Hvernig datt sérfræðingunum í hug að þetta væri hægt ?

Stundum finnst manni lítið þokast í átt til mannréttinda og það atriði að einhverjum menntuðum sérfræðingum hafi dottið það í hug að nýta, upplýsingasöfnun sem einhvern tímann átti sér stað, sem ekki inniheldur kröfur um nútíma upplýsingaskyldu er sérstakt.

Friðhelgi einkalífsins er dýrmætur fjársjóður og hvers konar skráning upplýsinga um einstaklinga er sæmilega vel vernduð nú í dag, lögum samkvæmt, og mönnum ætti að vera kunnugt um þau hin sömu lög í þessu sambandi.

Það hefur hins vegar viljað brenna við að ýmis konar sérfræðingar í krafti valds síns telji sig hafa einkaleyfi á skráningu sinni um sjúkdóma sem starfsmenn hins opinbera, og nægir þar að nefna deilur um tilvísanakerfi sem stjórnvöld hugðust koma á fót á sínum tíma en hurfu frá.

Niðurstaða Persónuverndar er því eitthvað sem ber að fagna í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólögleg gögn um geðsjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband