Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Að jafna rétt.

Konur taki aukinn þátt...... hærra hlutfall kvenna.... aukin fjöldi kvenna í stjórnunarstöðum..... staðlað jafnrétti.....jafnréttisviðmið...., kynjarannsóknir, osfrv...... osfrv...

Hefur allt þetta skilað konum á vinnumarkaði hærri launum, menntuðum sem ómenntuðum ?

Því miður er svarið Nei, lítið sem ekki neitt hefur þokast í því efni í áratugum talið, og eftir því sem fleiri konur hafa haslað sér völl á vinnumarkaði , því lægri laun almennt í heildina.

Því miður, og mér hefur verið ósýnilegt þetta frelsi kvenna á vinnumarkaði í þessu sambandi en það skal tekið fram að undanfarna áratugi hefi ég lengst af verið einstæð móðir, og ófaglærð á vinnumarkaði með starfsmenntun mögulega.

Hins vegar stóð ég frammi fyrir því árið 1991, að það borgaði sig ekki fyrir mig þá að læra til leikskólakennara í þá fjögur ár, því byrjunarlaun mín hefðu orðið lægri en ég með mina starfsmenntun þá sem ófaglærð hafði á þeim tíma.

Þvílík og önnur eins skömm varðandi verðmat eins þjóðfélags á gildi starfa við það að leggja grunninn að uppeldi barna í frumbernsku, og því miður hefur að nokkru leyti gegnt sama máli um störf grunnskólakennara í landinu þar sem verðmat á virði starfanna hefur ekki tekið mið af eðli þeirra, og þjóðfélagslegum tilgangi, að mínu viti.

Meðan verðmat á gildi starfa þar sem kvennastéttir eru hvað fjölmennastar er með því móti sem enn er við lýði í dag, er enn afar langt í land til jafnréttis, þrátt fyrir allra handa rannsóknariðnað og lagasetningu þar að lútindi.

kv.Guðrún María.


Sjálfstæðisbarátta Íslendinga stendur enn.

Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, þvi innan marka frelsisins fáum við notið þess.

Það gildir um ölll svið hins mannlega lífs í raun sem og skipulag mannsins hvers eðlis sem er, og nú í dag ættum við að vita
að þrátt fyrir gífurlega menntun undanfarinna áratuga hér á landi hefur sú hin sama menntun ekki skilað okkur heilbrigðu
þjóðfélagi á fjármálasviðinu, því það skorti verulega á að mörk frelsis væri að finna í þvi efni.

Hinn aldagamli undirlægjuháttur okkar Íslendinga þess efnis að bugta okkur og beygja fyrir menntamönnum hefur þvi miður,
kostað það að mannleg skynsemi hefur að hluta til verið lögð til hliðar, þar sem hinum og þessum kennimönnum hefur verið gefinn
frjáls taumur með tilraunastarfssemi kenninga sinna í íslensku þjóðfélagi hér og þar á hinum ýmsu sviðum.

Þessi hrærigrautur flókinda í skipulagi og uppbyggingu eins þjóðfélags sem Alþingismenn hafa dansað eftir í áraraðir, þar sem einn leggur
til ferð austur meðan annar vill fara vestur undir formerkjum kenninganna, sem aftur verður til þess að miðjumoðið úrlausnanna er það að fara ekki neitt, hvorki austur né vestur, heldur standa í stað til þess að rugga ekki bát fræðimannanna, og málamiðla öllu einhvern veginn.

Alþingi hefur til dæmis tekist að búa til lagafrumskóg sem er orðinn svo ófær og samvaxinn af stagbættu reglugerðaflóði gegnum árin að menn hafa ekki lagt í það að fara í heildarendurskoðun þess hins sama, en þar er um að ræða almannatryggingalöggjöfina.

Það er eitt dæmi af of mörgum um handónýta lagasetningu sem fyrir löngu hefur misst tilgang sinn við reglugerðaflóð hinna ýmsu ráðherra gegnum tíðina, en lög á lög ofan gera það sist að verkum að þjóna borgunum heldur kosta einungis endalausa vinnu lögmanna hér á landi fyrir dómstólum sem sumir hafa efni á en ekki aðrir.

Þegar svo var komið hér á landi eftir tíma þann sem stjórnmálamenn voru í því að útdeila gæðum eftir hentugleikum hér og það á kostnað almúgans, að meint frelsi á fjármálamörkuðum og einkavægðing var innleidd, var nautunum sleppt lausum án þess að svæðið innihéldi nokkrar einustu girðingar, eins stórkostlegt og það nú var á að horfa.

Nýríkir jólasveinar hösluðu sér völl í hinu guðdómlega frelsi allra handa, og keyptu og seldu fyrirtæki ellagar gerðu þau gjaldþrota og stofnuðu ný eins og ekkert væri og Alþingi horfði á andaktugt. Búið var að selja bankanna og Alþingi bara horfði á eitt þjóðfélag fara norður og niður án þess að geta æmt eða skræmt, svo mikið frelsi án marka hafði mönnum verið fengið í hendur með lögum frá Alþingi og ees reglugerðum sem samþykktar hafa verið á færibandi.

Þeir fáu sem andmæltu voru hrópaðir niður af öflugum talsmönnum hinna nýríku jólasveina sem óðu um eins og naut í flagi í eigin fjölmiðlum, sem sáu dyggilega um að auglýsa einungis þá sem þeim voru þóknanlegir hverju sinni og þeir höfðu hagsmuni af.

Gat einhvern órað fyrir að vort land gæti orðið gegnsýrt af slikum framgangi með allri þeirri menntun sem þjóðin hefur öðlast til þessa ?

Svar mitt er Nei, mig óraði ekki fyrir því þótt ég hafi verið ein af þessum andmælendum í tíma góðærisins.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hugsjónir Jóns að leiðarljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland til framtíðar.

Við erum rík þjóð Íslendingar hvað varðar gæði móður náttúru, fiskimiðin kring um landið, orkan í iðrum jarðar og landgæði til landbúnaðar.

Við eigum vel menntað fólk til starfa í flestum geirum mannlífsins, þar sem hugvitið þarf að virkja og nýta til frekari framfrara.

Við munum yfirstíga þá erfiðleika sem nú er við að fást í voru efnahagslífi og hefja vort land upp úr hjólförum stöðnunnar þótt lærdóm þurfi að draga fram í þvi sambandi að " best er meðalhófið ".

Við munum í framtíðinni verða þess umkomin að snúa byggðaþróun í landinu til betri vegar, þar sem landbúnaðarframleiðsla verður aukin og nýting ræktaðs lands í kjölfar eftirspurnar eftir íslenskum afurðum, færist til betri vegar.

Við Íslendingar gefumst aldrei upp þótt móti blási, heldur setjum undir okkur höfuðið og göngum gegnum storminn.

Það höfum við gert gegnum aldir og munum gera áfram.

Til hamingju með daginn góðir landar, og blessuð sé minning Jóns Sigurðssonar.

kv.Guðrún María.


Er þetta efnahagsstjórn í einu landi ?

Það er næstum ótrúlegt til þess að vita að ráðuneyti séu með útrunna samninga í gangi varðandi rekstur og þjónustu hins opinbera og greitt sé áfram eftir að samningar eru útrunnir.

Hvar er yfirsýn fjármálaráðuneytis í þessu sambandi ?

Finnst mönnum þetta allt í lagi ?

kv.Guðrún María.


mbl.is 28% samninga útrunnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður virkt eftirlit með því að hundar séu heima 17.júni ?

Það væri fróðlegt að vita hvort menn hyggist fylgjast eitthvað með því að hundar séu ekki á hátíðasamkomum s.s 17. júni., ?

Það kæmi mér verulega á óvart ef enginn kemur með hund á þessar samkomur, en hver veit kanski taka allir eftir þessari áminningu og fara eftir henni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óheimilt að vera með hunda á hátíðarsamkomum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sr. Karl Sigurbjörnsson mun leiða Þjóðkirkjuna til betri vegar.

Ég er ósammála prestinum í Grafarholtsprestakalli þess efnis að biskup eigi að segja af sér, þvert á móti held ég að hann sé maður með ríka réttlætiskennd sem hvoru tveggja , kann og getur viðurkennt það sem aflaga hefur farið sem og horft fram á veginn.

Hin mikla tilheiging í voru samfélagi þess efnis að " hengja bakara fyrir smið " er því miður afskaplega ríkjandi, en í upphafi skyldi endir skoða í því sambandi, hvers eðlis sem er.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Biskup þarf að segja af sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borin von meðan ofsköttun er með því móti sem nú er við lýði.

Ég hefi ætíð fagnað baráttu gegn svartri vinnu, enda greitt skatta og skyldur af mínum launum alla mína tíð, á vinnumarkaði í 36 ár, hins vegar held ég að hin mikla skattlagning sem komin er til sögu í tíð þessarar stjórnar yfirtoppi flest annað hér á landi sem aftur gerir það að verkum að neðanjarðarstarfssemi er eitthvað sem dafnar.

Ég er þvi ansi hrædd um að bárátta við að ná utan um svarta atvinnustarfssemi skili ekki því sem skyldi fyrr en skattkerfið er með því móti að slíkt sé letjandi en ekki hvetjandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Meira um svarta vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna í ósköpunum hefur Alþingi ekki hugað að þessu fyrr ?

Getur það verið að menn séu núna fyrst að átta sig á því að Norðmenn séu með skrifstofur í Brussel til þess að fylgjast með málum varðandi EES ?

Satt best að segja man ég ekki eftir því að hafa heyrt nokkurn einasta þingmann andmæla EES tilskipunum, heldur virðist það svo að þær hinar sömu hafi verið þýddar og samþykktar óbreyttar hversu vel eða illa þær hinar sömu eiga við hér á landi.

Batnandi mönnum er best að lifa og vonandi er að tekin verði upp samskonar vinna og Norðmenn viðhafa varðandi EES samstarfið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vannýtt tækifæri í EES-samstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er VG, ekki með menntamálaráðuneytið ?

Það er nokkuð sérkennilegt ef þingmenn koma af fjöllum varðandi skólamál í landinu, en sé það svo að skólunum sé treyst til þess að hafa sjálfstæði um mál, s.s starfskynningar, er það þá viðeigandi að þingmenn komi og mótmæli þvi hinu sama sjálfstæði, eða hvað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Óviðeigandi að leita að „fallbyssufóðri“ hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klaufaleg tilraun til þess að breyta stjórn fiskveiða,sem engu skilar, því miður.

Það skortir heildaryfirsýn, það er mikið rétt, varðandi þessar breytingar og í raun eins vel heima setið og af stað farið, þar sem menn taka ekki tillit til þróunar þeirrar sem orðið hefur til með kaupum og sölum á aflaheimildum fram og til baka, heldur henda fram einhverjum breytingum.

Það atriði að færa til aflaheimildir til strandveiða án takmarkana til handa þeim er hagnast hafa á því að selja sig út úr kerfinu og geta nú hoppað í þann pott veiða að nýju er eins og hundur að bíta í skottið á sér og verðlaun fyrir þá sem hafa nýtt sér hið heimskulega fyrirkomulag að geta selt sig út úr kerfi þessu yfir höfuð sem aldrei skyldi verið hafa.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Mjög slæmt mál,“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband