Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Ekki vandræði með nefskatti og yfirburði á auglýsingamarkaði.

Það geta varla verið vandræði að reka Ríkisútvarpið samkvæmt þeim formúlum sem því hinu sama hafa verið lagðar til, varðandi nefskatt á alla landsmenn sem og það atriði að stunda samkeppni á auglýsingamarkaði við frjálsa miðla sem ekki fá nefskatt til rekstrar.

Mín skoðun er sú að takmarka hefði átt þáttöku ríkisútvarps á auglýsingamarkaði við tilkomu nefskattsins.

kv.Guðrún María.


mbl.is 206 milljóna hagnaður af rekstri RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetrarsólstöður og tunglmyrkvi.

Það er ætíð forvitnilegt þegar tunglmyrkvi á sér stað, en sjálf er ég ekki svo dugleg að,ég ætli að rjúka út í fyrramálið til að skoða fyrirbærið og verð því að treysta því góðir myndatökumenn nái að festa það á filmu.

Vetrarsólstöður eru annars afar ánægjulegur dagur þegar sólin fer að skríða upp á við á ný, hjá okkur á norðurhjara veraldar og veita birtu og yl í meira magni að nýju.

kv.Guðrún María.


mbl.is Risavaxin náttúruleg jólakúla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jökullinn sá um öflugustu landkynningu síðari tíma sjálfur.

Sennilega toppar ekkert Jökulinn, hvað varðar það að koma Íslandi á kortið síðasta ár út um allan heim, og hvers konar kynningarátök eru að öllum líkindum hjómið eitt, miðað við orku jökulsins í því efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Eyjafjallajökull í rússnesku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing um kattaþvott af spillingu....

Þegar menn telja tilefni til þess að gefa yfirlýsingu þá er það vitað mál að eitthvað liggur undir steini, og það atriði að ekki hafi verið gefnar upplýsingar um greiðslur til sérstakra flokkshesta er malað hafa og mært aðgerðir ríkisstjórnarinnar fram og til baka hér og þar, kemur sannarlega ekki á óvart í íslenskum stjórnmálum.

Oftar en ekki hafa slíkir menn malað og mært stjórnvöld og talið sjálfir að þeir hinir sömu hefðu mikil áhrif og ekki væri sýnilegt að þeir væru eins og gráir kettir öllum stundum út um allt í fjölmiðlum án þess að almenningur kæmi auga á það.

Sem aldrei fyrr hefur það hið sama verið sýnilegra við tilkomu stjórnar vinstri flokkanna í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vísar ásökunum þingmanns á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins sterk stjórn mun stýra landinu gegnum erfiðleikana.

Það mun ekki ganga lengi fyrir Steingrím J.Sigfússon að reyna að viðhalda stjórnarsamstarfi við Samfylkingu, án þess að hafa flokksmenn sína með sér í því efni.

Það er vægast sagt furðulegt ef flokkarnir við stjórnvölinn ætla að gera út á samstöðu um það, að forða því að aðrir flokkar komist að völdum.

Þvílíkt markmið eða hitt þó heldur...

Tilraunir ríkisstjórnarflokkanna til þess að kalla til stjórnarandstöðu til samráðs hafa meira og minna farið út um þúfur, enda þegar formerkin eru sú að stjórnin ætlist til þess að láta þakka sér góð verk en kenna stjórnarandstöðu um það sem aflaga fer, þá kann svo að vera að betur hafi verið heima setið en af stað farið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ríkisstjórnin veik en ekki í lífshættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgishrap Vinstri Grænna ?

Hin mikla óeining sem ríkt hefur innan raða VG, hlýtur að orsaka það að þingmenn hverfi þaðan ef fram heldur sem horfir, ef ekki þá er um að ræða sjónarspil til þess að slá ryki í augu almennings varðandi það að vera bæði með og á móti, sitt og hvað.

Það þarf nú ekki meira en eitt stykki flokkur setjist við stjórnvölinn að valdabarátta hefjist þar innan dyra, einkum og sér í lagi ef sá flokkur hefur ekki verið þar áður sem flokkur.

Lilja Mósesdóttir hefur margar málefnalegar athugasemdir fram að færa og á fullt erindi sem þingmaður, en það mun koma í ljós hvort, hugmyndir hennar ná brautargengi eða ekki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segist styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðurhamur undir Eyjafjöllum.

Þar sem ég er fædd og uppalin undir Eyjafjöllum lærði ég það snemma að bera ómælda virðingu fyrir náttúruöflunum, því í ákveðnum vindáttum, einkum þó að mig minnir norðaustanátt, var ekki hundi út sigandi á ákveðnum stöðum.

Árið 1973, gerði aftakaveður þar sem heita mátti að sveitin væri í rúst, þar sem eitthvað fauk á flest öllum bæjum, en veðurhamurinn var eins og venjulega mestur í vindhviðum næst fjöllum, s.s í Steinum og á Raufarfellsbæjum og Núpakoti.

Heima fauk þak af fjóshlöðunum í heilu lagi, en það var ótrúlegt að fara um landið eftir þetta veður því á annarri hverri þúfu var að finna járnplötur af þökum úr sveitinni uppsnúnar í hring.

Ekki urðu slys á fólki, sem gott má telja í þessu sambandi, hins vegar tókst Bedford vörubíll á loft sem aftur gat sagt mönnum að gamla sagan um að hestur hefði fokið á sínum tíma, var ekki svo sérkennileg en menn höfðu hent gaman af því hinu sama, nokkuð lengi að mig minnir.

Skólaaksturinn hefði ekki gengið eins vel nema af því að gamall Weapon trukkur var notaður samhliða Benz kálfi til aksturs innan sveitar í vondum veðrum á veturna.

Kerti voru nauðsynjavara sem ekki mátti vanta því rafmagnsleysi í vondum veðrum var venja fremur en viðburður, en heima var til gaseldavél sem kom að góðum notum, oft og tíðum við að hita vatn eða sjóða mat.

Virðing fyrir náttúruöflunum í formi veðurhams hefur því fylgt manni á fullorðinsár.

kv.Guðrún María.


mbl.is Snarpar vindhviður undir Eyjafjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættu að skammast sín báðir tveir, Jón og Guðjón.

Er það virkilega svo að ráðherrar geti komist upp með það, að ráða til sín menn í þessu tilviki fyrrum formann Frjálslynda flokksins sem datt út af þingi, og greitt síðan verktakagreiðslur til fyrirtækis, í stað launa ?

Síðan hvenær var það heimilt að haga málum með þessu móti ?

Lít svo á að báðir ættu að skammast sín, og það verulega.

kv.Guðrún María.


mbl.is Greiddi útgerðafélagi fyrir ráðgjöf við fiskveiðistjórnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama og " vistvænn landbúnaður " eða hvað ?

Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi inniheldur sjálfkrafa sóun á verðmætum í formi kvóta til veiða, því kvótakerfi hafa þann fylgifisk að hvetja til þess að hirða aðeins verðmesta aflann og henda hinu.

Mér er það því mjög til efs að slík kerfi geti yfir höfuð talist umhverfisvæn varðandi vottun á alþjóðavettvangi og það atriði að búa til eigin vottun á eigin aðferðir er ekki nógu trúverðugt, því miður.

Vélarstærð fiskiskiptaflotans hér á landi og olíueyðsla í þvi sambandi við sókn á fiskimið er eitthvað sem ætti að vera inni í þessari vottun og þar efa ég mjög að við stöndumst viðmið, sökum þess að markvisst hefur sú stefna að fækka og stækka einingar í sjávarútvegi líkt og landbúnaði innihaldið tól og tæki sem eyða meiri olíu, þegar aldrei hefur verið hærra verð á slíku.

Skortur á rannsóknum á umgengni um lifríki sjávar á Íslandsmiðum með stórvirkum botnveiðarfærum er ekki fyrir hendi enn þann dag i dag og því ótrúlegt að slíkar rannsóknir skuli ekki liggja fyrir til grundvallar vottun sem slíkri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ábyrgar þorskveiðar staðfestar með vottun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig datt sérfræðingunum í hug að þetta væri hægt ?

Stundum finnst manni lítið þokast í átt til mannréttinda og það atriði að einhverjum menntuðum sérfræðingum hafi dottið það í hug að nýta, upplýsingasöfnun sem einhvern tímann átti sér stað, sem ekki inniheldur kröfur um nútíma upplýsingaskyldu er sérstakt.

Friðhelgi einkalífsins er dýrmætur fjársjóður og hvers konar skráning upplýsinga um einstaklinga er sæmilega vel vernduð nú í dag, lögum samkvæmt, og mönnum ætti að vera kunnugt um þau hin sömu lög í þessu sambandi.

Það hefur hins vegar viljað brenna við að ýmis konar sérfræðingar í krafti valds síns telji sig hafa einkaleyfi á skráningu sinni um sjúkdóma sem starfsmenn hins opinbera, og nægir þar að nefna deilur um tilvísanakerfi sem stjórnvöld hugðust koma á fót á sínum tíma en hurfu frá.

Niðurstaða Persónuverndar er því eitthvað sem ber að fagna í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólögleg gögn um geðsjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband