Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Vil taka fram að ég er EKKI í framboði.

Það er nokkuð sérkennileg staða sem sú er þetta ritar hefir mátt meðtaka frá 12. mars síðastliðnum, þar sem mér var tilkynnt að ég hefði verið tekin út af framboðslista í einum flokki, sem þá hafði áður sent tilkynningu til fjölmiðla með mínu nafni í framboði.

Enn hefur engin tilkynning borist um breytingarnar og alltaf verið að tala við mig um framboðið og aftur framboðið, á förnum vegi.

Sem sagt ég er EKKI í framboði.

kv.Guðrún María.


Mun þessi ríkisstjórn gangsetja verðmætasköpun fyrir kosningar ?

Hvernig á að gangsetja hjól atvinnulífsins ?

Opna kerfi sjávarútvegs og landbúnaðar fyrir framleiðslu eininga í smáum stíl þar sem atvinnufrelsi landsmanna yrði að nýju hafið til vegs og virðingar, á sama tíma og verðmæti sem fjármunum hefur verið varið til í áraraðir af fjárlögum, s.s hafnarmannvirki, og uppræktað land til landbúnaðar, skilaði arði eins þjóðfélags til framtíðar.

Það gefur augaleið að fjármagn sem varið er ár eftir ár til hafnamannvirkja þar sem fáir sem engir bátar leggja í höfn við fiskveiðar, er sérkennileg fjárfesting.

Sama má segja um fé sem lagt hefur verið úr sjóðum landsmanna gegnum árin við það að plægja óræktað land og rækta, að slik fjárfesting krefst nýtingar þeirra hinna sömu gæða og þar hefur verið lagt fé til.

Ferðamannaiðnaður í landinu á allt undir því að byggð haldist á landinu öllu en ekki aðeins hluta þess og þeir tímar sem landsmenn nú upplifa í þrengingum kalla á úrlausnir, sem haldast í hendur þjóðarhags í heild.

Núverandi ríkisstjórn þarf að bregast við því atriði að opna kerfi gömlu atvinnuveganna, að öðrum kosti uppáskrifar sú hin sama mannréttindabrot fyrrum skipulags mála hér á landi, með klosslokuð atvinnuvegakerfi.

Steingrímur það þarf einungis að breyta þeim lögum sem nú eru i gildi ekki að semja ný.

kv.Guðrún María.


Landbúnaður og sjávarútvegur fyrrum aðalatvinnugreinar einnar þjóðar.

Hefði einhverjum dottið í hug að maðurinn gæti fundið upp kerfi framleiðslukvóta sem illa eða ekki þjónar markmiðum um þjóðarhag í fyrrum aðalatvinnugreinum okkar Íslendinga ?

Hvoru tveggja kvótar í fiskveiðum og mjólkurframleiðslu hafa allsendis ekki þjónað þeim upphaflegu markmiðum sem lagt var af stað með síður en svo og orsakað allt of miklar fjárfestingar í báðum atvinnugreinum, svo ekki sé minnst á það stóra atriði að skipulagið útrýmir nýlíðun.

Í stað þess að reyna að eygja sýn á annmarka aðferðafræðinnar hafa menn haldið áfram villu vegar, með tilheyrandi þjóðhagslegri verðmætasóun, hugmyndafræði stærri færri eininga að leiðarljósi.

Þegar fyrsti handhafi alfaheimilda seldi sig út úr kvótakerfi sjávarútvegs átti hið háa Alþingi að vakna af Þyrnirósarsvefni, en það gerðist ekki og því er vort samfélag eins og það er í dag , rjúkandi rústir fjármálabrasks, þar sem það er eins víst og að sólin kemur upp á morgun að margur verður af aurum api.

Að horfa á sveitina mína á Suðurlandi, þar sem grænkar fyrst á vorin, illa eða ekki nýtta til landbúnaðar er undarlegt, sveit þar sem ræktað land er til staðar og tækifæri til lífsbjargar fyrir hendi.

Fóksfækkun á landsbyggðinni og endurbygging íbúaðarhúsnæðis á Suðvesturhorninu var fyrirfram sýnilegt vandamál, og einungis reikningsdæmi fyrir þá sem vilja af vita, með viðvarandi stefnu í atvinnuvegunum gömlu.

Vakna þarf til vitundar um það sem stendur og standa mun til framtíðar.

kv.Guðrún María.


Skattlagning á áunnin réttindi.

Var að týna til gögn um skattskil í dag og viti menn fékk ég ekki launamiða um styrk krónur 9000, sem ég hafði fengið úr sjúkrasjóði, við sjúkraþjálfun að læknisráði er bakið gaf sig í haust síðastliðið.

Ég velti því fyrir mér hvaða snillingi skyldi hafa dottið í hug að skattleggja styrki sem þessa á sínum tíma, sem og hvað margir þingmenn hafi lagt blessun sína yfir heimild skattayfirvalda til þess hins arna.

Hvað var verkalýðshreyfing þessa lands sem samdi fyrir hönd launamanns um réttindi þessi ?

Mótmælti hún skattlagningu þessari ?

Hafi skattkerfið einhvern tímann bitið í skottið á sér þá er það virkilega þarna og með ólíkindum að þvílík della fyrirfinnist.

kv.Guðrún María.


Fjórða valdið í landinu.

Fjölmiðlar hafa alla jafnan verið kallaðir fjórða valdið, og hvernig skyldi það vald sem fært var frelsi hafa staðið sig í aðhaldi að þróun mála í einu samfélagi ?

Illa, að mínu mati, afar illa því ekki aðeins hefur stór hluti fjölmiðla ( ekki allir ) teymt almenning með í endalausri ævintýramennsku hins óendanlega fjármálabrasks, þar sem gagnrýni var ekki að finna svo nokkru næmi, fyrr en allt var komið í óefni.

Hið meinta frelsi varð því að helsi þar sem almenningi í landinu var talin trú um að hér væri allt á uppleið endalaust með stöðugum fréttum frá greiningardeildum gömlu bankanna um gróða á gróða ofan sem fáir þorðu að andmæla og þeir sem andmæltu fengu ekki inni í fjölmiðlum.

Kvótakerfi sjávarútvegs og fjármálabraskið því tengt sem telja má upphaf þessarar ævintýramennsku hér á landi, fékk ekki svo mikið sem gagnrýni þótt byggðir lands væru auðn og atvinna færð á brott á einni nóttu, eignum almennings hent á bálið og fjármunum skattgreiðenda einnig við uppbyggða þjónustu.

Andvaraleysi fjölmiðlanna, er rannsóknarefni eitt og sér.

kv.Guðrún María.


Hvers vegna sömdu verkalýðsfélögin um svo lág laun í " góðærinu " ?

Þegar forystumenn verkalýðsfélaga sitja jafnvel einnig sem alþingismenn, þá er nokkur hætta á að verkefni kunni að skarast, eða hvað ?

Ábyrgð verkalýðshreyfingar þessa lands er ekki minni en stjórnvalda að mínu mati og nægir þar að nefna alls konar samráð og samkrull um láglaunastefnu allra handa á sama tíma og ofurskattar og síðar óðaverðbólga, var til staðar.

Samtenging lífeyrissjóða við þáttöku í fjárfestingum í fyrirtækjum á hinum íslenska hlutabréfamarkaði og sjálfdæmi verkalýðsforkólfa um skipan manna í stjórnir sjóðanna, er og hefur verið algjörlega út úr kú, án þess að hið háa Alþingi hafi þar endurskoðað lagaumgjörð þess hins sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segja óviðunandi að launafólk beri byrðar hrunsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra er seint en aldrei.

Menn hefðu nú sennilega getað áttað sig á þessu á haustmánuðum að telja mætti, en betra er seint en aldrei, varðandi þessa kaupréttarsamningadellu sem viðgengist hefur á hinum stórundarlega markaðsdansleik í voru samfélagi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Icelandair fellir úr gildi kauprétti forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaut að vera, hélt ég hefði séð fljúgandi furðuhluti.

Þar sem mér varð litið út um gluggann í kvöld sá ég ljósmyndanir í skýjunum, en hélt að Friðarsúlan væri ekki logandi núna. 

Ágætt að vita að svo er.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Kveikt á Friðarsúlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já einmitt, er ekki landsfundur VG ?

Þá ættu aðrir að komast að sem vilja mótmæla ástandinu eins og það er, úr því raddir þessar eru þagnaðar en mér hefur sýnst að eitthvað af ræðumönnum fundanna séu nú þegar komnir í framboð hjá VG.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hlé á fundum Radda fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiginhagsmunasérhyggjupostulasamfélagið Ísland.

Það hefur verið með ólíkindum að horfa upp á það hvernig þróun mála hefur orðið til í einu samfélagi undanfarna áratugi.

Ég um mig frá mér til mín, punktur,...

hefur gert það að verkum að orðið hefur til þjóðfélag frumskógarlögmála einstaklingshyggjunnar, þar sem hver rær að sínum eigin hagsmunum án þess að nokkur heildarsýn sé meðferðis og menn eru tilbúnir til þess að rífa allt niður í kring um sig, sjálfum sér til meints framdráttar.

Í upphafi skyldi endir skoða, og það þjóðfélag sem menn töldu sig vera að einkavæða, varð að einokunarþjóðfélagi örfárra ríkra á kostnað fleiri fátækra.

Þangað til allt fór á hausinn og þeir sem höfðu verið kostaðir af þessari tegund einkavæðingar, misstu spón úr aski sínum, og allt varð vitlaust.

Allir vissu allt í einu hvað hafði farið forgörðum og komu nú til þess að breyta málum, afar trúverðugt eða hitt þó heldur.

kv.Guðrún María.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband