Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

24 kvartanir frá foreldrum í Reykjavík eru uppspretta tillögugerðar Mannréttindaráðs.

Mál þetta er allt með ólíkindum og það atriði að 24 kvartanir af tugþúsundum sem ganga í skóla í Reykjavík skuli vera uppspretta þess að mönnum detti í hug að setja slíka tillögu fram er vægast sagt stórfurðulegt.

Stórkostlegt þekkingarleysi þeirra sem setja slíka ályktun fram hvorutveggja varðandi störf menntastétta sem og virðingarleysið við þjóðtrúna sem er kristin trú og meirihluti landsmanna tilheyrir, er algert.

Voandi bera menn gæfu til þess að draga þessa ályktun í heild sinni til baka og viðurkenna eigin mistök.

kv.Guðrún María.


mbl.is Verður væntanlega eitthvað breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framfærsluviðmið verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka.

Meðan það er þannig að hið opinbera geti með sköttum lækkað tekjur manna þannig að viðkomandi lendi undir núverandi skilgreindum fátæktarmörkum sveitarfélaga, þá er eitthvað að og hefur lengi verið, allt frá því að skattleysismörk voru fryst hér á landi með vitund verkalýðshreyfingar um 1995.

Þegar svo er komið að forkólfar verkalýðsins í landinu hafi sjálfir hærri laun en kjörnir alþingismenn, sem eru þó fjarri vegu frá launum verkamannsins, þá er það einu sinni svo að skilning á ástandinu er erfitt að setja fram fyrir þá hina sömu í tengslum við raunveruleika mála.

Þannig hefur ástandið verið hálfan annan áratug hér á landi,
því miður.

Aðgerðir stjórnvalda þess efnis að stórhækka skatta á almenning í landinu í kreppu er fáránleg aðferð og nær óþekkt, en hér kom til stjórn nýrra flokka í landinu frá því sem áður var.

Að reyna að byggja upp efnahagskerfi upp úr hruni án þess að leiðrétta forsendubrest fjárskuldbindinga var borin von, en það er eins með aðgerðaleysið varðandi þetta atriði og aðgerðaleysið við leiðréttingu á fiskveiðistjórnuninni í landinu að eftir því sem tíminn líður því verra er að feta sig út úr kviksyndinu.

Þar þarf menn með bein í nefinu til þess að svo geti orðið, sem berja á barlóminn og blása bjartsýni í brjóst, og koma með sýn á framtíð í stað þess að synda í pytti fortíðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjölmenni á borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn mikli skortur á pólítiskri forystu, einkennir stjórnvöld í landinu.

Af öllum tímum var kreppa ekki sá tími þar sem veik ríkisstjórn með óljósa forystu gæti leitt landið út þeim ógöngum sem til urðu.

Ekkert er verra en skortur á forystu og því miður virðist það svo að eftir þvi sem fleiri rannsóknir á rannsóknir ofan hrannast upp því meiri hræðsla ráðamanna við að láta frá sér fara nokkurn skapaðan hlut um stjórn landsmála.

kv.Guðrún María.


mbl.is Pólitískur skotgrafarhernaður á kostnað heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drífðu þig bara heim Sveinn Rúnar.

Minn gamli heimilislæknir Sveinn Rúnar hlýtur að hafa nóg að gera hér heima og varla getur það verið að hann einn geti komið þeim málum í kring þarna sem þarf að koma í kring.

Ég legg því til að hann drífi sig heim.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sveinn Rúnar enn í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matadorleikurinn fram í dagsljósið ?

Hafi það verið hægt að leika slíka leikjafléttu innan ramma laga hér á landi sem annars staðar, hlýtur maður að spyrja um leikreglurnar.

Hvar voru stjórnendur bankanna ?

Hvar voru stjórnendur Kauphallarinnar ?

Hvar voru stjórnmálamenn sem báru ábyrgð ?

Á Íslandi og í Bretlandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Viðskipti með Iceland rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri kanski ráð að stofna kvenverkalýðsfélag ?

Ef til vill væri það ráð að nýta sér samstöðuna og stofna kvenverkalýðsfélag hinna ýmsu kvennastétta í landinu, ekki hvað síst þar sem nauðsynlegur samanburður menntunar annars vegar og hinna ófaglærðu hins vegar gæti nýst vel í slíku félagi.

Mér hefur oft runnið það til rifja hversu mikil ósamstaða er á milli stéttarfélaga, kvennastétta, annars vegar faglærðra og hins vegar ófaglærðra sem þó vinna hlið við hlið í sama starfsumhverfi við störf sem þjóna sama tilgangi og markmiðum þjóðhagslega.

Gjörsamlega ómögulegt hefur verið að fá samvinnu sem þó væri sannarlega nauðsynleg og sú er þetta ritar spurði um það á sínum tíma í sínu stéttarfélagi í Reykjavík hvort ekki væri æskilegt að leita eftir slíku samstarfi, en það var nú allsendis ekki hljómgrunnur fyrir þvi hinu sama, heldur átti sífellt að vera eyða púðri í það að nöldra yfir launum þeirra sem tilheyrðu fagfélögum sem virtist allt að því viðtekin venja á félagsfundum.

Það er ekki nóg að labba saman, voða gaman, án þess að samstaðan sé nýtt til þess að þoka málum fram á við.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ótrúleg samstaða kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverra erinda gengur Dv ?

Getur það verið að Dv gangi enn erinda fyrrum eiganda sinna ?

Spyr sá sem ekki veit, en hamagangur blaðsins gagnvart einstökum aðilum öðrum en Baugsveldinu, hefur verið sýnilegur þeim sem vilja sjá og heyra.

Ef svo er þá er enn jafn lélegt umhverfi fjölmiðla í landinu og var fyrir hrunið þar sem alls konar fréttaflutningur gekk erinda aðila þeirra sem eignarhaldinu höfðu yfir að ráða.

Nú þekki ég ekkert til viðkomandi aðila sem hér er um rætt en félagið Novator var mér best vitanlega í eigu Björgúlfsfeðga sem Dv, sem Baugsmiðill sá ofsjónum yfir og hamaðist í að flytja neikvæðar fréttir af fyrir og eftir hrun meðan litla sem enga gagnrýni var að finna á fyrirtæki Baugs og starfssemi þeirra hér á landi og erlendis.

Veldur hver á heldur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Undirbýr meiðyrðamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjálað veður á kvenmenn.

Það var þá veðurfarið fyrir kynsystur minar sem ætla að safnast saman í höfuðborginni á morgun.

Sjálf finn ég mig ekki til þess að taka þátt í þessari samkomu, einkum og sér í lagi vegna þess að ég tel samstöðu kvenna hafa litlu sem engu áorkað í raunverulegum réttindum kvenna til dæmis varðandi mannsæmandi vinnulaun á vinnumarkaði til handa fjöldanum.

Þess í stað hafa alls konar kynjaráð og jafnréttisskilgreiningaapparöt litið dagsins ljós með tilheyrandi stofnanavæðingu sem mér finnst ekki skila tilgangi sínum, þvi miður, það er mín skoðun.

Hins vegar tel ég að tilgangur sá sem lagt var á stað með í upphafi með samstöðu kvenna hafi verið góður og þokað viðhorfsbreytingu sem þörf var á.

Það á hins vegar ekki að vera til þess að etja kynjunum saman og flokka þau í sundur.

Samvinna kynja er og verður ætíð það sem eitt þjóðfélag byggir grunngildi sín á.

kv.Guðrún María.


mbl.is Varað við stormi suðvestanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóknarpresturinn og sorgin.

Hver og einn einasti maður sem til þekkir veit að aðkoma sóknarpresta að atburðum sorgar skiptir miklu máli, hvar sem er og þeirra reynsla verður seint ofmetin.

Sú er þetta ritar átti á sínum tíma sóknarprest í Hallgrímskirkjuprestakalli sem nú er biskup og átti aðkomu að tveimur frekar snögglegum áföllum í mínu lífi, með tveggja mánaða millibili á sínum tíma, en þá kvaddi faðir minn annars vegar í maí og hins vegar maðurinn minn í ágúst.

Síðari atburðurinn var erfiður harmleikur og presturinn sat hjá mér heilt kvöld og ræddi við mig sem skipti mig miklu máli.

Sálgæsla sú er ég fékk notið þá sem og sú gjöf sem presturinn gaf mér sem var sálmabók, átti eftir að vera skjól mitt og hlíf í sorginni lengi eftir, því ég las einn sálm á hverju kvöldi lengi, lengi.

Ég var eitt foreldri með barn á fimmta ári sem fljótlega hóf skólagöngu og ég þurfti að ákveða hvort barnið fylgdi sínum félögum af leikskóla í skóla eða færi annað og kynntist nýjum félögum í nýju umhverfi.

Ég leitaði mér ráða hjá öðrum presti sem hafði sérhæft sig í sorg barna og hjá honum fékk ég góð ráð sem vissulega hjálpuðu mér sem foreldri á þeim tíma.

Án þessa vildi ég ekki hafa verið en veit að samvinna allra er koma að málum presta jafnt sem annarra skiptir máli og lykilorðið er inntak kristinnar trúar sem er gagnkvæm virðing.

kv.Guðrún María.


mbl.is Engin ein fagstétt á sorgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.

Hafi einhverju valdaapparati hins opinbera orðið mistök á þá er það Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar varðandi vanhugsaða forsjárhyggju, gagnvart siðum og hefðum þeim sem okkar þjóðfélag byggir á, og tengist trúnni föstum böndum eðli máls samkvæmt.

Það hefur aldrei þótt góðri lukku stýra að stjórnmálamenn skipti sér af trúmálum hvorki hér né annars staðar, hvað þá að mönnum detti það í hug að senda frá sér eins vanhugsaða ályktun og þá sem kom frá þessu ráði á dögunum.

Formaður ráðsins ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér og borgarstjórn að endurskipa í ráð þetta, þannig að þar veljist fólk sem hefur yfirsýn yfir heildarhagsmuni almennings í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband