Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Síðan hvenær urðu áunnin réttindi launþega til ráðstöfunnar fyrir ríkið ?

Mér best vitanlega greiða launþegar í lífeyrissjóði til þess að ávinna sér réttindi til lífeyris, af sínum launum á vinnumarkaði, en þau hin sömu réttindi eru meðal annars hluti af kjarasamningum á vinnumarkaði.

Almannatryggingakerfi er eitt, áunnunin réttindi launamanna annað og það atriði að stjórnmálamenn hyggist blanda þessu tvennu saman, að hentugleikum eftir hvar þeir hinir sömu er staðsettir, í þessu tilviki Ögmundar sem er nú ráðherra en áður forystumaður í Verkalýðsfélagi, er fáránlegt í einu orði sagt.

Lögbundinn innheimta í sjóði launamanna er fyrst og síðast fjármunir þeirra hinna sömu en ekki hins opinbera til þess að valsa með fram eða til baka í fjárfestingum fyrir ríkið og eðlilegast væri að Seðlabankinn sæi um sjóðina.

Skylda hins opinbera er hins vegar að sjá til þess að sjóðir þessi gæti fjármagnsins sem þeir hinir sömu hafa gefið sig út fyrir að viðhafa, en hefur farið forgörðum í ævintýraloftbóluleikfimi markaðshyggjuþokumóðunnar sem grúfði yfir Íslandi um tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ögmundur: Minnkum sjóðshluta lífeyriskerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dettur einhverjum í hug að ekki sé hægt að taka á þessum málum ?

Með fyllstu vitund um það að ýmis mál eru erfið þá er það einu sinni svo að við munum þurfa að vinna úr þeim sem hverjum öðrum verkefnum og það atriði að fólk sofi í strætóskýlum sökum þess að hafa verið borið út af hinu opinbera hljómar ekki heim og saman við þá hina lagalegu skyldu þeirra hinna sömu aðila í þessu efni.

Við þurfum að leysa okkar þjóðfélagslegu vandamál og það gerist með samvinnu um það hið sama, með öllu því móti sem verða má mögulega.

Hefur Velferðarvaktin heimsótt kaffistofu Samhjálpar ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Sofið í strætóskýlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðunandi að lagasetning frá Alþingi standist ekki stjórnarskrá.

Ég lít svo á að Alþingi og stjórnvöld á hverjum tíma sem leggja fram lagafrumvörp á þingi um hin ýmsu mál, hvoru tveggja þurfi og verði að hafa sérfræðinga sem geta sagt til um hvort lög standist stjórnarskrá landsins.

Það á ekki að þurfa að leika vafi á því hinu sama í meðförum frá Alþingi, hvort lög standist stjórnarskrá.

Hins vegar kann svo að vera að túlkun laga hjá framkvæmdavaldinu kunni að orka tvímælis og hafa menn þá eðli máls samkvæmt rétt til þess að leita til dómstóla um slíkt.

Það atriði að dómstólar séu á kafi ofan í því að kveða upp úr varðandi skuldamál eftir efnahagshrun og uppgjör mála í því sambandi til handa Pétri eða Páli með óvissu um fordæmisgildi er gjörsamlega óviðunandi staða og segir meira en mörg orð um hræðslu stjórnmálamanna til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir í formi almennra aðgerða í þessu efni.

Framsóknarflokkurinn, einn flokka, lagði til almennar aðgerðir fyrir síðustu þingkosningar, það er ágætt að halda því til haga og íhuga í því ljósi hver staðan er nú, hér á landi.

kv.Guðrún María.


Má veiða Loðnu upp við landsteina ?

Myndin sem fylgir með þessari frétt vakti mig til umhugsunnar en myndin sýnir skip að Loðnuveiðum skammt frá landi.

Er ekkert griðasvæði fyrir lífríki sjávar hér á landi við strendur landsins, hvað varðar sjómílur frá landi ?

Það eru svo sem ekki mörg ár síðan risaskip strandaði við loðnuveiðar suður af landinu, og óhjákvæmilega spyr maður sig þeirrar spurningar hvort loðnuskipin megi veiða upp við landsteina ?

Hefur núverandi stjórnvöldum ekki dottið í hug að setja þarna einhver mörk ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Loðnuvertíðin byrjar af krafti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar fróðlegt, hvers vegna fundar efnahags og viðskiptanefnd um málið ?

Ef ráðherrann veit lítið sem ekki neitt og vísar á stjórn stofnunarinnar, hvers vegna fundar þá efnahags og viðskiptanefnd um sama mál á þessu stigi ?

Gætir ekki einhvers ósamræmis í þvi hinu sama ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki ráðherra að ráða forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn íslenskar konur.

Það er konudagurinn í dag og eiginmenn færa sínum konum blóm eða gera eitthvað annað til þess að gleðja þær og það er fallegt og endurspeglar kærleik.

Á þessum degi rétt eins og mæðradeginum verður oft til í mínum huga vangavelta um hlutverk konunnar og stöðu hennar í íslensku samfélagi.

Hefur kvennabaráttan skilað konum jafnstöðu til launa á íslenskum vinnumarkaði og ef ekki þá hvers vegna ?

Hefur kvennabaráttan skilað konum auknum tíma til þess að ala upp sín börn eða er sá tími sem konan ver á vinnumarkaði kanski aldrei lengri ?

Er þar um að ræða frelsi konunnar ?

Er frelsi konunnar í því fólgið að nefndir og ráð og jafnvel heilu stofnanirnar séu nú komnar á fót til þess að kyngreina ráðningar í störf á vinnumarkaði ?

Ég efa það mjög að við séum á réttri leið varðandi það atriði að reyna að stjórna " jafnrétti kynja " ofan frá með afar kostnaðarsömu móti eins og staðan er hér á landi að mínu viti.

Hið góða mál Kvennalistans sáluga þess efnis að lögbinda lágmarkslaun, hefði sennilega þokað miklu ef það hið sama hefði náð fram að ganga á sínum tíma en svo var ekki.

Nú í dag er svo komið að það þarf tvær fyrirvinnur fyrir eitt heimili á vinnumarkaði þar sem ein dugði áður og það er vissulega umhugsunarefni fyrir okkur konur, hvernig það var hægt að gera vinnu okkar utan heimila eins verðlitla og vinnu þá sem sem alla daga er innt af hendi á heimilinu, og lengi var óverðmetin, nokkurn veginn sama hvaða fagstéttir eiga í hlut.

kv.Guðrún María.


Hugmyndir um hækkanir eru brot á meðalhófsreglu stjórnarskrárinnar.

Það er ekki of mikið um það að vakin sé athygli á broti á meðalhófsreglu varðandi ákvarðanir stjórnvalds um hækkanir og Júlíus Vífill á þakkir fyrir það að vekja athygli á því hinu sama.

Raunin er sú að það stjórnvald sem tekur ákvarðanir skal ALDREI , ég endurtek aldrei hækka hvers konar gjöld eða skatta í einu lagi sem nemur helmingi frá því sem var fyrir.

Núverandi ríkisstjórn hefur gerst sek um slíkar gjaldahækkanir á einu bretti og Reykjavíkurborg heggur hér í sama knérunn.

Hér þarf að setja fram stjórnsýslukæru að mínu viti og vonandi finnast aðilar sem ganga fram með slíkt því það er algerlega óviðunandi að hvers konar stjórnvald leyfi sér að sniðganga meðalhófsreglu í stjórnvaldsathöfnum óhóð því hver situr við völd, hvar og hvenær.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is „67% hækkun út úr kortinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núverandi ríkisstjórn, ræður ekki við þetta verkefni.

Naumur stjórnarmeirihluti ásamt illindum og erjum allra handa innan stjórnarflokkanna sem verið hafa daglegt brauð allan stjórnartímann, mun ekki höndla þetta efnahagslega verkefni sem framundan er, hafandi mátt þurfa að láta Hæstarétt hrekja til baka lagasetningu sem taldist vera andstæð stjórnarskránni.

Óvissa um fjármálaumhverfið sem uppi er sem og ákvarðanir framundan varðandi það atriði að taka á jafnstöðu skuldara í landinu eftir hrun, kallar á Þjóðstjórn að málum út kjörtímabilið til að tryggja frið við lausn verkefna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Verður að leysast hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarleg hörmung í voru þjóðfélagi.

Það má enn spyrja um það hvers vegna stjórnvöld hafi ekki fundið hjá sér vilja til þess að koma upp súpueldhúsum hér á landi í kjölfar þess ástands sem til staðar er hér.

Þörfin var og er enn til staðar að mínu áliti.

Samhjálp vinnur kraftaverk í þessu efni svo mikið er víst, en hversu lengi er hægt að velta vanda sem slíkum yfir á aðila sem starfa á
sjálfboðaliðagrundvelli ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Götufólk hrakið í snjó og kulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hver tekur við ef hann hættir ?

Það verður fróðlegt að vita hver velst til starfa sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins ef núverandi forstjóri lætur af störfum.

Það skyldi þó aldrei vera að dómur í máli fyrrum ráðuneytisstjóra í dag, kynni að hafa ýtt einhverjum steinum áfram í þessu efni, ekki gott að segja ellegar forstjórinn hafi haft lokaumsögn um lögin sem dæmd voru ógild á dögunum.

Hver veit ?

Ákvörðun sem þessi hlýtur eigi að síður að hafa verið tekin af efnahags og fjármálaráðherra, jafnvel ríkisstjórn allri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Forstjóra FME sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband