Veðurhamur undir Eyjafjöllum.

Þar sem ég er fædd og uppalin undir Eyjafjöllum lærði ég það snemma að bera ómælda virðingu fyrir náttúruöflunum, því í ákveðnum vindáttum, einkum þó að mig minnir norðaustanátt, var ekki hundi út sigandi á ákveðnum stöðum.

Árið 1973, gerði aftakaveður þar sem heita mátti að sveitin væri í rúst, þar sem eitthvað fauk á flest öllum bæjum, en veðurhamurinn var eins og venjulega mestur í vindhviðum næst fjöllum, s.s í Steinum og á Raufarfellsbæjum og Núpakoti.

Heima fauk þak af fjóshlöðunum í heilu lagi, en það var ótrúlegt að fara um landið eftir þetta veður því á annarri hverri þúfu var að finna járnplötur af þökum úr sveitinni uppsnúnar í hring.

Ekki urðu slys á fólki, sem gott má telja í þessu sambandi, hins vegar tókst Bedford vörubíll á loft sem aftur gat sagt mönnum að gamla sagan um að hestur hefði fokið á sínum tíma, var ekki svo sérkennileg en menn höfðu hent gaman af því hinu sama, nokkuð lengi að mig minnir.

Skólaaksturinn hefði ekki gengið eins vel nema af því að gamall Weapon trukkur var notaður samhliða Benz kálfi til aksturs innan sveitar í vondum veðrum á veturna.

Kerti voru nauðsynjavara sem ekki mátti vanta því rafmagnsleysi í vondum veðrum var venja fremur en viðburður, en heima var til gaseldavél sem kom að góðum notum, oft og tíðum við að hita vatn eða sjóða mat.

Virðing fyrir náttúruöflunum í formi veðurhams hefur því fylgt manni á fullorðinsár.

kv.Guðrún María.


mbl.is Snarpar vindhviður undir Eyjafjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband