Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Þjónustustig opinberrar þjónustu, sé hið sama til handa landsmönnum öllum.

Í mínum huga á að vera til skilgreint þjónustustig opinberrar þjónustu í formi mennta, heilbrigðis og félagsmála, þannig að lágmarks og hámarksstaðlar séu til staðar um gæði þjónustu, víðs vegar um landið.

Það er hins vegar einu sinni svo að mismunandi áherslur millum sveitarfélaga á einstaka málaflokka eru fyrir hendi og hafa verið lengi, en tilfærsla verkefna eins og nú málefna fatlaðra til sveitarfélaga og á sínum tíma grunnskólanna, er eigi að síður enn frekari nauðsyn þess að samræming sé til staðar varðandi notkun á skattfé.

Sem aldrei fyrr er einmitt þörf fyrir skýrar línur, þegar niðurskurður er fyrir hendi og mat á því hver gæði þjónustu eru, þegar svo og svo mikill niðurskurður hefur átt sér stað á hinum ýmsu stöðum.

Samræming í þessu efni er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt mál.

kv.Guðrún María.


Foreldrar, verið vakandi yfir niðurskurði í skóla barnanna ykkar í haust.

Í mínu bæjarfélagi var sparað í skólamálum allt " góðærið ", og enn skal spara mér best vitanlega, og ég hvet foreldra til að fylgast með sínu skólaumhverfi og spyrja um sparnað í haust.

Í hinu svokallaða góðæri þá var það þannig að ekki fékkst fólk til þess að starfa þeim launatöxtum sem boðið var upp á í störfum ófaglærðra og álagið bættist á þá sem fyrir voru án launa fyrir það hið sama.

Skert starfshlutfall skólaliða sem voru þó ekki of margir fyrir er það sem mér er kunnugt um.

Ef til vill er það innan ramma minnkaðrar kennsluskyldu, en það á eftir að koma í ljós í haust.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stefnir í töluverðan niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtryggingabandalag þöggunnar í prestastétt.

Vandi kirkjunnar að fást við ásakanir á hendur fyrrum biskupi, virðist hafa fengið marga farvegi en tilraun til þöggunnar á málum þessum sem nú hefur verið dregin fram í dagsljósið er eitthvað sem verður að teljast sorglegur vitnisburður um tök á viðfangsefninu.

Hversu mikill þáttur núverandi biskups í því hinu sama máli er, skal ég ekki um segja en sjálf myndi ég ekki vilja sjá núverandi biskup hverfa á brott.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir sig frá kirkjuþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróðureyðingin sunnan Eyjafjallajökuls.

Komst austur undir Eyjafjöll í dag, í hinu fegursta veðri.  Gróðureyðingin sunnan megin, við jökulinn, fyrir ofan Seljavelli og Lambafell og inn af Þorvaldseyri stingur í stúf við umhverfið í kring, og ef það er ekki búið að sá í þetta svæði nú þegar, þá vona ég sannarlega að það verði fljótlega.

 

 

 

RIMG0044.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Séð inn  fyrir Núpakot og Þorvaldseyri.

 

 

RIMG0045.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Jökullinn ofan við Lambafell og Seljavelli.

 

 

RIMG0067.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stóri og litlli Dímon í fjarlægð, en þarna hefur verið sáð í aurinn/öskuna, að sjá má.

 

 

 

kv.Guðrún María. 


Um daginn og veginn.

Þetta sumar hér á landi virðist ekki ætla að verða eitt af þessum góðu sumrum sem við höfum jú fengið undanfarin ár, hvað hitann varðar alla vega enn sem komið er.

Kanski fáum við haust fram að jólum í staðinn, hver veit ?

Oftast er það nú þannig að þegar maður er orðin góðu vanur, vill maður bara hafa það áfram, svo er um flest.

Verkefni stjórnmálanna þess efnis að sníða einu þjóðfélagi stakk eftir vexti, í kjölfar efnahagshruns, hefur orðið að nokkurs konar ringulreið þess að gera upp hrunið og finna sökudólga sem og þess að tryggja tilvist fjármálafyrirtækja í næstum sama magni og áður, meðan almenningur situr áfram í skuldasúpunni.

Í skuldasúpuna hefur verið bætt sköttum á skatta ofan, bragðbætt með vísitöluhækkunum verðlags og launa í kjölfar kjarasamninga.

Með öðrum orðum sama gamla uppskriftin.

Betur má ef duga skal.

kv.Guðrún María.


Hvað er hér um að ræða ?

Það væri nú mjög fróðlegt að vita upp á hvað þessi starfslokasamningur hljóðaði sem hér er um rætt.

Er einhver spilling í gangi innan verkalýðshreyfingarinnar ?

Getur það verið ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Fordæma starfslokasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðiskerfið er ekki heilög kú, frekar en önnur kerfi mannsins .

Kastljós ríkissjónvarpsins stóð vel að umfjöllun fíkniefnavandann og skyldi hafa verið kominn tími til, í því flóði eiturefna sem ungmenni hafa ánetjast á undanförnum áratugum hér á landi.

Raunin er sú að lítill hluti af því vandamáli kemur nokkurn tímann fyrir sjónir almennings, þótt þar sé um að ræða stórkostlegt samfélagsmen og dulinn kostnað samfélagsins vegna þess hins sama.

Leiki minnsti grunur á því að eitthvað lyf sem læknir, starfsmaður heilbrigðiskerfis ( alveg sama hvað hann heitir ) ávísar, sé misnotað til sölu á eiturlyfjamarkaði, eiga bjöllur eftirlitsaðila að hringja eðli máls samkvæmt.

Skiptir þar engu við hvað sjúkdómi viðkomandi lyf er notað, ákveðnar tölulegar upplýsingar um dagskammta og notkun sem og heimsóknir til lækna og starfsdaga í árinu, er eitthvað sem hlýtur að vera hægt að yfirfara.

Sem betur fer eigum við Íslendingar mjög góða lækna sem eiga heiður skilið fyrir störf sín oft við erfiðar aðstæður alls konar sparnaðar sitt á hvað, en það breytir ekki því að ef einhver ( alveg sama hvað hann heitir ) stendur sig ekki í starfi, hvers eðlis sem er, þá þarf eftirlitið að fara í gang, án þess að sjúklingar eða aðstandendur sjúklinga þurfi að reka á eftir því.

Fyrir nákvæmlega fjórtán árum síðan var kvörtun mín til Landlæknis rituð, og send, sem varð til þess að síðar, eftir áramót 1994, að ég var boðuð á fund fyrrum Landlæknis þar sem sá hinn sami skammaði einn lækni, sem ég kvartaði yfir, að mér viðstaddri, en sá hinn sami missti löngu löngu síðar leyfi til ávísana á ákveðna lyfjaflokka semsagt ekki vegna minnar umkvörtunar heldur annarra mála.

Hvers konar starfssemi hins opinbera á ekki að vera hulin leyndarhjúpi og kerfi mannsins skyldu þess umkominn að taka á gagnrýni sem kemur fram hvers eðlis sem er, kerfi sem við skattgreiðendur borgum fyrir.

kv.Guðrún María.


Er kvótafrumvarpið roðlaust og beinlaust ?

Ég þurfti að klípa mig í handlegginn, ... búa til nýjan flokk smábáta undir 3 tonn ???

Það er víst búið að falla frá þvi , atriði sem og veiðigjaldi til sveitarfélaga, sem gekk gegn stjórnarskrá.

Hvað næst ?

Það er hörmulegt ef tilraun til umbreytinga á kerfi þessu er með því móti af hálfu stjórnvalda að einhverri moðsuðu er hent fram inn á þing, þar sem óljós hrærigrautur breytinga sem ganga illa eða ekki upp er fyrir hendi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sveitarstjórnaákvæðið úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattastefna stjórnvalda er algalin.

Svona gera menn ekki Steingrímur J.Sigfússon, þ.e að ganga fram með ofsköttun í kreppu.

Rúmlega eitt hundrað tuttugu og sjö MILLJARÐAR í skattlagningu voru í vanskilum í mars sl.

Væntanlega ganga hagvaxtartölur þær sem komið hafa frá stjórnvöldum allar út á það að skattar þessir skili sér , sem þeir eru greinilega ekki að gera og hvað þá ?

Það atriði að menn skuli ekki hafa verið þess umkomnir að gera sér grein fyrir því að slíkt gengi ekki , er undarlegt.

Allt var þetta nefnilega hægt að sjá fyrir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skulda á annað hundrað milljarða í skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notkun botnveiðarfæra á Íslandsmiðum, upp í fjöru, er ástæða röskunar lífríkis.

Hafrannsóknarstofnum hefur því miður, ekki yfir að ráða nauðsynlegum rannsóknum á áhrifum gerðar veiðarfæra, nútíma veiðarfæra sem hafa stækkað og stækkað ásamt auknu vélarafli fiskiskipa, sem ég tel meginorsök þess að lífríki sjávar hefur verið raskað hér við land.

Menn hafa flotið sofandi að feigðarósi í þessu efni sem svo mörgu öðru.

Var ekki nógu miklar upplýsingar að finna úr neðansjávarmyndatökum Hafrannsóknarstofnunnar af Öræfagrunni, þar sem kóralsvæði var orðin eyðimörk eftir botnveiðarfæri ?

Dettur einhverjum i hug að Landhelgisgæsla sem hefur verið fjársvelt í mörg ár hafi verið þess umkomin að fylgjast með þvi öllum stundum, árið um kring, um landið í heild, hve langt menn væru að trolla upp að ströndum landsins ?

Hvers vegna strandaði eitt stærsta skip landsins við loðnuveiðar á sínum tíma, svari mér hver sem vill ?

Hamagangurinn og lætin til þess að veiða upp í aflamark viðkomandi útgerða hefur ekki aðeins kostað gífuregt brottkast fiskjar á Íslandsmiðum, heldur einnig röskun á lífríknu með ágangi of stórra veiðarfæra of nærri landi, í of miklu magni.

Að Hafrannsóknastofnun hér á landi skuli ekki hafa verið þess umkomin að meta og vega meiri afkastagetu í formi tóla og tækja á fiskimiðum okkar eru forkastanleg vinnubrögð, fjarri vísindum er taka mið af forsendum hvers konar um rannsóknarefnið.

Viðkomandi stofnun mátti vera ljóst hvern hvata í kerfisfyrirkomulaginu væri að finna til of mikillar ásóknar um brottkast og ágang á einstök mið.

Afraksturinn er til í tölum þar sem minni veiði en nokkurn tíma er fyrir hendi, þrátt fyrir gífurlega offjárfestingu í tólum tækjum til veiða, sem að hluta til eru orsök umbreytinga í lífríki sjávar, því miður.

Hagræðing er því, vægast sagt, verulega afstæð í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hvað veldur hruni sandsílanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband