Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Hvar eru refaskytturnar ?

Er það aflagt að menn séu gerðir út til veiða á refum núorðið eins og var hér í eina tíð ?

Ef svo er þá er það nokkuð ljóst að fréttir sem þessar er eitthvað sem við munum lesa áfram, eins ömurlegt og það er.

Raunin er sú að bæði ref og mink þarf að halda í skefjum líkt og gert var hér í eina tíð en þá var greitt fyrir veiddan mink, að mig minnir engin stórkostleg upphæð en eigi að síður hvati að því að halda villtum stofni í skefjum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Dýrbítar í Borgarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabær réttarbót, en....

Aðstæður nú um stundir þess efnis að fjöldi íslenskra heimila eru tæknilega gjaldþrota, kann að gera það að verkum að hugsanlega kynni að verða á ferð heimsmet í gjaldþrotum í kjölfar lagasetningar þessarar.

Það þarf að vissu leyti ekki að vera undrunarefni því stjórnvöld hafa ekki leiðrétt þann forsendubrest sem til varð hér á landi varðandi fjárskuldbindingar allar eftir hrun eins efnahagskerfis.

Að tala um það hið sama sem mannréttindi er afstætt í sjálfu sér, því aldrei skyldi það vera æskilegt að þurfa að reka mál sín í þrot, hvorki til lengri eða skemmri tíma.

Það er hins vegar þjóðhagsleg hagkvæmni í því fólgin að hver einstaklingur geti sem fyrst öðlast uppreisn æru fjármálalega eftir áföll sem slík, þannig að neðanjarðarhagkerfi sé ekki kerfi í kerfinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Frumvarpið mannréttindabót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsjárhyggjufíflagangur meintra mannréttinda.

"Jafna meira, jafna betur
jafna allt á jörðu hér,
Jafna þar til enginn getur,
jafnað það sem eftir er. "

Þessi vísa mín var ort á sínum tíma um kvennabaráttuna, en á vel við um það sem hér er á ferð einnig, varðandi það að reyna að taka fram fyrir hendur skóla um aðkomu trúar í líf barna sem eðli máls samkvæmt er og hefur verið hluti af samfélaginu lengi á margvíslegan máta.

Forsjárhyggja fulltrúa í ráðum og nefndum getur á stundum verið hreinn fíflagangur eins og hér birtist þar sem vaðið er af stað með illa ígrundaðar tillögur þar sem í upphafi hefði mátt endir skoða.

Veldur hver á heldur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gengur þvert á anda meirihlutasamstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað sjálfsagt mál að greiða þjóðaratkvæði samhliða um aðildarviðræður.

Hér er um að ræða afar skynsama tillögu sem Alþingi ætti að sjá sóma sinn í að samþykkja, þar sem það er sjálfsagt að fá fram vilja þjóðarinnar til viðræðna við Evrópusambandið, samhliða kosningu til stjórnlagaþings.

Núverandi ríkisstjórn hafði nefnilega ekki fyrir því að spyrja þjóðina áður um vilja til viðræðna, en hér skapast tækifæri til þess að láta á það reyna hvort vilji þings og þjóðar fari saman.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagadómsstóll átti að koma áður en endurskoðun stjórnarskrár kæmi til.

Ég hefði viljað sjá komið á fót Stjórnlagadómsstól þar sem sett lög af þjóðþinginu undirgangist nálarauga varðandi það að standast ákvæði stjórnarskrár.

Það eina sem vantar hins vegar tilfinnanlega er það atriði að tryggja þjóðaratkvæðagreiðslur um mál, en hins vegar má segja að því hinu sama megi eins koma fyrir í sérstakri lagasetningu.

Að öðru leyti er stjórnarskráin gott plagg sem ekki batnar við alls konar viðbætur sem hægt er að mistúlka til viðbótar við lög.

kv.Guðrún María.


mbl.is Líst ekkert á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að aftengja verkalýðshreyfinguna við pólítik.

Þegjandaháttur verkalýðshreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum í því ástandi sem nú er uppi, er himinhrópandi og það nægir að lita til Frakklands þar sem verkalýðshreyfing stendur fyrir mótmælaaðgerðum gagnvart stjórnvöldum þar í landi um hækkun eftirlaunaaldurs.

Því miður hefur hreyfing þessi hér á landi ætíð dansað eftir þeim pípum sem forystumenn hafa aðhyllst í pólítik og þagað þegar þeirra menn sitja við valdatauma líkt og launþegar kjósi einn eða tvo flokka.

Slíkt ástand þokar engu fram á veg það gefur augaleið og gera verður þá kröfu að verkalýðshreyfing sé óháð stjórnmálaflokkum alfarið.

Þáttaka verkalýshreyfingarinnar á markaðsdansleiknum gegnum lífeyrissjóðina og innkoma vinnuveitenda í stjórnir lífeyrissjóða er álíka því og að opna dyrnar fyrir refnum í hænsnakofann.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gylfi furðar sig á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nóg að sameina tvö sveitarfélög.

Ef við gefum okkur að hver bæjarstjóri í sjö sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sé hver með um milljón á mánuði í laun, þá gefur það augaleið að sparnaður ætti sér stað, svo ekki sé minnst á yfirmannastjórnunarstöður í hverju sveitarfélagi fyrir sig á hinum einstöku sviðum.

Það er hins vegar ekki nóg að sameina tvö sveitarfélög, sameina þarf þau öll.

Hver veit nema Jón Gnarr geti áorkað einhverju í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sameining spari milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósammála þér Eva Joly.

Við eigum því ekki að venjast Íslendingar að þeir sem hafa gengt embættum svo sem saksókn, viðri sínar pólítísku skoðanir fyrir alþjóð, en það atriði að koma fram og ræða svo pólítiskt mál eins og Esb aðild, hlýtur að skrifast á það að konan er hætt sem slíkur embættismaður.

Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Egill Helgason finnur aðdáendur aðildar að Evrópusambandinu í sinn þátt, því fer fjarri.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru fréttirnar ekki vegna rannsóknar á lífeyrissjóðnum.

Það kæmi mér nú ekki á óvart að fréttir þess efnis á ruv að leggja eigi efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra megi einmitt tengja við það að rannsókn hefjist fljótlega á lífeyrissjóðnum Gildi, af hálfu þess embættis.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ögmundur: Ekkert óðagot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þverpólítísk flokkagleraugu er það sem Ísland þarf.

Ég efa ekki að þverpólítísk flokkagleraugu gætu verið eins mikil tekjuöflun nú um stundir og bleik og blá kynjagleraugu, sem ég hefði nú haft með öðrum litum en þeim sem aðskilja kynin fyrst við fæðingu, hefði ég fengið einhverju þar um að ráða.

Þverpólítisk flokkagleraugu er hins vegar eitthvað sem okkur sárvantar þar sem sama gamla sagan endurtekur sig sitt á hvað hér á landi þar sem flokksmenn flokkanna mæla hverja vitleysu á fætur annarri upp með sínum flokkum sem stjórna hverju sinni svo jaðrar við trúarbrögð.

Allt tal um nýtt viðhorf eftir hrun eins þjóðfélags er jarðsungið jöfnum höndum eftir flokkslínum og eiginhagsmunapoti höfundaréttar tillagna hverju sinni.

Alveg sama hvert forystusauðum hentar að teyma hjörðina hverju sinni, þá leggjast menn á bænateppið og hrópa halelúja fyrir þeim hinum sömu sem sönnum leiðtogum lífs síns.

Hinn gamli undirlægjuháttur i íslensku samfélagi lifir því hvað bestu lifi í stjórnmálaflokkunum, þar sem forystumenn verða í Guðatölu fyrir það eitt að veita forystu ákveðinn tíma í stjórnmálastarfssemi.

Alls konar argaþras illindi og deilur sem forðum daga voru leyst með bardögum hér á landi þar sem menn hjuggu hver annan í herðar niður og rammað hefur verið inn í sögur, birtist í orðum millum flokka á Alþingi Íslendinga og atkvæðagreiðslum þar sem fylkingar greiða atkvæði eftir fylkingalínum.

Eftir höfðinu dansa limirnir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kynjagleraugun sett upp nyrðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband