Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Kerfisskriffinskan er skortur á ákvarðanatöku um einföldun.

Oftar en ekki er það svo að það kann að taka mörg ár að koma á endurbótum varðandi einföld atriði innan vors kerfis, þar sem kerfisstjórnendur lita svo á að þeir geti ekki sjálfir tekið ákvarðandir og ákvarðanirnar þurfi að koma frá ráðuneytum og niður í kerfið.

Samkynhneigðir eru örugglega ekki einir um að mæta flókindum í annars einföldum atriðum sem auðvelt ætti að vera að umbreyta í hinni ýmsu umsýslu mála í voru kerfi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Reikna ekki með tveimur mæðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland hefur sjálfstæði yfir 200 mílna efnahagslögsögu, utan Evrópusambandsins.

Tilkoma makríls á Íslandsmið er eitthvað sem er viðbót við þá fiskistofna sem fyrir eru hvort sem þar er um að ræða góða eða slæma viðbót til lengri tíma litið.

Við Íslendingar höfum 200 mílna efnahagslögsögu og innan hennar er er ekkert um að semja að mínu áliti í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kennir Íslendingum og Færeyingum um niðurstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaðarsamt lýðskrum ríkisstjórnarinnar.

Þótt álit allra helstu sérfræðinga þess efnis að hugmyndir að nýrri stjórnarskrá séu ófullburða ætlar ríkisstjórnin að setja þær í kosningu meðal þjóðarinnar, en þvílikt og annað eins lýðskrum er vandfundið.

Framganga sitjandi flokka í ríkisstjórn varðandi það atriði að skipa ráð þegar Hæstiréttur hafði dæmt stjórnlagaþingskosinguna ógilda, veldur í mínum huga nægilegum vafa til þess að eðlilegt sé að hafa slíkan dóm við þá hina sömu endurskoðun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun Reykjavíkurborg hlusta á íbúa í Grafarvogi ?

Í upphafi hrunsins í voru samfélagi komu ráðamenn fram og töldu fólki trú um það að meðal annars hagsmunir barna yrðu í forgrunni varðandi það atriði að koma einu þjóðfélagi gegnum þann öldudal sem við væri að fást.

Í ljósi þess má ætla að stærsta sveitarfélagið höfuðborg landsins myndi ganga á undan með góðu fordæmi og sýna það og sanna að sá vilji væri til staðar.

Því miður er það öðru nær og ýmis konar hugmyndir um rót og uppstokkun er varðar börn á grunnskólaaldri hafa verið til í hugmyndabanka stjórnenda þar á bæ.

Hér skora Íbúasamtök Grafarvogs á borgaryfirvöld að taka tillit til óska íbúa í hverfinu varðandi fyrirhugaðar hugmyndir um skólamál í hverfinu með tilliti til þess að skoða hvort er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja að tekið verði tillit til afstöðu íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta verk Vinstri stjórnar í landinu var að skerða almannatryggingar.

Tekjutenging lífeyris úr lífeyrissjóðum við grunnlífeyri TR kom til 1. júli 2009, en þar með voru ekki aðeins skert lífskjör eldri borgara, heldur var ríkið einnig að lækka útgjöld til almannatrygginga við þessar skerðingar og láta áunnin réttindi launþega í lifeyrissjóðunum borga brúsann.

Með öðrum orðum, áunnin réttindi launþega eru af þeim tekin með skattavaldi stjórnvalda og sömu stjórnvöld munu guma sig af því að hafa sparað útgjöld til almannatrygginga á sama tíma.

Þetta er fyrsta vinstri stjórnin sem kemur við valdatauma í landinu um nokkurt skeið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikil skerðing hjá eldri borgurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóralvarlegt mál sem varðar tjáningarfrelsið og trúfrelsi hér á landi, sem og ritskoðun.

Mál Snorra Óskarssonar er varðar tjáningu hans á sinni bloggsíðu um sína trú og afstöðu hvers eðlis sem er, kemur starfi hans ekki við nú, frekar en gegnum árin.

Sökum þess er það með ólíkindum að honum skuli hafa verið vikið frá störfum vegna þessa, og vekur upp alvarlegar spurningar um á hvaða vegi við erum stödd Íslendingar varðandi það atriði að yfirvöld einhvers konar virðast tilbúin til þess að viðhafa ritskoðun eins og málið lítur út á þessu stigi.

Þar er ekki aðeins verið að ganga gegn rétti hans til þess að viðhafa sitt tjáningarfrelsi, heldur einnig höggvið í hans rétt til þess að viðhafa sína trú, með því móti að tjá sig um það hið sama.

Hér er stóralvarlegt mál á ferð þar sem menn skyldu sannarlega íhuga út á hvaða vegaslóða er lagt.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ofbeldi og valdníðsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Það læra börnin sem fyrir þeim er haft "

Það er nú orðið ósköp aumlegt ef ekki er hægt að leyfa börnum að horfa á umræður frá hinu háa Alþingi, vegna þess að stig mannasiða er ekki í hávegum haft.

Ráðherra í ríkisstjórn landsins á að vera gott fordæmi í einu og öllu og ekki þurfa að falla í svo fúlan pytt sem raun ber vitni.

Hann féll hins vegar í þann pytt og þarf að biðja landsmenn afsökunnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Æ, þegiðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðingu ?

Ég verð nú að játa að ég skil ekki alveg þessa gagnrýni varðandi það atriði að færa þjónustu við atvinnuleitendur til stéttarfélaga.

Er það einkavæðing á þjónustunni ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Gagnrýna tilraunaverkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóðanna.

Í raun og veru er það óskiljanlegt hvers vegna í ósköpunum sú staða gat komið upp að atvinnurekendur kæmu inn í stjórnir lifeyrissjóðanna.

Viðbótarframlag í séreignasparnað var sannarlega ekki forsenda slikrar breytingar.

Það skyldi aldrei orðið hafa og aulaháttur verkalýðshreyfingarinnar í þessu efni er alger.

Eðli máls samkvæmt skarast þar hagsmunir þegar stjórnendur fyrirtækja kunna að koma að ákvarðanatöku um fjárfestingar sjóðanna í atvinnulífinu, með setu í stjórnum lífeyrissjóðanna.

Það geta flestir séð.

Með þessu samkrulli þar sem verkalýðsfélög hafa skipað í stjórnir lífeyrissjóða til setu ásamt atvinnurekendum, hefa samningar um kaup og kjör alla jafna innihaldið afskaplega lélegar launahækkanir til handa launamönnum í landinu, enda skapast umhverfi þar sem fjárfestingar lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu hafa hagsmuni að því að reka fyrirtækin með hagnaði sem aftur þýðir sem minnstar launahækkanir á vinnumarkaði.

Til þess að bíta hausinn af skömminni af þessu skipulagi hefur hið frábæra system skatta hér á landi, þar sem ríkjandi ráðamenn hafa fattað að tekjutengja heila dæmið þannig að ríkið geti bara lækkað velferðina í samræmi við hinn samningsbundna ávinning launamannsins sem hann hélt að hann hefði áunnið sér, þangað til annað kemur í ljós, fyrir þann hin sama á efri árum.

Láti verkalýðshreyfingin það yfir sig ganga að hið opinbera á einhverjum tímum skerði áunninn réttindi er sú hin sama forysta hennar ónýt.

Flóknara er það ekki.

kv.Guðrún María.


Til hamingju, ungir Framsóknarmenn.

Ég óska ungum Framsóknarmönnum til hamingju með nýjan formann og fagna sérstaklega ályktun þeirra þess efnis að, slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og draga umsókn til baka.

Til hamingju.

kv.Guðrún María.


mbl.is SUF vill draga ESB-umsóknina til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband