleysismörk um árabil við lúsarlaunamörk lifibrauðs fólks er hneisa sem verkalýðshreyfingin hefur engu áorkað um að hnika eða þoka til hagsbóta fyrir almenning í landinu, því miður. Þessi ráðstöfun varð þess valdandi að allir sem hér hófu störf á algjörum lágmarkslaunatöxtum máttu gjöra svo vel að greiða fulla tekjuskattsprósentu sem í sumum tilvikum gerði það að verkum að fólk lenti undir fátæktarskilgreiningu með laun fyrir fulla vinnu eftir greiðslu skatta sem er í sjálfu sér stórfurðuleg ráðstöfun sem allsendis ekki ber vott af vitund um mannvirðingu gagnvart þáttöku í einu þjóðfélagi. Hækkun skattleysismarka hefur ekki haldist í hendur við verðlagsþróun og málamyndaráðstöfum ríkisstjórnarinnar um síðustu áramót var ráðstöfun fimm mánuðum fyrir lok kjörtímabils sem er lélegt afrek sem illa dugar almenningi. Því miður hefur verkalýðshreyfingin ekki áorkað umbreytingum í þessu efni enn sem komið er, sem hefur áskapað gjá milli ríkra og fátækra hér á landi. Gjá sem þarf að brúa og hækkun skattleysismarka er ein forsenda þess sem við í Frjálslynda flokknu setjum á oddinn.

kv.gmaria.


Og þeir koma af fjöllunum einn og einn......

Íslenzku stjórnmálaflokkarnir koma nú af fjöllum eins og jólasveinar alveg stórundrandi yfir því að þjóðin sé hlynnt strangari skilyrðum varðandi innflytjendur eins og kom fram í könnun í gær. Fulltrúar flokkana hafa ekki svo lítið hneykslast yfir því að Frjálslyndi flokkurinn hafi rætt innflytjendamálin og hver um annan þveran talið þessa umræðu ónauðsynlega og vísað henni á bug með ýmsu magni miður skemmtilegra lýsingaorða. Miðað við þessa könnun þá virðist nokkuð sérkennilegt að fulltrúar flokkana hafi ekki orðið þess áskynja að málið er nauðsynlegt að ræða.

kv.gmaria.


" Einkaeignarréttur á gæðum " ?

Er það braskupfinningin með óveiddan fisk þar sem gleymdist að reikna alla óvissuþættina svo sem olíuverðið til veiða, offjárfestingaæðið, veður og vinda, fiskigegnd, ásamt skorti þess að gjald fyrir tifærslu veiðiheimilda frá Raufarhöfn til Reykjavíkur með tilheyrandi atvinnuleysi á Raufarhöfn, ónýttum verðmætum sem uppbyggð höfðu verið af skattfé skólum og heilsugæslu og eignum íbúa ? Íslensk útgerðarfyrirtæki skulda nú tæplega 400 milljarða hvar í ósköpunum er hagræðingu að finna frá þeim tíma sem var og talað var um skuldir útgerðarinnar sem sópað hefði verið undir teppið með gengisfellingum ? Hvar liggur mismunurinn ?

kv.gmaria.

 


Hver er Kolgríma ?

Sá allt í einu mikla ádeilu á mig og minn flokk inn á síðu einhverrar Kolgrímu þar sem viðkomandi lætur hvergi nafns síns getið að sjá má. Hvað er nú um að vera ? Geta sumir verið undir nafnleynd en aðrir ekki spyr ég um og ef svo er þá hvers vegna ? Kanski aðrir bloggarar geti eitthvað upplýst um viðkomandi sem farið hefur framhjá mér.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband