Þjónustustig opinberrar þjónustu, sé hið sama til handa landsmönnum öllum.

Í mínum huga á að vera til skilgreint þjónustustig opinberrar þjónustu í formi mennta, heilbrigðis og félagsmála, þannig að lágmarks og hámarksstaðlar séu til staðar um gæði þjónustu, víðs vegar um landið.

Það er hins vegar einu sinni svo að mismunandi áherslur millum sveitarfélaga á einstaka málaflokka eru fyrir hendi og hafa verið lengi, en tilfærsla verkefna eins og nú málefna fatlaðra til sveitarfélaga og á sínum tíma grunnskólanna, er eigi að síður enn frekari nauðsyn þess að samræming sé til staðar varðandi notkun á skattfé.

Sem aldrei fyrr er einmitt þörf fyrir skýrar línur, þegar niðurskurður er fyrir hendi og mat á því hver gæði þjónustu eru, þegar svo og svo mikill niðurskurður hefur átt sér stað á hinum ýmsu stöðum.

Samræming í þessu efni er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt mál.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband