Um daginn og veginn.

Ţetta ár hefur veriđ sérstakt fyrir margra hluta sakir, ekki hvađ síst lífsbaráttunnar ţ.e. ađ reyna ađ standa sjóinn í ţví efni, hvađ sem á dynur.

Allt gengur upp og niđur sitt á hvađ, svo er og verđur vissulega í okkar vegferđ á lífsgöngunni, en mismikiđ eftir efnum og ástćđum hverju sinni en alltaf verđur mađur ađ halda í vonina um betri tíđ međ blóm í haga, einn góđan veđurdag.

Síđustu ţrír fjármálaráđherrar ţjóđarinnar hafa ekki öđlast sýn á ţađ ađ of miklir skattar séu lagđir á láglaunamenn í okkar ţjóđfélagi, frekar en verkalýđshreyfingin hefur gert sér grein fyrir ţví ađ samiđ hafi veriđ um of lág laun í samrćmi viđ skattöku.

Eftir fjármálahruniđ var gefiđ út veiđileyfi á skattgreiđendur sem aldrei fyrr, ţar sem gjaldtaka hins opinbera náđi nýjum hćđum, og til dćmis kostar ţađ nú eitt ţúsund krónur ađ fá stađfest skattaframtal frá skattayfirvöldum sem annađ stjórnsýslustig hins opinbera óskar eftir til tekjumats vegna húsaleigubóta.

Ţađ er ekki öll vitleysan eins, heldur ađeins mismunandi.

Venjuleg illindi og erjur í stjórnmálum hafa einkum veriđ innan stjórnarflokkanna enda seldi annar flokkurinn sín sjónarmiđ mestmegnis fyrir stólasetu í fyrstu " vinstri stjórn " um langan tíma.

Stórkostlegt forystuleysi einkennir ţessa ríkisstjórn ţar sem flest allt hefur veriđ međ rangri forgangsröđun sem mögulegt má vera, og alls konar sjónleikjaspil og skotgrafahernađur ţess efnis ađ benda á ađra flokka sem miklu verri en ţá sjálfa, hefur átt ađ heita pólitík eins barnalegt og ţađ nú er.

Jafnframt hefur ađferđin " einn var ađ smíđa austutetur... annar hjá honum sat ... ţriđji kom og bćtti um betur .... og borađi á hana gat.... " veriđ nokkuđ viđvarandi ţar sem ráđstafanir í skuldamálum eftir hrun hafa ţýtt handahófskennda ađferđafrćđi ţar sem eftir mótmćlin miklu á Austurvelli síđast skyldi " öllum komiđ í skjól " hjá Umbođsmanni skuldara..... ásamt tveggja ára gjaldţrotalögum og svo hvađ.... ?

Verđtrygging er enn í gildi og vísitöluvitleysa öll í ţví sambandi, en menn ţora ekki ađ ráđast ađ rót vandans frekar en fyrri daginn hér á landi, og stunda ţess í stađ smáskammtalćkningar ţ.e ađ setja plástur á bágtiđ sem gćti dugađ svona fjögur ár sem er eitt kjörtímabil.

Ađ hluta til mćtti halda ađ forystuflokkur í ríkisstjórn telji ađ sökum ţess ađ tekist hafi ađ koma ađildarumsókn ađ Evrópusambandinu gegnum ţingiđ, ţá ţurfi ekkert ađ stjórna landinu sem ađ vissu leyti má líkja viđ ţađ viđhorf sem sá flokkur hefur haft frá upphafi varđandi skođun á umdeildum málum í samfélaginu sem flokkurinn hefur alveg sleppt ađ setja fram, s.s varđandi kvótakerfiđ sem allsendis gengur nú illa ađ höndla viđ stjórnvölinn.

Ţađ kemur hins vegar í ljós er fram líđa tímar hvernig mönnum tekst til er verkin verđa metin.

kv.Guđrún María.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband