Og þeir koma af fjöllunum einn og einn......

Íslenzku stjórnmálaflokkarnir koma nú af fjöllum eins og jólasveinar alveg stórundrandi yfir því að þjóðin sé hlynnt strangari skilyrðum varðandi innflytjendur eins og kom fram í könnun í gær. Fulltrúar flokkana hafa ekki svo lítið hneykslast yfir því að Frjálslyndi flokkurinn hafi rætt innflytjendamálin og hver um annan þveran talið þessa umræðu ónauðsynlega og vísað henni á bug með ýmsu magni miður skemmtilegra lýsingaorða. Miðað við þessa könnun þá virðist nokkuð sérkennilegt að fulltrúar flokkana hafi ekki orðið þess áskynja að málið er nauðsynlegt að ræða.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hver ætli þori að ríða á vaðið. Þær stöllurnar úr ríkisstjórninni þær Valgerður og Þorgerður Katrín sögðu í kastljósi í síðustu viku að auðvitað á að taka vel á móti fólki. Það var stórt skref hjá þeim. Nú koma nýjir hlutir fram í dagsljósið næstum daglega. Í fréttum áðan var talað um hve nauðsynlegt væri að kenna betur og kenna meira. Í gærkveldi í sjónvarpinu var talað við stúklu sem varaði aðrar konur við því að giftast útlendingum sem eru kannski bara að leitast eftir Ríkisborgararétti. Það var bráðnauðsynlegt að taka þessa umræðu þó fyrr hefði verið.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.4.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Hvitt. Sammála. kv.

Georg Eiður Arnarson, 16.4.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ari.

Getur þú sagt mér hvernig þú skilgreinir rasista í þessu sambandi ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.4.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband