Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Um daginn og veginn.

Þetta ár hefur verið sérstakt fyrir margra hluta sakir, ekki hvað síst lífsbaráttunnar þ.e. að reyna að standa sjóinn í því efni, hvað sem á dynur.

Allt gengur upp og niður sitt á hvað, svo er og verður vissulega í okkar vegferð á lífsgöngunni, en mismikið eftir efnum og ástæðum hverju sinni en alltaf verður maður að halda í vonina um betri tíð með blóm í haga, einn góðan veðurdag.

Síðustu þrír fjármálaráðherrar þjóðarinnar hafa ekki öðlast sýn á það að of miklir skattar séu lagðir á láglaunamenn í okkar þjóðfélagi, frekar en verkalýðshreyfingin hefur gert sér grein fyrir því að samið hafi verið um of lág laun í samræmi við skattöku.

Eftir fjármálahrunið var gefið út veiðileyfi á skattgreiðendur sem aldrei fyrr, þar sem gjaldtaka hins opinbera náði nýjum hæðum, og til dæmis kostar það nú eitt þúsund krónur að fá staðfest skattaframtal frá skattayfirvöldum sem annað stjórnsýslustig hins opinbera óskar eftir til tekjumats vegna húsaleigubóta.

Það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.

Venjuleg illindi og erjur í stjórnmálum hafa einkum verið innan stjórnarflokkanna enda seldi annar flokkurinn sín sjónarmið mestmegnis fyrir stólasetu í fyrstu " vinstri stjórn " um langan tíma.

Stórkostlegt forystuleysi einkennir þessa ríkisstjórn þar sem flest allt hefur verið með rangri forgangsröðun sem mögulegt má vera, og alls konar sjónleikjaspil og skotgrafahernaður þess efnis að benda á aðra flokka sem miklu verri en þá sjálfa, hefur átt að heita pólitík eins barnalegt og það nú er.

Jafnframt hefur aðferðin " einn var að smíða austutetur... annar hjá honum sat ... þriðji kom og bætti um betur .... og boraði á hana gat.... " verið nokkuð viðvarandi þar sem ráðstafanir í skuldamálum eftir hrun hafa þýtt handahófskennda aðferðafræði þar sem eftir mótmælin miklu á Austurvelli síðast skyldi " öllum komið í skjól " hjá Umboðsmanni skuldara..... ásamt tveggja ára gjaldþrotalögum og svo hvað.... ?

Verðtrygging er enn í gildi og vísitöluvitleysa öll í því sambandi, en menn þora ekki að ráðast að rót vandans frekar en fyrri daginn hér á landi, og stunda þess í stað smáskammtalækningar þ.e að setja plástur á bágtið sem gæti dugað svona fjögur ár sem er eitt kjörtímabil.

Að hluta til mætti halda að forystuflokkur í ríkisstjórn telji að sökum þess að tekist hafi að koma aðildarumsókn að Evrópusambandinu gegnum þingið, þá þurfi ekkert að stjórna landinu sem að vissu leyti má líkja við það viðhorf sem sá flokkur hefur haft frá upphafi varðandi skoðun á umdeildum málum í samfélaginu sem flokkurinn hefur alveg sleppt að setja fram, s.s varðandi kvótakerfið sem allsendis gengur nú illa að höndla við stjórnvölinn.

Það kemur hins vegar í ljós er fram líða tímar hvernig mönnum tekst til er verkin verða metin.

kv.Guðrún María.


Náttúran talar.

Vonandi eru þessir skjálftar ekki annað en skjálftahrina ein af mörgum á þessum slóðum.

Þetta er hins vegar í nágrenninu og alls konar smáhristingur eins og draugagangur á köflum, en hér fyrr í kvöld, datt diskur sem lá ofan á plastskál við vaskinn hjá mér og mér dauðbrá auðvitað, hvað annað !

Það er alltaf ónotalegt þegar jörðin er á hreyfingu, svo ekki sé minnst á það að hamfarir höfum við upplifað það sem af er árinu Íslendingar.

kv.Guðrún María


mbl.is Skjálftahrina við Eldeyjarboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokksræðið lætur ekki að sér hæða.

Það væri nú fróðlegt að vita hvað margir væru taldir til í þessa " flokksfoyrstu " sem Steingrímur nefnir hér, þar sem ekki fæst annað séð en flokkurinn logi stafna á milli vegna þessa máls.

Hið skýra umboð flokksforystunnar er eitthvað sem maður hefur nú áður heyrt hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fullt umboð til að halda áfram viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðsfélög yfirgefi þetta ónauðsynlega, kostnaðarsama yfirregnhlífabandalag sem heitir ASÍ.

Til hvers í ósköpunum ættu launþegar á vinnumarkaði að standa undir kostnaði við ofurlaunaða starfsmenn og yfirforstjóra verkalýðsfélaga í landinu undir formerkjum yfirstjórnar verkalýðsfélaga sem hafa formenn ?

Það er engin heil brú í slíku og með ólíkindum að slíkt skuli við lýði enn hér á landi.

Núverandi formaður Gylfi Arnbjörnsson ætlaði að bjóða sig fram til varaformennsku í Samfylkingu á sínum tíma ef ég man rétt og hefur þar með auglýst sig undir formerkjum þess að ganga erinda eins stjórnmálaflokks.

Það er ekki trúverðugt til handa þeim fjölmörgu launamönnum sem eðli máls samkvæmt tilheyra fleiri en einum flokki hér á landi.

Eftir að Samfylking komst í ríkisstjórn hefur þegjandaháttur þessa regnhlífabandalags verið dyggur, og litil sem engin þáttaka í aðgerðum með fólkinu í landinu í þeim aðstæðum sem uppi eru. Sú ályktun sem hér er á ferð ber þess ríkan vott.

Með sama móti var verkalýðsfélögum beitt í Reykjavík á sínum tíma þegar R-listinn var og hét varðandi það að semja af sér eða minnka kröfur þegar flokksformenn tengdust stjórnmálaflokkum sem voru við völd eða sátu jafnvel á lista í framboði til borgarstjórnar en gengdu einnig störfum í verkalýðsfélaginu.

Hér er á ferð siðferði vinstri manna í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is ASÍ krefst stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræðingastóðið í hagdeildinni.

Það hefur gengið eftir sem Guðmundur heitinn Jaki spáði og varaði við , þ,e hagfræðingastóðinu innan verkalýðshreyfingarinnar.

Getur það verið að það væri vitinu meira að Alþýðusambandið eyddi iðgjöldum launþega í eitthvað annað en hagdeild innan eigin vébanda ?

Er ekki nóg að hafa greiningardeildir banka til þess að standa í slíku ?

Stundum veit ég ekki hvað verkalýðshreyfing þessa lands er orðin að, hvort þar er um að ræða stjórnmálaflokk, eða valdaapparat sem þykist sitja við valdatauma í landinu hverju sinni, ellegar fjármálastofnun ..... ?

Hvergi í lögum um vinnumarkað er þess getið leyfi ég mér að fulllyrða að verkalýðsfélög eigi að vesenast í því að spekúlera í verðmyndun á íbúðarhúsnæði svo eitt dæmi sé tekið.

Flottræfilshátturinn og vitleysan riður ekki við einteyming og með ólíkindum hvernig launamenn í landinu hafa látið mál þessi þróast.

kv.Guðrún María.


mbl.is Botni verðfalls væntanlega senn náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankasýsla ríkis er algjörlega óþörf stofnun.

Ég er sammála Sjálfstæðismönnum varðandi þetta mál um þessa stofnun sem allsendis þurfti ekki að setja á fót því deild innan fjármálaráðuneytis nægði til þess hins sama.

Sjaldan hefi ég lesið eins mikla moðsuðu og lagasetninguna um þessa stofnun, þar sem valdsforsjárhyggjan gengur eins og rauður þráður í gegn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja leggja Bankasýslu ríkisins niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samjammarabandalag vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar.

Launum hefur verið haldið niðri á almennum vinnumarkaði allt frá árinu 1983, í raun og þær fátæktargildrur sem búnar hafa verið til svo sem frysting skattleysismarka 1995, eru öllum hlutaðeigandi til háborinnar skammar.

Það atriði að vinnuveitendur skuli vera komnir inn í stjórnir lífeyrissjóða launamanna skrifast á ónýta verkalýðshreyfingu, því miður.

Frá þeim tíma hafa SA og Así samjammað sig, um tíma undir formerkjum stöðugleika en nú með málamyndasamsöng um aðgerðarleysi stjórnvalda.

Raunin er sú að markmið og tilgangur verkalýðshreyfingarinnar er fyrir löngu týndur hér á landi og með ólíkindum að eitthvað yfirregnhlífabandalag verkalýðsfélaga skuli enn við lýði árið 2010 á Íslandi.

Aðskilja þarf alfarið vald verkalýðsfélaga til þess að koma nærri lögbundinni sjóðssöfnun lífeyrissjóðanna, og vinnuveitendur eiga ekki að koma þar nærri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilmundur sammála Gylfa um margt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn frjáls fjölmiðill hér á landi Útvarp Saga.

Ég hef hlustað og hlusta enn á eina frjálsa fjölmiðilinn hér á landi sem er Útvarp Saga, sem hefur vaxið og dafnað að verðleikum og heldur nú úti fréttastofu ásamt öflugu sambandi við fólkið í landinu með innhringiþáttum um þjóðmál.

Frelsið felst í eignarhaldinu, þannig er nú það.

kv.Guðrún María.


mbl.is Frelsi fjölmiðla mest hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er vantrú í Samfylkingunni ?

Núverandi formaður mannréttindaráðs Margrét Sverrisdóttir er nú í Samfylkingunni en þar áður í Íslandshreyfingu og þar áður í Frjálslynda flokknum, en sama máli gegnir um einn helsta talsmann vantrúar sem er Svanur Sigurbjörnsson. Sá hinn sami gekk í sömu röð sama veg úr og í flokka í sömu röð.

Það kemur því lítt á óvart að Vantrúarfélagið styðji þessa flumbrulegu ákvörðun ráðsins í Reykjavík en hins vegar greinilega um mikinn áróður og þrýsting að ræða frá minnihlutahópi innan eins flokks Samfylkingarinnar núna sem mig myndi undra að flokkurinn í heild myndi taka undir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vantrú styður mannréttindaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Austurbæjarskóli.

Ég óska Austurbæjarskóla til hamingju með afmælið en ég bjó á sínum tima í Þingholtunum og vann á einum leikskóla í hverfinu þar sem sex ára börnin fóru ár hvert, full tilhlökkunar í grunnskólann sinn.

Hlutverk skóla í samfélaginu er mikið og áttatíu ár Austurbæjarskóla er sannarlega áfangi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rífandi stemning í „Austó“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband