Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Nei takk við hugmyndum um nýtt kúakyn og stærri framleiðslueiningar.

Sérstaða íslensks landbúnaðar felst meðal annars í íslenska kúakyninu, og það atriði að bændur séu að kveinka sér yfir því að ekki sé hægt að þróa framleiðsluna nema flytja inn stærri kýr, er eitthvað sem ég get ekki tekið undir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja nýtt kúakyn til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólítískur hrærigrautur ólíkra sjónarmiða í þrívídd.

Ég tel að betrumbætur á hinu pólítíska umhverfi hér á landi séu ekki í sjónmáli varðandi hin nýju framboð þar sem afskaplega ómótuð stefna er fyrir hendi að virðist, og eins og venjulega er einn kóngur eða keisaraynja sem fer fyrir einu stykki hóp og síðan hefjast deilur um innri mál er líður á samstarfið og skýra þarf stefnumál til hlýtar.

Reynsla mín af stjórnmálum til þessa hefur kennt mér margt einkum þó það að málefni skyldi ætíð hefja ofar mönnum hvarvetna og hin heimskulega smákóngabarátta um völd og embætti hefur fyrir löngu síðan siglt á sker og flokksstofnanir kring um einn og einn mann er því miður angi af slíku smákóngaveldi sem tilkomið er af þröngsýnnni eiginhagsmunahyggju alla jafna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Möguleikar nýju framboðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllum til hagsbóta að auka þáttöku almennings um eigin mál.

Lýðræðið er ekki eitthvað ofan á brauð, heldur þarf að iðka það og nota svo fremi menn vilji hafa áhrif á eigin umhverfi og eigið samfélag.

Aukið lýðræði íbúa um eigin mál mun styrkja starfssemi þeirra sem kosnir eru við stjórnvölinn hverju sinni, hvar í flokkum sem standa, og auðvelda til muna ákvarðanatöku alla.

Jafnframt er mikilvægt að almenningur taki þátt í starfi þeirra flokka sem til staðar eru, hvort sem er á sveitarstjórnarstiginu ellgar við landsmálavettvanginn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fleiri vilja aukið íbúalýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn er sagna bestur.

Ulker Gasanova á heiður skilið fyrir að tjá sig um málefni síns heimalands, varðandi fram komna gagnrýni.

Það er nefnilega oft fleiri en ein hlið á málum og ef enginn er til andsvara um einstök mál þá er skoðanamyndun út frá því hinu sama.

Þótt Páll Óskar sé frábær listamaður og skemmtilegur karakter þá er ekki þar með sagt að hann hafi alltaf rétt fyrir sér, frekar en aðrir.

Takk, takk.

kv.Guðrún María.


mbl.is Öskureið út í Pál Óskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið riðlast í sundur efnahagslega.

Ég hygg að þess sé ekki langt að bíða að þjóðir innan Evrópusambandsins muni brjóta sig út úr sambandinu, þar sem ljóst er að hinn efnahagslegi ávinningur af sambandinu er eitthvað sem sambandið er ekki þess umkomið að tryggja til handa þeim þjóðum sem gengið hafa þar inn.

Hvers konar pólitiskar yfirlýsingar munu þar litlu skila og sá efnahagslegi vandi sem við er að etja, er í hnotskurn, þess eðlis að ofurtrú á stærð markaðar hefur beðið hnekki sem og endalaus trú á markaðshyggjulögmál í einni álfu með meintu frelsi fjármagns og fólksflutninga millum landa.

34 bankar á Ítalíu með lækkað lánshæfismat segir einhverja sögu í þvi efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lækka lánshæfiseinkunn ítalskra banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstu kosningar munu snúast um afstöðu flokka með eða á móti Evrópusambandinu.

Minn flokkur Framsóknarflokkurinn tók af skarið í afstöðu varðandi Evrópusambandið og það er vel, því afstaða varðandi þau hin sömu mál er það atriði sem næstu kosningar munu snúast um.

Annar sitjandi flokkur í ríkisstjórn VG, er einnig andsnúinn aðild að Evrópusambandinu í sinni stefnu en samþykkti eigi að síður aðildarumsókn í stjórnarsáttmála.

Sjálfstæðisflokkurinn vill slá aðildarviðræðum á frest.

Samfylkingin vill ganga inn í Evrópusambandið.

Að öllum líkindum munu ný framboð deila um afstöðu um þetta mál fram til næstu kosninga þar sem hluti manna hefur horfið úr flokkum vegna einmitt afstöðu til Evrópusambandsins, já eða nei.

Skoðanalausir flokkar í þessu efni munu illa eða ekki njóta brautargengis að mínu viti.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vandi stjórnarinnar gerður að vanda fjórflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef 148 þúsund á mánuði í tekjur sem nýtilkominn öryrki.

Ég held að það sé ágætt að fara að draga fram mismun á launum manna og hef ekkert að fela varðandi mínar tekjur sem nú nýlega við tilkomu sem 75% öryrki eftir vinnuslys eru 148 þúsund gullkrónur á mánuði frá almannatryggingum þessa lands.

Ég er á leiðinni með, að sækja um örorkulífeyri úr lífeyrissjóð eftir að hafa greitt í þá hina sömu sjóði nær samfellt frá 17 ára aldri til 52 ára.

Fyrir mig verður því fróðlegt að sjá hver útkoma úr því hinu sama verður varðandi mánaðarlegar tekjur mér til handa, eftir að hafa yfirgefið vinnumarkað vegna vinnuslyss.

Kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Laun forsætisráðherra hækkuðu um 217 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri menn klúðruðu málum í Kópavogi.

Það fer Birni Val illa að kasta múrsteinum úr glerhúsi, en orð hans endurspegla virðingu alþingismannsins gagnvart andstæðum sjónarmiðum annarra flokka og sveitarstjórnarmönnum.

Raunin er sú að vinstri meirihlutinn klúðraði málum í þessu bæjarfélagi og þingmanninum væri meiri sómi að því að óska nýrri bæjarstjórn heilla, svona til þess að sýna virðingu sem þingmaður með góðu fordæmi.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Gjörspilltir stjórnmálamenn“ til valda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almannavarnaáætlanir á höfuðborgarsvæðinu, hvar eru þær ?

Þátturinn Landinn í ríkissjónvarpinu vakti upp spurningar um almannavarnaráætlanir á höfuðborgarsvæði ef náttúruhamfarir kæmu til sögu á svæðinu.

Það var þörf umfjöllun, því ég tel að raunin sé sú að almenningur almennt hafi ekki minnstu hugmynd um það til dæmis hvert viðkomandi ætti að fara ef hugsanlega þyrfti að yfirgefa heimili sín.

Ég álít að nú þegar ættu að vera til staðar áætlanir sem hefðu verið almennilega kynntar íbúum um hvert viðkomandi eigi að fara, sökum þess að traust á boðskipti
við slíkar aðstæður er allt annað en fyrirfram kynnt áætlun.


mbl.is Jarðskjálfti upp á 3,8 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hefst nú hið pólítiska sýndarmennskuhjal.

Kjörtímabilið styttist og greinilega er hafið hið pólítiska sýndarmennskuhjal sem alla jafna á sér stað á þeim tímapunkti.

Þessi ríkisstjórn hefur valið þá leið að skattleggja almenning, og fyrirtæki, út úr efnahagsþrengingum sem einungis hefur orsakað frekari samdrátt og minni atvinnu en jafnframt hefur stjórnin verið hugmyndasnauð um nýja atvinnusköpun hér á landi.

Á sama tíma er verið að róa árum að því að Ísland gangi inn í Evrópusambandið til þess að geta tekið á sig þau vandamál sem þar er við að etja, til viðbótar við sín eigin eins fáránlegt og það er.

Það að " kreppan " sé búin... er án efa eins og blaut tuska í andlit fólks sem stríðir við að láta enda ná saman á launum sem eru ef til vill einn þriðji af launum alþingismanna.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Kreppan er nefnilega búin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband