Hvers vegna þarf tvær fyrirvinnur á heimili ?

Mitt svar er það að umsamin laun, þ.e, verkamannalaun á vinnumarkaði nægja ekki og hafa ekki nægt til framfærslu einstaklinga nokkuð lengi hér á landi, því miður.

Þetta ástand hefur verið fyrir hendi frá því að skattleysismörk voru fryst við 70.000.- króna markið, að mig minnir 1995, og frá þeim tíma hefur þróunin verið sú að umsamin laun hverju sinni hafa aldrei falið í sér raunverulegar kjarabætur þar sem oftaka skatta af svo lágum tekjum fjötraði fólk í fátæktarmörkum ár eftir ár.

Það væri því allt í lagi að leita skýringa hjá verkalýðsforkólfum hvers vegna í ósköpunum lægstu taxtalaun á vinnumarkaði nægi ekki til framfærslu einstaklinga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þarf tvær fyrirvinnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband