Guðjón Arnar, Magnús og Sigurjón eru hetjur.

Þriggja manna þingflokkur á Alþingi hefur nóg að gera eðli máls samkvæmt ef þáttaka í þjóðmálum öllum er það verkefni sem viðkomandi verður að sinna. Þeir hafa staðið sig vel mínir menn með reynslu og vitneskju í farteskinu hver og einn sem þarf til þess að standa vörð um hagsmunamál okkar Íslendinga, byggð í landinu öllu og umbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir fólkið en ekki útgerðarfyrirtæki í braskaraleik sem núverandi herramenn með beislið innleiddu í stjórnkerfið. Við misstum einn þingmann frá okkur á kjörtímabilinu Gunnar Örn en fengum tvo til okkar úr öðrum flokkum á Valdimar Leo og Kristinn H.. Við fengum einnig til liðs við okkur mann sem var í forystu fyrir stjórnmálaafl sem bauð fram í síðustu kosningum Jón Magnússon sem lagði niður sinn flokk og gekk í okkar raðir, en þá yfirgaf framkvæmdastjórinn Margrét okkur og faðir hennar Sverrir. Fólk kemur og fer svo er og verður en við Frjálslyndir förum ekki fet frá okkar hugsjónum og baráttumálum og bjóðum nýtt fólk velkomið sem gengur til liðs við okkur, öflugt fólk sem vill vinna sjónarmiðum flokksins brautargengi. Kolbrún Stefánsdóttir frá Raufarhöfn er ein af þeim sem gekk til liðs við okkur og hóf þáttöku í stjórnmálum og var kjörinn ritari Frjálslynda flokksins á síðasta landsþingi og leiðir nú lista flokksins í mínu kjördæmi Suðvestur. Hún er öflug kona með víðtæka reynslu úr atvinnulífi Íslendinga um langt skeið, kona sem af heilindum gengur erinda þeirra sem við hvað erfiðastar aðstæður eiga að etja með víðsýni á þau mál frá mörgum hliðum og vilja, kjark og þor til þess að takast á við viðfangsefnin.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband