Burt með atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóðanna.

Í raun og veru er það óskiljanlegt hvers vegna í ósköpunum sú staða gat komið upp að atvinnurekendur kæmu inn í stjórnir lifeyrissjóðanna.

Viðbótarframlag í séreignasparnað var sannarlega ekki forsenda slikrar breytingar.

Það skyldi aldrei orðið hafa og aulaháttur verkalýðshreyfingarinnar í þessu efni er alger.

Eðli máls samkvæmt skarast þar hagsmunir þegar stjórnendur fyrirtækja kunna að koma að ákvarðanatöku um fjárfestingar sjóðanna í atvinnulífinu, með setu í stjórnum lífeyrissjóðanna.

Það geta flestir séð.

Með þessu samkrulli þar sem verkalýðsfélög hafa skipað í stjórnir lífeyrissjóða til setu ásamt atvinnurekendum, hefa samningar um kaup og kjör alla jafna innihaldið afskaplega lélegar launahækkanir til handa launamönnum í landinu, enda skapast umhverfi þar sem fjárfestingar lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu hafa hagsmuni að því að reka fyrirtækin með hagnaði sem aftur þýðir sem minnstar launahækkanir á vinnumarkaði.

Til þess að bíta hausinn af skömminni af þessu skipulagi hefur hið frábæra system skatta hér á landi, þar sem ríkjandi ráðamenn hafa fattað að tekjutengja heila dæmið þannig að ríkið geti bara lækkað velferðina í samræmi við hinn samningsbundna ávinning launamannsins sem hann hélt að hann hefði áunnið sér, þangað til annað kemur í ljós, fyrir þann hin sama á efri árum.

Láti verkalýðshreyfingin það yfir sig ganga að hið opinbera á einhverjum tímum skerði áunninn réttindi er sú hin sama forysta hennar ónýt.

Flóknara er það ekki.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

GMaría ég er oft búinn að blogga um þetta og það er alveg á hreinu AÐ ÞARNA ER SVO TIL EINGÖNGU UM AÐ RÆÐA AULAHÁTT OG AUMINGJASKAP VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR. Ég nenni ekki eina ferðina enn að fara að rekja tilurð þessa KJAFTÆÐIS og UNDIRFERLIS að atvinnurekendur LUGU sig inn í stjórnir lífeyrissjóðanna og gott betur en það þeir hirtu oftast STJÓRNARFORMENNSKUNA líka, því eins og allir vita þá tryggir stjórnarformennskan MEIRIHLUTA í stjórn falli atkvæði stjórnarmanna jafnt.

Jóhann Elíasson, 13.2.2012 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband