Öfugmælavísur Sjálfstæðismanna um árangur kvótakerfisins.

Það er bókstaflega með ólíkindum að sjá  fyrirsögn ályktunar af landsþingi flokksins um að " ástand ýmissa fiskistofna sé gott " .  Hve lengi á að telja landsmönnum trú um að svart sé hvítt og vont sé gott ? Markmið fiskveiðistjórnunarlaganna var og er að byggja upp verðmesta stofninn, þorskinn, það hefur ekki tekist, með þeim aðferðum sem beitt hefur verið. Annað markmið laganna var og er að tryggja atvinnu í byggðum landsins, það hefur heldur ekki tekist. Til viðbótar má spyrja hvers vegna í ósköpunum svo er komið að þau útgerðarfyrirtæki sem til staðar eru í landinu og stundað hafa brask á brask ofan með aflaheimildir virðast ekki einu sinni vera rekin með hagnaði þar sem skuldir útgerðarfyrirtækjanna nema nú hátt í 400 milljarða króna ? Það atriði að stærsti stjórnmálaflokkurinn skuli virkilega ganga með bundið fyrir augun varðandi þetta hagsmunamál Íslendinga ber ekki vott um ábyrgð.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband