Um daginn og veginn.

Það er ósköp nöturleg staðreynd að standa uppi með heilsutap og vinnugetu eftir vinnuslys í fyrra, en að öllum líkindum er það sú staða sem ég verð að gjöra svo vel að sætta mig við, hvort sem mér líkar betur eða ver.

Bæklunarsérfræðingur sem ég hitti fyrir skömmu segir mig ekki vera á leið á vinnumarkað að nýju.

Er búin að vera í sjúkraþjálfun nú í næstum heilt ár til þess að reyna að ná vinnugetu á ný, en því miður hefur það verið upp og niður dans þar sem sama verkjatilstand er ætíð til staðar.

Að vera hlutaatvinnulaus við það að slasa sig í 75% vinnunni hefur þýtt það fyrir mig að ENGINN finnur 25 % almannatryggingar mínar sem iðgjöld af atvinnuleysibótum ættu að innihalda, eins furðulegt og það nú er, en við slysið varð ég að hætta að stimpla mig atvinnulausa, annars var ég lögbrjótur.

Enn er þó verið að leita.... en Tryggingastofnun getur ekki skipt sundur slysadagpeningum í hlutföll...

Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi, eins og ég hef oft áður sagt.

Mér er hins vegar uppálagt að reyna að hreyfa mig og ganga eins mikið og ég get til að halda því heilsutetri sem ég hef, og það geri ég, ásamt sjúkraþjálfuninni.

kv.Guðrún Maria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ leitt að heyra þetta Guðrún María mín.  Vonandi rætist úr þínum málum á besta hátt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2011 kl. 01:50

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Cesil mín, já já ég trúi því besta eins og ætíð, annað dugar ekki.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.10.2011 kl. 01:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2011 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband